Leita í fréttum mbl.is

Bragð er að þá...

Björn Bjarnason lítur yfir efnahagssviðið.

Hann segir m.a.:

"...

Allt er þetta til marks um að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skili góðum árangri, í raun betri en bjartsýnustu spámenn vonuðu. Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups halda stjórnarflokkarnir sínum hlut en Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn dala og 59% landsmanna segjast styðja ríkisstjórnina. Styrkur stjórnarinnar er þannig mun meiri en hrakspámenn töldu að hann yrði eftir langvinn átök við faraldurinn.

Vandræðin vegna bóluefna eru veikasta stoð hagstjórnarinnar en þar batt ríkisstjórnin trúss sitt við ESB. Eitt er að gera það við innkaup á bóluefnum annað að láta fordóma gegn bóluefninu AstraZeneca í ýmsum Evrópulöndum ráða ákvörðun um notkun þess hér.

Bretar hafa víðtækasta reynslu Evrópuþjóða af áhrifum bólusetninga og nú sýna athuganir þar að einn skammtur af annaðhvort AstraZeneca eða Pfizer bóluefnum minnkar líkur á að eldri borgarar yfir áttrætt þurfi sjúkrahúsvist vegna veirunnar um meira en 80%."

Ég vil taka undir bjartsýni Björns.Ég held að efnahagslífið muni taka nokkuð bratt við sér ef okkur tekst að halda veirunni í skefjum. Það er ótrúlegur uppsafnaður framkvæmdavilji meðal fólks, leiðinn á aðgerðaleysinu sparkar í okkur ekki síst. Við höfum ótal möguleika og alls ekki útilokað að bólusett fólk og skimað komi hingað í ferðalög.

Það er skelfilegt hvernig menn eins og Macron fá að dreifa falsfréttum um bóluefnin. Ég hef hann grunaðan um að grafa undan öðrum framleiðendum en Frökkum vegna gamalkunnugs þjóðernisrembings sem svekkir þá af því að þeirra lið er ekki tilbúið með neitt en sitja eftir í kapphlaupinu.

En bragð er að þegar Björn viðurkennir að við höfum verið of hallir undir ESB í bóluefnamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bóluefnin breyta því miður engu. Því það er ekki til neitt bóluefni við sálsýki.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.3.2021 kl. 00:04

2 identicon

Sæll Halldór, 

Er þetta hérna fyrir neðan hluti af þessum frábæra árangri í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar? 

Leynd yfir 1.375.705.025 kr. greiðslu til 26 fyrirtækja

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 338
  • Sl. sólarhring: 512
  • Sl. viku: 6128
  • Frá upphafi: 3188480

Annað

  • Innlit í dag: 302
  • Innlit sl. viku: 5208
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 288

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband