Leita í fréttum mbl.is

28.6% fullorðinna Breta

hafa fengið fyrstu bólusetningu. 15.6 milljónir Breta hafa fengið skot.Og þeir eru ekki einu sinni í EES.

Hvað er Svandís búin að bólusetja mörg prósent Íslendinga? Skyldi það vera leyndarmál? Nær fjöldinn meira en góðu prósenti? Dýrð sé EES og því öllu saman.

Bretar segjast vera að fást við tvær pestir. Önnur er vírusinn og hin eru falsfréttir af bólusetningum.

Þórólfur heldur að við fáum 70.000 skammta eftir mánuð.

Við sláum Bretum kannski við með tímanum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

8330 búnir að fá fyrri sprautu, 5757 báðar eða samtals 14087. https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni

Við hefðum getað látið Háskólann þróa bóluefni á okkar kostnað og keypt nokkra milljón skammta áður en lokið væri prófunum og leyfisveitingum eins og Bretar gerðu. Sett nokkra tugi milljarða í efnakokkteil sem óvíst væri að kæmi að gagni, hefði Bjarni Ben viljað opna budduna í þeim spilasal.

Við allavega eigum ekkert inni hjá bóluefnaframleiðendum og hefðum þurft að bíða eins og aðrir sem ekki hafa lagt neitt til og hafa ekkert að bjóða. Þú værir enn óbólusettur ef ekki væri fyrir EES og ESB. Minntu okkur nú á hvað Bjarni vildi setja mikið í óprófuð bóluefni og þróun bóluefna? Forgangur Ísraela, Breta og ESB var þeim ekki ókeypis.

Vagn (IP-tala skráð) 15.2.2021 kl. 21:43

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Til hamingju Vagn með hófstilltan stíl og greinargóðan. Þú getur þetta alveg.

Halldór Jónsson, 16.2.2021 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418377

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband