Leita í fréttum mbl.is

Sjálfslýsing?

eða Trumpofóbía?

Því velti ég fyrir mér þegar ég les skrif dr. Benedikts Jóhannessonar í maðkaboxi Morgunblaðsins í dag.En Moggi tekur frá sérstakan dálk fyrir allskyns furðuskrif til að skemmta lesendum sínum yfir margskonar vitleysu sem þar birtist. Gjarnan frá Birni Leví, dr. Benedikt, Ingu Sæland og slíkum fabúlöntum. 

Þar tekur Benedikt fyrir að raðgreina lygar Trumps í stjórnmálum. En spurning er hvort greiningin hittir hann ekki fyrir sjálfan?

Benedikt hefur stundað það lengi að hamast gegn fullveldi Íslands og gjaldmiðlinum og prédikað inngöngu í tollabandalagið ESB.

Bemedikt segir m .a.:

 „Loks þarf að minnast á þá sem á íslensku eru kallaðir geðvilltir eða siðblindir. Þá skortir hæfileika til að setja sig í spor annarra og finnst sem þeir séu hafnir yfir lög og rétt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að hjá þeim sé starfsemi óvenjudauf á heilasvæðum sem móta tilfinningaleg viðbrögð, eins og kvíða, iðrun og réttlætiskennd.

Sjaldgæft er að þetta ástand sé greint hjá manni fyrr en eftir að hann hefur brotið ítrekað af sér. Reyndar er hugtakið siðblinda iðulega notað sem merkimiði á síbrotamenn, fremur en til forvarna.

En næsta víst er að blygðunar- og óttaleysi er ekki alltaf til trafala í viðskiptum og sumir álíta, án þess að það sé fræðilega staðfest, að siðblindir menn njóti oft velgengni.

Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vara sig á slíkum mönnum, tunguliprum, óttalausum og blygðunarlausum, og því er sem stendur erfitt að veita önnur ráð en almenna varkárni til að verjast slíkum sendingum.“

Skyldi það sama gilda í stjórnmálum? Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi átti greinilega auðvelt með að ná til ákveðins hóps kjósenda meðan aðrir sáu strax í gegnum blekkingarvef hans. Jafnvel vel menntað og skynsamt fólk sem ætti að hafa óbrenglaða dómgreind kýs að trúa fagurgala forsetans um eigið ágæti.

Sumir hrífast af „sterka stjórnmálamanninum“ jafnvel þótt hann sé augljóslega siðblindur kjáni. Stuðningsmenn Trumps töpuðu meira en 60 málum þar sem þeir reyndu að snúa við úrslitum kosninganna. Menn með minnstu sómakennd vita að réttarríkið er vörn almennings gegn yfirgangi og misferli, bæði frá ótíndum glæpamönnum og spilltum stjórnmálamönnum."

Dr.Benedikt getur þar með fullyrt að 74 milljónir Bandaríkjamanna séu meiri fífl en hann sjálfur. Hann úrskurðar mig og alla ESB andstæðinga sömuleiðis fífl og siðblindingja.

Þessi maður titlar sig forsprakka stjórnmálalflokks sem kallar sig Viðreisn. Flokks sem mörgum finnst bara afrit af öðrum flokki landsölumanna sem kallast Samfylking studdum af hreyfingu sem kallar sig Pírata.

Hefur doktorinn ekki bara skrifað þarna góða lýsingu á sjálfum sér?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningabært fólk verða að gera upp við sig ÍSLAND, Fullveldi og Sjálfstæði varðandi næstu alþingiskosningar.

ÍSLENDINGAR eru á hálum ís varðandi ESB sinna og ESB tengsl í getulausri Evrópu.

Allar alþjóðlegar skammstafanir eru hættulegar fámenni okkar og þjóðareign frá fjöru til fjalla og fiskimiðum.

Við getum þetta allt sjálfir.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband