1.2.2021 | 10:13
Alvörumál
fjallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um í Mbl. í dag.
Þar rekur hann hverskonar öfugþróun Íslendingar reka gagnvart hælisleitendum. Engu líkara er að Íslendingar vilji fjölga umsóknum til landvistar hérlendis sem allra mest.
En hver er kostnaðurinn við þessa stefnu? Hefur þjóðin ráð á því að taka við þúsund hælisleitendum á mánuði og taka þá til framfærslu að borði og sæng?
En Sigmundur skrifar:
"Fyrr í vetur skrifaði ég grein um þá staðreynd að fjöldi hælisumsókna á Íslandi er nú orðinn margfalt meiri en í öðrum ríkjum Norðurlandanna miðað við fólksfjölda. Síðan þá hafa birst nýjar tölur sem draga þetta enn betur fram eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu. Ekki er langt síðan hlutfall umsókna var langlægst á Íslandi enda landið ekki fyrsti áfangastaður hælisleitenda.
Það sem hefur gerst síðan þá er að hin Norðurlandaríkin hafa markvisst unnið að því að draga úr slíkum umsóknum á meðan íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvarðanir sem auglýsa Ísland sem vænlegan áfangastað.
Hlutfallslega eru umsóknir á Íslandi nú sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku. Það er afleiðing þeirra skilaboða sem þau lönd hafa sent frá sér og þeirra skilaboða sem berast frá Íslandi.
Nýverið sagði forsætisráðherra Danmerkur að markmiðið væri að enginn sækti um hæli í Danmörku. Landið mun áfram taka við flóttafólki en það vill hafa stjórn á því hverjum er boðið þangað.
Þrátt fyrir takmarkanir
Athygli vekur að þrátt fyrir verulegar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar hefur dregið mun minna úr hælisumsóknum á Íslandi en í fyrrnefndum nágrannalöndum.
Í júlí síðastliðnum, eftir að lítillega var slakað á ferðatakmörkunum, kom mesti fjöldi sem komið hefur til landsins á einum mánuði frá því 2017 en það ár sóttu 1.096 manns um hæli hér á landi.
Flestir þeirra sem leita hælis á Íslandi hafa þegar fengið hæli (alþjóðlega vernd) annars staðar, eiga ekki rétt á hæli eða áttu að sækja um í löndunum sem þeir fóru í gegnum á leiðinni til Íslands. Það er þrátt fyrir að skilyrðin fyrir hælisveitingum hafi verið rýmkuð verulega á Íslandi að undanförnu.
Það virðist ganga óhemju erfiðlega að afgreiða hinn mikla fjölda umsókna.
Það er afleiðing af ákvörðunum stjórnvalda fremur en vinnu þeirra sem falið er að sjá um verkefnið.
Á síðasta ári lagði Miðflokkurinn fram þingsályktunartillögu um hvernig bæta mætti þar úr m.a. með beitingu 48 tíma reglunnar svo kölluðu sem Norðmenn hafa beitt árum saman.
Stjórnvöld bæta í
Viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar ganga áfram þvert á það sem er að gerast í hinum Norðurlandaríkjunum.
Nú birtist aftur frumvarp félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um málefni innflytjenda.
Það tókst að taka málið út af dagskrá síðasta þings og það var hvergi að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar við upphaf þessa þings. Tilgangur málsins er sá að jafna stöðu þeirra sem leita til Íslands hvernig sem þeir koma. Hvort sem þeim er boðið hingað eftir að staða þeirra hefur verið metin í samráði við flóttamannastofnanir eða mæta sjálfir til landsins, löglega eða ólöglega.
Ef slíku fyrirkomulagi, með úthlutun húsnæðis og öðrum stuðningi, yrði komið á hér á sama tíma og nágrannalöndin fara í þveröfuga átt væri verið að setja stóran rauðan hring um Ísland sem áfangastað, meðal annars fyrir glæpagengi sem taka oft aleiguna af fólki með því að selja því væntingar um betra líf á nýjum stað.
Eftir að breytingar voru gerðar á móttökukerfi flóttamanna í Finnlandi komu þangað fljótlega 50-60.000 flóttamenn frá tilteknu landi. Í ljós kom að straumurinn hefði áður legið til Belgíu en breytingin sem Finnarnir töldu smávægilega hafði fært hann til þeirra.
Breytingin sem íslensk stjórnvöld boða er hins vegar ekki smávægileg. Afleiðingin yrði sú að þúsund umsóknir á ári gætu margfaldast hratt. Ef ekki yrði stefnubreyting myndi umsóknum halda áfram að fjölga þangað til ekki yrði við neitt ráðið fyrir 350.000 manna þjóð.
Reynsla nágrannalandanna sýnir að það er ólíklegt að gripið yrði til ráðstafana í tæka tíð. Á meðan mun kostnaðurinn við málaflokkinn margfaldast og geta okkar til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda mun líða fyrir.
Eðli vandans
Stefnumótun eins og sú sem ríkisstjórnin boðar virðist byggjast á því að menn skilji ekki vandann en vinni þess í stað stefnu út frá yfirbragðinu (eins og algengt er nú til dags). Stefnu byggða á sýndarmennsku fremur en raunverulegum lausnum.
Það var lærdómsríkt að ferðast til Möltu og Líbanons til að kynna sér vandann af eigin raun. Langflestir þeirra sem bjuggu í flóttamannabúðunum þráðu að komast aftur heim. Það skortir hins vegar mjög á að Vesturlönd veiti þann stuðning sem þarf á slíkum stöðum. E.t.v. telja menn að góðmennska þeirra sé ekki nógu sýnileg ef hún birtist í fjarlægu landi.
Evrópusambandið viðurkennir að flestir þeirra sem sækja um hæli séu í leit að betri kjörum og betra lífi fremur en eiginlegir flóttamenn. Fyrir liggur að stórhættuleg glæpagengi skipuleggi þessar ferðir að miklu leyti. Þau halda úti facebooksíðum, dreifa auglýsingum á götuhornum og leita allra leiða til að selja fólki óraunhæfar vonir um betri kjör.
Upplýsingar um bestu áfangastaðina dreifast hratt á samfélagsmiðlum. Á Möltu var ég upplýstur um hvernig glæpagengin starfa í Norður-Afríku. Fólk sem hefur oft borgað um 10.000 dollara eða evrur á mann er flutt víða að frá Afríku og Asíu og svo sett í ofhlaðna báta á norðurströnd Afríku.
Yfirleitt fylgja björgunarvesti og einn gervihnattasími ásamt símanúmerum hjá strandgæslum vestrænna ríkja eða bátum hjálparsamtaka. Markmiðið er að komast út fyrir landhelgi (oftast landhelgi Líbíu) og hringja þá eftir aðstoð og gefa upp staðsetninguna.
Þannig eru strandgæslan og hjálparsamtök komin í þá sérkennilegu stöðu að veita þjónustu fyrir glæpasamtök og gera þeim kleift að selja fólki lífshættulega bátsferð.
Í heimsóknum til stofnana sem vinna á vettvangi við að fást við straum flótta- og förufólks var ég sérstaklega varaður við því að sett yrðu sérstök lög um móttöku barna á flótta. Slíkar reglur hafa valdið því að í mörgum löndum eru börn send af stað til Vesturlanda í von um að þau komist á áfangastað og tryggi fjölskyldunni réttinn á að fylgja á eftir.
Ekkert barn gengur eitt frá Afganistan eða Bangladess til Grikklands. Þau eru því oft sett í umsjá glæpamanna sem geta haft önnur markmið en að skila þeim á áfangastað.
Að læra af reynslunni
Vilji menn raunverulega hjálpa flóttafólki er mikilvægt að líta á staðreyndir en falla ekki í þá gryfju að vilja sýna eigin dyggð heima fyrir með aðferðum sem oft geta reynst skaðlegar. Fyrir þingkosningar í Danmörku kynntu Sósíaldemókratar tímamótastefnu í innflytjendamálum. Þar var leitast við að læra af biturri reynslu og tekið á flestu því sem misfarist hefur á liðnum árum og áratugum.
Lögð var áhersla á að Danir hefðu sjálfir stjórn á því hverjum væri boðið til landsins. Gerð var krafa um að þeir sem fengju hæli löguðu sig að samfélaginu og rakin atriði sem voru til þess ætluð að draga úr líkunum á því að glæpamenn seldu fólki Danmörku sem áfangastað.
Danir gera sér nú grein fyrir því að sterkt velferðarkerfi og opin landamæri fari ekki saman. Við ættum að líta til reynslu Dana og ígrundaðrar stefnu danskra jafnaðarmanna.
Hverfum frá þeirri yfirborðsmennsku sem einkennt hefur umræðu um þessi mál. Umræðu þar sem þeir sem sem benda á staðreyndir og leita leiða til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda eru kallaðir öllum illum nöfnum til að hindra rökræðu og viðhalda tálsýn.
Fyrsta skrefið er að hætta að gera ástandið verra með frumvörpum eins og því sem ríkisstjórnin boðar nú."
Ég sé ekki annað en að hér sé um kosningamál að ræða. Ég sé ekki betur en að hugsandi fólk muni velta stefnu stjórnmálaflokkanna í innflytjendamálum vandlega fyrir sér og meta þann kostnað sem stefnan er að hafa í för með sér.
1000 hælisleitendur á mánuði kosta ef til vill 50 milljónir. Hefur íslenska velferðarkerfið ráð á þessu? Húsnæðiskerfið? Heilbrigðiskerfið?
Eru hælisleitendamálin ekki alvörumál og jafnvel meiriháttar kosningamál?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Er þá ekki bara MIÐJUFLOKKURINN betri kostur
heldur en sitjandi ríkisstjórn?
Jón Þórhallsson, 1.2.2021 kl. 10:34
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er maður og ÍSLENDINGUR, sem skrifar af áhuga fyrir Landið okkar og framtíð. Hann er ekki ESB sinnaður og boðar sannleikann um vandamálin á Alþingi varðandi hælisleitendur, sem skal stöðva, "nema í gegnum ástina". Orkan, virkjkanir eiga hlut hans allan.
ÍSLAND er eyja með landamæri og löggæslu. Leggjum niður deildina, sem hugar að hælisleitendum, sem fjölga sér takmarkalaust. Eru menn eða konur að "græða" af þessum innflutningi hælisleitenda? Hættum kynjaþvælu og kjósum leiðtoga og þjóðernissinna inn á virt Alþingi.
ÍSLAND lítur út, sem illa rekið ESBland, sem þjóðin mótmælir sterklega. Við erum ekki innan ESB.
Næstu kosningar snúast um faraldur hælisleitenda, orkuna, bændur, gróðurhúsin og fiskveiðar, sem bera af öllum þjóðum varðandi vísindi og veiðar. Seljum þetta allt sjálfir án aðstoðar ESB, sem er gagnlaust Evropu og Norðurlöndum.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 1.2.2021 kl. 12:09
Rétt Halldór, vitaskuld munum við kjósendur, og einkum við sjálfstæðismenn, velta stefnu flokkanna í innflutningi hælisleitenda fyrir okkur. Undir stjórn ungfrúar Sigurbjörnsdóttur og Gulla sést hver stefna forystu Sjálfstæðisflokksins er:
Per höfðatölu flytja þau inn sex sinnum fleiri hælisleitendur en t.d. Danmörk. Undir stjórn þeirra er opingáttastefnan algjör, enda meiri ESB þjónkunarsinnar en ESB landið Danmörk.
Vituð þér enn, eða hvað?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.2.2021 kl. 12:11
Pia Kærsgaard hin danska kom til Íslands til að gleðjast með kynsystrum sínum frá Alþingi á tugmiljóna pallinum á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Vinstri konur gerðu aðsúg að Piu vegna skoðana hennar á hælisleitendum. Pia hafði rétt fyrir sér því nú skilja allir vandann og sérlega við í fámenni okkar.
Við Sjálfstæðismenn verðum að keppa og kjósa ofurflokk, sem sinnir að fullu sjálfstæði okkar og fullveldi, sem tryggja tungumálið, söguna og landafundi aftur í aldir.
Fækkum ESB sinnum á Alþingi og stjórnmálaflokkum sama sinnis, sem kjósa það að "svíkja" ÍSLAND. Við viljum ekki vera húskarlar í eigin landi.
Sigmundur Davíð og Bjarni ættu að vinna saman eftir næstu kosningar með einn ofurflokk, sem tryggði sigur á öllum stöðum. ÚT með hælisleitendur, Loftlags og Óbyggðadrauma og lækkun skatta, lækkun á rafmagni fyrir okkur og gróðurhúsin svo eitthvað sé nefnt. Hættum að vera Alþjóðlegir, sem kosta okkur miljarða. HÆTTUM að selja Landið okkar til erlendra auðkýfinga og stórþjóða. STOPP.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 1.2.2021 kl. 21:52
Hver er skoðun Bjarna á afstöðu til ESB og Viðreisnar? Veit það einhver?
Halldór Jónsson, 2.2.2021 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.