24.2.2021 | 11:13
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokksins er þarflegt fyrir okkur gamla flokkshesta að rifja upp öðru hverju. Okkur finnst oft bera af leið og flokkurinn ekki fara eftir okkar óskum sem við vildum.
Það er því þarft þegar Óli Björn Kárason, sem er einn styrkasti hugmyndafræðingur flokksins rifjar upp sögu okkar og stefnumál.
Óli Björn skrifar í dag í Morgunblaðið:
"Ég leita reglulega í skrif og ræður forystumanna og hugsuða Sjálfstæðisflokksins á síðustu öld. Við getum sagt að ég sé að leita til upprunans til að skerpa hugmyndafræðina. Í aðdraganda kosninga er er gott að sækja þangað skotfæri. Eftir því sem árin líða hef ég sannfærst æ betur um hversu nauðsynlegt það er, ekki síst fyrir stjórnmálamenn samtímans og kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sérstaklega, að þekkja söguna og öðlast þannig betri skilning á eigin hugmyndum og hugsjónum fá tilfinningu fyrir þeim jarðvegi þar sem ræturnar liggja.
Þótt aðstæður breytist og viðfangsefnin séu oft önnur og jafnvel flóknari, hafa grunnatriði hugsjóna Sjálfstæðisstefnunnar ekki breyst. Það hefur verið gæfa Sjálfstæðisflokksins að hafa átt öfluga hugmyndafræðinga og forystumenn sem hafa haft burði til að marka stefnuna og meitla hugsjónirnar. Og aðeins þannig geta kjósendur fengið það á hreint fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur; takmörkuð ríkisafskipti, lága skatta og aukið frelsi einstaklinganna. Allt samtvinnast þetta í áherslu á fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna, öflugt almannatryggingakerfi og traust heilbrigðiskerfi þar sem þarfir hinna sjúkratryggðu eru í forgrunni.
Í hugum sjálfstæðismanna er uppbygging menntakerfisins besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgi. Baráttan fyrir atvinnufrelsi gegn höftum er inngróin og að baki liggur sannfæring um undramátt frelsisins svo vitnað sé til orða Bjarna Benediktssonar (eldri).
Afnám allra sérréttinda
Á fundi Heimdallar 1939, áratug eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, flutti Jóhann Hafstein erindi um sjálfstæðisstefnuna. Þar lagði hann áherslu á að þjóðskipulagið eigi að verða til þess að lyfta hverjum og einum, en ekki kæfa einstaklingana. Lýðræðið sé byggt á hugsjón jafnréttis, þ.e.: 1. afnámi allra sérréttinda, sem bundin eru við aðal, nafnbætur, fjármagn eða annað slíkt, 2. jöfnum lífsmöguleikum, 3. hlutfallslega jöfnum áhrifum á þjóðfélagsmálefni með almennum kosningarétti. Til þess að lýðræðið geti notið sín var það augljóst í huga Jóhanns að einstaklingarnir verða að geta notið þjóðfélagslegs frelsis, sem greinist aðallega í tvennt; athafnafrelsi og skoðanafrelsi, er aftur skiptist í ritfrelsi og málfrelsi samfara fundafrelsi.
Jóhann var aðeins 24 ára gamall þegar hann flutti erindið en varð síðar forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að ekki þurfi víðsýna hugsun til þess að sjá, að einmitt þar, sem hlúð er að persónuleika og sjálfstæði einstaklinganna, hlýtur jarðvegurinn að vera frjósamur fyrir lýðræði. Í slíkum jarðvegi getur hvorki einræði né ofbeldiskennt flokksræði fest rætur.
Frelsið er frumréttur
Rauði þráðurinn í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hefur því frá upphafi verið sjálfstæði einstaklingsins, atvinnufrelsi, eignaréttur og sú sannfæring að ríkið sé til fyrir borgarana og starfi í þeirra þágu og í umboði þeirra. Í tveimur ritgerðum sem birtust árið 1958 í Stefni, tímariti SUS, segir Birgir Kjaran að sjálfstæðisstefnan byggist á trúnni á manninn, þroskamöguleika hans, hæfni til þess að stjórna sér sjálfur, til að velja og hafna og til að leita sjálfur að eigin lífshamingju án þess að troða öðrum um tær eða þurfa á fyrirsögn eða handleiðslu annarra manna að halda um eigin mál.
Í krafti þessarar trúar eigi einstaklingurinn að njóta mannhelgi frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi. Þess vegna sé það æðsta takmark samfélags að veita einstaklingnum allt það frelsi sem hann þarfnast til þess að fá að fullu notið hæfileika sinna og mannkosta án þess að þrengja eða óvirða rétt annarra einstaklinga eða tefla öryggi þjóðarheildarinnar í hættu. Birgir orðaði þetta svo:
Sérhver einstaklingur er því verðmætasta eining þjóðarfélagsins, en ekki sérhver stétt eða aðrar félagseiningar, eins og sumar aðrar þjóðfélagsstefnur vilja láta í veðri vaka.
Ríkið hefur engan tilgang í sjálfu sér, og síst af öllu eru þegnarnir til vegna ríkisins. Ríkið er aðeins rammi utan um þjóðfélagið. Ríkið er til vegna þjóðarinnar og aðeins vegna hennar. Engu að síður er ríkið þýðingarmesta tæki þjóðarinnar sökum þess fjölbreytilega hlutverks, er það getur gegnt.
Báknið burt opin stjórnsýsla
Eyjólfur Konráð Jónsson Eykon var óþreytandi að minna félaga sína á að hlutverk Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum sé fyrst og síðast að innleiða meira frjálsræði, minni ríkisafskipti, öflugra einkaframtak, minni ríkisumsvif auka svigrúm fyrir athafnir og tryggja framtaksmönnum frelsi. Í ræðu á Varðarfundi 1977 sagði Eykon: Hlutverk flokka og stjórnmálamanna er ekki að fyrirskipa hvað eina og skipuleggja allt. Það er hlutverk þeirra, sem beina aðild eiga að atvinnurekstri. Þeim ber að sjá um samkeppnina og arðsemina. Sama ár hófu ungir sjálfstæðismenn baráttu fyrir minni ríkisumsvifum undir kjörorðinu Báknið burt.
Sú barátta tónaði vel við landsfund fjórum árum áður þar sem ungt fólk markaði stefnu Sjálfstæðisflokksins um aukið atvinnufrelsi, opnara samfélag og um opna stjórnsýslu og aðgengi allra að upplýsingum. Frjálslynd íhaldsstefna með róttækri markaðshyggju með áherslu á valddreifingu, frelsi einstaklingsins, opna stjórnsýslu og upplýsingafrelsi hefur átt samhljóm með Íslendingum, jafnt þeim eldri en ekki síður þeim yngri. Hér skal fullyrt að í engum íslenskum stjórnmálaflokki hefur ungt fólk verið áhrifameira en í Sjálfstæðisflokknum. Það hefur rutt brautina með nýjum hugmyndum sem allar eru reistar á grunngildum flokksins. Og ungu fólki hefur verið treyst.
Bjarni Benediktsson (eldri) varð borgarstjóri aðeins 32 ára. Geir Hallgrímsson var tveimur árum eldri þegar hann tók við sem borgarstjóri. Davíð Oddsson var á sama aldri þegar hann settist í stól borgarstjóra og 43 ára varð hann forsætisráðherra. Gunnar Thoroddsen varð borgarstjóri 37 ára. Friðrik Sophusson tók við embætti varaformanns 38 ára. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var þrítug þegar hún varð ráðherra og 31 árs var hún kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir settist í ráðherrastól 29 ára gömul.
Í krafti trúarinnar á einstaklinginn hefur ungt fólk verið áhrifamikið innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hver og einn á að njóta hæfileika sinna en er ekki dæmdur út frá aldri, kyni, trú, kynhneigð, stétt eða uppruna. Rætur sjálfstæðisstefnunnar liggja í þessum jarðvegi. Í aðdraganda kosninga er gott fyrir yngri jafnt sem okkur eldri sjálfstæðismenn að vökva ræturnar."
Þetta er þörf yfirferð hjá Óla Birni sem er holl fyrir okkur Sjálfstæðismenn að rifja upp fyrir okkur.Grunnstefnu flokksins hefur aldrei verið breytt frá stofnun 1929.Sjálfstæðisstefnan er hefur staðið af sér alla storma tíðanna og stendur enn óhögguð. Þrátt fyrir stöðugar árásir allskyns mýrarljósa og beturvitenda í Samfylkingarflokkunum og þaðan af vitlausari samtaka, þá er það ljóst að flokkurinn ætlar að "vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Einfaldari eða skýrari getur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins varla orðið fyrir þá sem honum vilja fylgja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll Halldór
Það er hollt og nauðsynlegt að skoða söguna og ekki síst fyrir stjórnmálamenn. Flokkar eru mis gamlir en allir stofnaðir um einhverja stefnu. Sumum auðnaðist að setja fram stefnu sem stenst tímans tönn, meðan aðrir þurfa sífellt að endurnýja sínar. Þeir flokkar endast gjarnan stutt.
Sagan kennir okkur hvað gott er og hvað slæmt. Því getum við ekki horft til framtíðar nema skoða söguna. Stjórnmálamenn eru hins vegar þeirrar náttúru haldnir, flestir, að horfa hvorki fram á við né til baka, taka líðandi stundu sem heilögum sannleik og opna hellst ekki munn sinn nema til að gagnrýna einhver smáatriði sem skipta framtíðina litlu máli.
Það er því gleðilegt þegar þingmaður segist horfa til sögunnar, þegar hann spáir í framtíðina. Sjálfsagt til fleiri sem slíkt stunda. Verra er að þeir virðast hellst gera slíkt í aðdraganda kosninga en gleyma síðan öllu að þeim loknum.
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur Sjálfstæðisflokki tekist að fjarlægjast sína sögu meira en nokkurn tíman áður, jafnvel svo að spurning er hvort um sama flokk sé að ræða.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 24.2.2021 kl. 15:51
Ég hef ekki staðið Óla Björn Kárason að hentistefnu heldur finnst mér hann stöðugur í trúnni.
Halldór Jónsson, 25.2.2021 kl. 12:51
Formennirnir setja sitt marká flokkinn. Bjarni Ben hefur annan stíl en aðrir og mér og þér líkar misjafnlega sumt en margt gott er líka um Bjarna þío ekki sé það allt gott sem eftir hann liggur.
Halldór Jónsson, 25.2.2021 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.