Leita í fréttum mbl.is

Skríll

virðist hafa þá náttúru að þurfa að hlaupa til að finna sér einhverja réttlætingu í að setja bletti sína  á atburði hversdagsins.

Skríllinn sem réðst á Þinghúsið í Washington er algerlega sömu gerðar og fiflið sem fannst sniðugt að skjóta á bíl borgarstjórans.

Hvað gengur svona heimskingja til? Hvað þykist hann vera? Einhver stjórnmálaspekingur?

Ég gef ekkert fyrir Dag B. Eggertsson og hans borgarstjórn. það sem ég er hinsvegar mest á móti í hans fari og fylgihnatta er umferðarstefna hans.

Hann þarf fleiri en eitt bílastæði fyrir sig þar sem hann er auðvitað ekki að hjóla á milli atburða í sínu starfi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir lætur líka keyra sig milli góðbúanna þar sem hún hjólríður ekki daglega og Hjálmar Sveinsson ekki heldur að ég best veit. Þetta fólk er þess vegna líka ómerkilegt til viðbótar við delluna sem það heldur fram og praktísérar ekki það sem það prédikar.

En að fara að skjóta á bílinn hans Dags er meiri heimska en að slíkir menn eigi að eiga skotvopn eða ganga lausir.

Og af hverju er Bolli að búa til ágætt myndband til að vekja athygli á spillingu og sérgæsku Dags þegar meirihlutinn um bílastæðakaup Dags er sannur. Dagur hefur keypt sér bílastæði og ráðstafað óhemju fé í fegrunaraðgerðir við heimili sitt. Af hverju er Bolli að bakka með þetta? Dagur er ekki óspilltur stjórnmálamaður á Óðinstorgi.

En skríl þarf með einhverjum ráðum að hindra í óhæfuverkum. Það síðasta sem við andstæðingar Dags þurfum er að einhverjir fái samúð með honum. Berjum á honum með orðsins brandi en ekki skrílslátum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta hefur margar hliðar

Segjum sem svo að þú farir niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælum. Áður en þú veist af þá er "skríllinn" byrjaður að kasta grjóti, brjóta rúður, slást við lögreglu svona allt það venjulega

Eða aðalræðumaðurinn fer að hrópa að Sjálfstæðisflókkurinn sé krabbamein sem þurfi að útrýma og  byrja ætti á því að skjóta alla barnaníðingana í Valhöll

Fer maður bara heim eða reynir maður að mótmæla mótmælunum 

Grímur Kjartansson, 1.2.2021 kl. 22:27

2 identicon

Brandaraborgin á sína sögu. Kaus einhver Dag B.til forystu? Er hann að kafna af aumlegum kerlingum, sem dilla sér í húsi Davíðs, sem frekjast með allt niður um sig í "dauðri" miðborg í miljarða skuldum. Síðan kemur Borgarlínan ofl. sem ríkinu er ætlað að greiða ásamt nágranna bæjum Reykjavíkurborgar.

Margt hefur verið lagt á suma hópa samfélagsins, sem eru reiðir og áhyggufullir með stöðu sína og fjölskyldna. Nenna menn lengur í miðbæinn og örugglega ekki að kvöldi til?

Við lærum margt af ástandi ESB landa og getuleysi. Mótmæli hér og þar um allt og ekkert. Smábörnin eru flutt í rútum og bílum á Austurvöll til að láta þau mótmæla og hafa skoðanir á "öllu", sem vittlaust er.

Þetta líður hjá með leiðindin við Dag, en nauðsinlegt er að halda uppi aga og reglu í okkar fámenna landi. Sveltum ekki lögregluna og víkingasveitina.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 2.2.2021 kl. 10:44

3 identicon

Ég var að hlusta á fréttir varðandi brúna yfir Elliðavog.

Ég fellst á skoðun Dags B. varðandi JARÐGÖNG undir Elliðavog, sem verður hættulaus í sólarhrings notkun.

Brúin yfir hafinu undir særoki og veðrum gæti verið hættuleg?

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 4.2.2021 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband