Leita í fréttum mbl.is

Áminning vegna umferðar

er þörf grein Arnar Þórðarsonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík  sem birtist í Morgunblaðinu í dag:

Örn skrifar:

"Hve lengi ætlar ríkisstjórnin að láta meirihlutann í Reykjavík teyma sig á asnaeyrunum?

Nú hefur samgönguráðherra tilkynnt að framkvæmdir við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, hættulegustu og slysamestu gatnamót í Reykjavík, verði ekki hafnar á árinu 2021 eins og samgöngusáttmálinn, sem undirritaður var í september 2019 og m.a. samgönguráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu við mikil fagnaðarlæti, heldur verði það ekki fyrr en árið 2025.

Engar aðgerðir næstu fjögur ár við þessi hættulegustu gatnamót borgarinnar.

Í yfirlýsingu sinni minntist ráðherra ekki einu orði á borgarlínu og þá tugmilljarða króna sem á að eyða í þá framkvæmd á næstu mánuðum og árum. Þar er verið að leggja í vegferð upp á 150-200 milljarða króna, sem aðallega Reykjavíkurborg, ríkissjóður og bíleigendur bera kostnað af. Það ævintýri virðist eiga að halda áfram athugasemdalaust.

Er ekki nóg komið af aðgerðarleysi í mikilvægum samgöngubótum í Reykjavík? Eða er það ætlunin að kostnaður við borgarlínu hafi forgang en aðrar samgöngubætur verði látnar mæta afgangi. Borgarlínufarsi meirihlutans á greinilega eftir að halda áfram gagnrýnislaust af hálfu ríkisins, en stór hluti af kostnaði við þá framkvæmd verður greiddur af ríkinu og flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, auk fyrirhugaðra veggjalda á bifreiðaeigendur.

Ekkert aðhafst í skipulagningu

Á tímabilinu 2019- 2021 hafði meirihlutinn í Reykjavik nægan tíma til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í skipulagi mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, en aðhafðist nánast ekkert í þeim efnum. Enda liggur fyrir að núverandi meirihluti í Reykjavík er andvígur mislægum gatnamótum þarna.

Þessi afstaða og vinnubrögð meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar eru síður en svo með öryggi og hagsmuni tugþúsunda bíleiganda í Reykjavík í huga.

Markmið meirihlutans virðist vera að gera bíleigendum eins erfitt fyrir og kostur er.

Nauðsynlegt er að samgönguráðherra geri nánari grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að fresta framkvæmdum við byggingu mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Bústaðaveg um fjögur ár."

Það er greinilegt að brotavilji meirihlutans gegn þeim yfirgnæfandi meirihluta kjósenda sem hefur valið sér einkabílinn sem samgöngumáta er þvílíkur að torbætanlegt tjón mun af hljótast áður en hans amtstíð lýkur.

Það er sama hvert litið er, þá svífur umferðarskemmdarfýsn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur yfir vötnunum en hún vill vinna það tjón sem hún má á öllu sem tengist bílaumferð almennings þó hún noti einkabílinn sjálf ekki síður en Dagur B.við Óðinstorg

Örn Þórðarson á þakkir skildar fyrir þessa þörfu áminningu um svikasöguna og klúðrið sem ríkisvaldið og nágrannasveitarfélögin hafa látið teyma sig út í af þessum borgarstjórnarmeirihluta.

Fyrr en þeim meirihluta í boði Þórdísar Lóu  hefur verið komið frá eru allar bjargir bannaðar í bættri umferðarmenningu á höfuðborgarsvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Það er dálítið fyndið og viss kaldhæðni að bifreiðaeigendur eiga að borga borgarlínuna að hluta til með veggjaldi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.2.2021 kl. 11:38

2 identicon

Rétt kæri Sigurður. Hvergi á að greiða veggjöld nema um jarðgöng, sem stytta leiðina og gera hana öruggari, samanber Hvalfjarðargöng. Nóg er bensinið dýrt og nálgast kr.250. líterinn. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband