Leita í fréttum mbl.is

Vð Reykjavíkurtjörn

er texti sem er stundum  að sækja á mig upp úr þurru undanfarið. Svo vel finnst mér þetta ort að jafnvel Dagur B. gæti varla gert betur.

"Við Reykjavíkurtjörn
á rölti eftir dansleik
ég stúlku leit,
og nú ég veit
að þá fór lífið á stjá.
Þá sælu sumarnótt
sungu regnvot stræti
um hamingjuna sem þar var
rétt innan seilingar.

Í bárujárnshús við Bergþórugötuna
bar ég okkar skrifpúlt, stól og rúm.
Gleði og trú, bjartsýni æsku og von
borgarbarna vegarnesti var.

Ennþá niðr á tjörn
ég einatt reika á kvöldin.
Og margt ég sá, sem minnti á
það allt sem lifði ég þá.

Þá sælu sumarnótt
sungu regnvot stræti
um hamingjuna sem þar var
rétt innan seilingar.

Og bárujárnshús við Bergþórugötuna
bíða þess að lifna eitt og eitt
af gleði og trú, bjartsýni æsku og von
barna sem að hefja lífið þar."

Sjálfsagt má maður ekki lýsa ánægju sinni á þessum erindum vegna þess hversu mikið tabú höfundurinn er í hópi réttrúaðra. Bragarhátturinn er líka dálítið sérstakur og óvenjulegur.

En ég varð að losna við þetta úr heilabúinu einhvern veginn og reyni að pára þetta niður í þeim tilgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minn ágæti, takk fyrir flotta færslu,takk. Þú ert duglegur og svo kemur þú oft með greinar sem birtast í Mogganum okkar. Í dag eru þrjár athyglisverða greina að mínu mati. Fyrst Óli Björn sem ég setti no 1 í prófkjörinu síðast, um hag landsbúa. Svo Viðar Guðjohnsen um okkar kristnu trú og framtíð hennar. Svo Ásgeir Ingvarsson um skaðsemi komúnisma sbr Kúbu. Þessar greinar mættu koma fyrir augu fleiri en lesenda Moggans.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 17.2.2021 kl. 09:02

2 identicon

Gullfallegar minningar um Reykjavík og Reykjavíkurtjörn.

Skoðanir um breytingar og pólutík eru alls ráðandi um breytingar á höfuðborginni.

Hér er ein tillaga til viðbótar við Grænu borgina, göngu og hjólastíga og bíllausa miðborg:

REYKJAVÍKURTJÖRN: Hvernig væri að veita henni í fallegum "BÆJARLÆK" til sjávar með fallegum brúm fyrir gangandi fólk og fuglalíf og gondólum á Reykjavíkurtjörn?

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 17.2.2021 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418366

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband