Leita í fréttum mbl.is

Fáránleikinn

sem ræður ríkjum í hugarheimi meirihlutans í Borgarstjórn í Reykjavíkur birtist í ritsmíð Dóru Bjartrar og Sigurborgar Óskar í ESB málgagninu í dag.

Þar segja þær:

"Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera. Styrkjum, fjárfestingum, skipulagi samfélagsins. Stjórnvöld bera stærstu ábyrgðina þó framlag einstaklinga geti haft mikil áhrif. Það er ekki bara hvað yfirvöld ákveða að gera sem skiptir máli heldur líka hvað þau ákveða að gera ekki.

Þegar tekin var ákvörðun um að gera Reykjavík að bílaborg var í raun samhliða tekin ákvörðun um að byggja ekki upp öflugar almenningssamgöngur. Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera en það geta lausnir líka gert.

Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag var ný loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar kynnt.

Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp malbiki og draga úr umfangi akreina, að almenningssamgöngur verði lausar við jarðefnaeldsneyti 2025, að fjármunir sem fara í vegasamgöngur verði jafnaðir með fjármunum fyrir innviði fyrir gangandi og hjólandi, að ný hverfi verði umhverfisvottuð, að rækta stóra loftslagsskóga, að endurheimta um 60% af votlendi fyrir árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta hvernig við getum styrkt stjórnsýslu borgarinnar í loftslagsbaráttunni með tilliti til ábyrgðar og framfylgd verkefna.

Þetta eru örfá dæmi. Loftslagsvandinn er ekki tilviljunum háður. Hann var skapaður, meðvitað og ómeðvitað. Hér er loftslagsáætlun sem snýst einmitt um að taka meðvitaða ákvörðun um að koma okkur á réttan kjöl.

Um meiri náttúru og minna malbik. Meiri borg fyrir fólk. Við ætlum ekki að sitja og bíða og vona að aðgerðirnar hitti í mark heldur mæla árangurinn árlega til þess að geta brugðist við ef ástandið sýnir að gefa þurfi í. Við setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endurskoðum.

Verkefnið er það flókið að við verðum að leysa það í sameiningu með nýsköpun og samvinnu. Í þessari nýju loftslagsáætlun voru markmiðin mótuð eftir útreikningum sérfræðinga og hlustað var á óskir almennings um auknar aðgerðir. Almenningur var fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum tillögum.

Núna er það yfirvalda, okkar í borgarstjórn, að framkvæma."

 

Það er áreiðanlega hollt fyrir kjósendur að hugsa sér hvar eigi að fletta af malbiki og fækka akreinum.

Tilvalið að hugsa þetta þegar menn sitja fastir á úreltum göngubrautarljósum á Miklubrautinni eða annarsstaðar.

Hugsa sér hversu dásamlegt það verður að bíða eftir Borgarlínuvagni í kulda og trekki í stað þess að sitja í upphituðum einkabílnum.

Hugsa sér hversu kenningarnar um hamfarahlýnun andrúmsloftsins séu vísindalega uppbyggðar og hversu loftslagið í Reykjavík er sem sniðið að þægindum fyrir hjólandi og gangandi fólk.Hversu dásamlegt verður að skutla skólaæskunni milli viðburða í íþrótta-og félagslífi gangandi og hjólandi að Borgarlínunni við Hamraborg.

Af hvað öld er þetta fólk fáránleikans og hvað hefur það séð af heiminum í kring?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörvar O Jensson

Mæl þú manna heilastur í þessu fáránlega máli (málflutning).

Hjörvar O Jensson, 20.1.2021 kl. 13:06

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er eins og að þetta fólk viti ekki að mengun frá bílum er allt of mikil í Reykjavík vegna alltof þéttra umferðarljósa, þar sem bílar standa langtímum saman við að bíða eftir grænu ljósi og búa sig undir að stoppa örfáum metrum síðar til að hefja nýja bið. Við að taka bíl af stað skapast margföld mengun á við jafnan aksturshraða.  Það sem þarf að gera er að byggja upp mislæg gatnamót og fækka þverunum gatna.  Það er t.d. ekki eðlilegt að það þurfi á Breiðholtsbraut frá Reykjanesbraut að Vatnsendahvarfi 5 til 6 ljósastýrð gatnamót eftir því hvar byrjað er að telja.  Þetta með "umhverfisvæna" strætisvagna,  væri gaman að fá rekstrarniðurstöðu á rafmagnsvögnunum miðað við hefðbundna dísil vagna.  Sá einhvers staðar að í Kaupmannahöfn væri búið að leggja báðum rafmagnsbílunum vegna þess að rekstrarkostnaður þeirra er 44% hærri en hefðbundinna strætisvagna.  Danir höfðu vit á að panta bara 2, en Strætó bs. þurfti 12 stykki til að prófa þetta.

Kjartan Sigurgeirsson, 20.1.2021 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband