Leita í fréttum mbl.is

Verðbólga?

"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að hafa ákveðnar áhyggjur af mestu verðbólgu sem mælst hefur í sjö ár, en vonast til þess að þessi toppur mælist í eitt skipti og gangi svo til baka. 

Verðbólga síðustu tólf mánaða mældist 4,3 prósent í nýjustu útreikningum Hagstofunnar nú í janúar. Þetta er í fyrsta skipti síðan í desember árið 2013 sem verðbólga fer upp fyrir varúðarmörk Seðlabankans. Eitt af markmiðum bankans er að halda verðbólgunni sem næst tveimur og hálfu prósenti. Bjarni Benediktsson segir janúartölurnar hærri en spáð hafði verið.  

„Það er ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þessu. Auðvitað vonumst við til þess að þetta sé skammvinn hækkun, en við þurfum að fylgjast vel með þessari þróun. Það virðist vera nokkuð víða sem áhrifanna gætir til hækkunar. Mögulega erum við að sjá launahækkanir leka út í verðlag," segir Bjarni.

Hann segir að það sé Seðlabankans að bregðast við verðlagssveiflum: „Og við skulum vonast til þess að mál þróist ekki með þeim hætti að sú vaxtastefna sem við höfum notið góðs af að undanförnu þurfi að koma til endurskoðunar vegna þess. Þess vegna skiptir öllu máli að við stöndum saman gegn verðlagshækkunum í landinu, það eru miklir hagsmunir undir í því."

Þetta er ekki afmælisgjöfin sem fjármálaráðherra vildi fá?

Það má segja það, en við skulum vona að þetta sé mæling sem kemur í eitt skipti og gengur svo til baka. Við getum öll haft áhrif á það, fyrirtækin, opinberir aðilar, og það er mjög mikið undir að okkur takist að halda verðbólgunni undir þessum vikmörkum þar sem við viljum hafa hana," segir Bjarni, sem á 51 árs afmæli í dag."

Bjarna eru sendar hamingjuóskir í tilefni afmælisins. Hann ber af flestum öðrum þingmönnum að vizku og vexti.

Gengi krónunnar hefur áhrif á verðbólguna. Ef það styrkist lækkar verðbólgan. Evruspekingarnir gleyma yfirleitt þeim áhrifum sem mismunandi fasi íslensks efnahagslífs við þann evróspka hefur.Ferðamennskubúmmið kom hér en ekki þar svo eitthvað sé nefnt.

Það er sjálfsagt ekki fallegt að spyrja Bjarna hvaða áhrif opinberar hækkanir um síðustu áramót hafi haft á þessar verðbólgutölur,brennivínið sem annað? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er það ekki hið opinbera (Ríkið og sveitarfélögin) sem ruddi brautina  með verðhækkanir um áramótin, sem svo höfðu áhrif til hækkunar verðbólgu???????????

Jóhann Elíasson, 26.1.2021 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband