Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin sleikir okkur upp

eftir  því em Björn Bjarnason segir:

"

dagur 15. febrúar 2021 9:14

Samfylking sleikir sárin

Má segja að þessir tveir flokkaflakkarar úr VG inn í Samfylkingu og Pírata séu einskonar tákngervingar stefnunnar sem nú er fylgt af Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.

Kynnt var með hefðbundinni sjálfumgleði Samfylkingarinnar fyrir nokkrum mánuðum að farin yrði svonefnd „sænsk leið“ við val á framboðslista flokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna 25. september 2021. Mátti skilja það svo að með vörumerkinu „sænska leiðin“ væri búið í haginn fyrir friðsæla framtíð þar sem flokkssystkini féllust að lokum sátt og glöð í faðma vegna niðurstöðunnar. Að ýmsu leyti hefur fallið á „sænsku leiðina“ undanfarið og má þar nefna þrennt: útlendingamál, vændi og kórónuveiruna. „Sænska leiðin“ hefur ekki endilega reynst greiðfær að yfirlýstu markmiði. Þegar litið er til ástandsins innan Reykjavíkurdeildar Samfylkingarinnar að loknu framboðslistaferlinu ríkir hvorki friðsæld þar né hamingja.

Ferlinu lauk á fjarfundi fulltrúaráðs Reykjavíkurdeildarinnar laugardaginn 13. febrúar. Þar greiddu 280 atkvæði og hlaut tillaga uppstillingarnefndar 221 atkvæði. Á listunum eru 44 frambjóðendur eða 20% þeirra sem staðfestu listann eins og Andrés Magnússon áréttar í Morgunblaðinu í dag (15. febrúar). Á fjarfundum skella menn ekki hurðum til að lýsa óánægju sinni en fréttir undanfarna daga sýna að aðferðin við val á frambjóðendum skilur eftir sig reiði og sárindi.

Af fyrrgreindri frásögn í Morgunblaðinu má ráða að undirmál við val á framboðslistans í Reykjavík megi rekja til Loga Einarssonar flokksformanns sem býr á Akureyri og býður sig fram í norðausturkjördæmi. Sagt er að hann hafi viljað nýja ásýnd og áherslur flokksins.

Á flokksþingi haustið 2020 var höfuðboðskapur Loga einmitt að Samfylkingin ætti að sigla til vinstri. Hann endurtók gamalkunnugt stef Jóhönnu Sigurðardóttur um að ekki væri unnt að stjórna landinu án þess að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá landstjórninni.

SamfLogi vill sambræðslu með Pírötum og þingmönnum sem sagt hafa skilið við VG undanfarin misseri. Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk til liðs við Samfylkinguna úr VG og náði hátt á lista í Reykjavík eftir „sænsku leiðinni“. Andrés Ingi Jónsson settist á þing 2016 á lista VG í Reykjavík norður. Hann ætlar nú í prófkjör hjá Pírötum og segir: „Frá því að ég hóf störf sem þingmaður hef ég alltaf unnið vel með Pírötum á þingi.“

Má segja að þessir tveir flokkaflakkarar úr VG inn í Samfylkingu og Pírata séu einskonar tákngervingar stefnunnar sem nú er fylgt af Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.

Andrés Magnússon segir að Samfylkingin vonist jafnframt eftir að tína atkvæði af Pírötum. Popúlískir taktar Helgu Völu Helgadóttur alþingismanns bendi til þess og frambjóðendur í Reykjavík eins og Jóhann Páll Jóhannsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, fv. Pírati, og fleiri. Raunar sé Jóhann Páll, fv. blaðamaður á Stundinni, hugmyndafræðingurinn að baki tilraun Loga formanns til „að breikka flokkinn til vinstri“.

Ástæða er til að velta fyrir sér hvað felst í þessari vinstri stefnu. Hver veit það? Hver eru viðmiðin þegar litið er til norrænna nágrannalanda? Eða Evrópulanda almennt? Getur einhver svarað þessari spurningu?"

Furðulegt ef einhverjum dettur það í hug að pólitískt hjálpræðið komi frá þessu liði sem ætlar að sleikja okkur upp með lygum og falsi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Allt í steik og allir í sleik hjá Samfylkingunni!

Ætli Matthías viti af þessu?!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.2.2021 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband