Leita í fréttum mbl.is

Heilsuverndarstöðin

í Reykjavík var til umfjöllunar í þætti Sigurðar H. Kolbeinssonar á Hringbraut þar sem Pétur H. Ármannsson  arkitekt fjallaði um bygginguna og sögu hennar.

Ég heimsótti ömmu mína Sigríði Jónsdóttur Ólafssonar Bjarnason títt á þessa stofnun en hún lá þar rúmföst árum saman ásamt annarri hetju henni Björgu sem lá þar lömuð með henni. Ég var ekki mikið að spá í arkitektúrinn á þeim árum eða annað sem við kom húsinu. En í þessum þætti opnuðust augu mín fyrir því hversu þetta hús er einstakt og eiginlega hrein snilld hvar sem á það er litið. Það er aðdáunarvert hversu vel og fullkomleg er gengið frá öllu, einkanlega  innanstokks. Hvergi neitt hálfkaraðp heldur öllu lokið frábærlega fallega.  Mér fannst ég vera að horfa á listaverk í þessum þætti.

Mér finnst að þessi bygging þurfi að varðveitast svo einstök sem hún er. Það var viss lenska meðal ungra arkitekta í þá daga að tala niðrandi um stílinn á húsinu  sem er sérstakur. En ég held að þær raddir séu hljóðnaðar þegar menn skoða heildamyndina. Vonandi verða málsmetandi menn til þess að leggja lóð af mörkum til að svo megi verða svo að fólk geti notið um ókomna tíð og lofa húsameistarann Einar Sveinsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEILSUVERNDARSTÖÐIN er sómi Reykjavíkur fyrir útlit og fagrar brúartengingar og góða lækna og viðskipti víða í húsinu. Rafall h/f, Holger P.Gíslason(faðir minn)sáu um raflagnir, og lyftuuppsetningar. Jón Ormsson eftirlitsmaður Reykjavíkurborgar, sá um uppáskriftir reikninga.

HEILSUVERNDARSTÖÐIN er glæsibygging, sem vonandi verður ekki kæfð með háhýsum.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 15.3.2021 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband