Leita í fréttum mbl.is

Orđ í tíma töluđ

kom afrá Birni Bjarnasyni:

"

Jafnađarmenn í Danmörku styrktu stöđu sína mikiđ međ ţví ađ draga skarpa línur í útlendingamálum. Mette Frederiksen, forsćtisráđherra Dana, heldur fast viđ ţessa hörđu útlendingastefnu samhliđa ţví sem hún lćtur sitt ekki eftir liggja til ađ tryggja dönsku ţjóđinni sem bestan ađgang ađ bóluefni.

Fimmtudaginn 4. mars fór danski forsćtisráđherrann í 3.000 km langa flugferđ til ađ hitta Benjamin Netanyahu, forsćtisráđherra Ísraels, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Jerúsalem og leggja á ráđin um sameiginlegan ţróunarsjóđ í ţágu bóluefnis. Hún tók ţar höndum saman viđ einn mesta hćgrimanninn í stóli forsćtisráđherra innan ESB til ađ brjótast undan Brusselvaldinu í bóluefnamálum auk ţess sem heimsókn ţeirra Kurz er talin styrkja Netanyahu í kosningabaráttu í Ísrael.

Nú fer Mette Frederiksen í fjögurra daga sóttkví eftir ferđalagiđ og danskir stjórnmálamenn í hennar flokki og stuđningsflokkum stjórnarinnar auk stjórnarandstöđunnar meta hvernig viđ framtaki hennar skuli brugđist. Burst hefur veriđ dregin úr nefi ESB-valdamannanna í Brussel.

Israel-denmark-austria-health-virusBenjamin Netanyahu, forsćtisráđherra Ísraels, Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, og Mette Frederiksen, forsćtisráđherra Danmerkur, í Ísrael fimmtudaginn 4. mars 2021.

Hreyfing kemst ekki á hluti nema einhver hreyfi viđ ţeim. Diljá Mist Einarsdóttir, ađstođarmađur utanríkis- og ţróunarsamvinnuráđherra og fulltrúi utanríkisráđuneytisins í flóttamannanefnd, vék ađ ţví í grein í Morgunblađinu fimmtudaginn 4. mars ađ viđ greiningu í utanríkisráđuneytinu á kostnađi viđ ţjónustu viđ hćlisleitendur og kvótaflóttafólk hefđu međal annars komiđ í ljós vandkvćđi vegna ţess „ađ hćlisleitendur fá nokkrar mismunandi kennitölur viđ komuna til landsins, t.a.m. eina frá Útlendingastofnun og ađra frá lögreglunni“. Vegna ţess sé nú „illmögulegt ađ hafa fulla yfirsýn yfir útgjöldin“.

Ţá segir Diljá Mist ađ ýmsir útgjaldaliđir vegna hćlisleitenda hafi vakiđ spurningar og segir: „Sem dćmi um útgjaldaliđi sem voru yfirfarnir má nefna lyf, sálfrćđiţjónustu, sjúkra- og iđjuţjálfun, gleraugu og heyrnartćki og aksturskostnađ. Er ţá ótalinn kostnađur viđ framfćrslu og húsnćđi. Ljóst er ađ kostnađur viđ heilbrigđisţjónustu viđ hćlisleitendur er stór útgjaldaliđur, en ţar međ talinn er kostnađur viđ ýmsa sérlćkna.“

Ţarna er hreyft vandkvćđum í málum sem snerta grunnţćtti samfélagsgerđarinnar, kennitölukerfiđ og greiđslur vegna sjúkrakostnađar sem er mjög viđkvćmt mál eins og umrćđur um samninga Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) viđ innlenda ađila sýna. Ţjóđskrá heldur á kennitöluskráningunni ­– getur veriđ ađ ţađ sé gert á ţann veg ađ opinberir ađilar sem leggja kennitölur til grundvallar í störfum sínum verđi ađ hanna eigiđ kennitölukerfi? Streymir fé sjálfkrafa út á kennitölur úr SÍ? Hér eins og annars stađar verđa til svikamyllur í kringum hćlisleitendur í ţví skyni ađ mjólka opinber kerfi sem veita félagslega ađstođ.

Áriđ 2019 voru útgjöld ríkisins vegna hćlisleitenda hátt í 4 milljarđar ISK en 867 einstaklingar sóttu hér um hćli ţađ ár. Biđlistarnir sem myndast í ţessu kerfi eru dýrkeyptir. Ţá verđur ađ stytta međ skörpum, gagnsćjum reglum og markvissri framkvćmd ţeirra."

Ţađ er margt skrafađ um hćlisleitendamál og yfirgnćfandi fylgi virđist viđ ţađ ađ reynt verđi ađ stýra útgjöldunum á einhvern hátt. En stefnan og framkvćmdin er hinsvegar ţveröfug. Ekkert virđist nógu mikiđ eđa rausnarlegt ţegar kemur ađ viđurgjörningi viđ ţessa óbođnu gesti.

Hugsanlega hlustar einhver á Björn Bjarnason og hans orđ í tíma töluđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 339
  • Sl. sólarhring: 512
  • Sl. viku: 6129
  • Frá upphafi: 3188481

Annađ

  • Innlit í dag: 303
  • Innlit sl. viku: 5209
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 288

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband