Leita í fréttum mbl.is

Kæru félagar

er Loga Má tamast á tungunni þegar hann ræðst til atlögu við fullveldi íslensku þjóðarinnar og krónuna. Allt skal víkja fyrir draumsýninni um að ganga í Evrópusambandið, taka upp Evru  og leggja niður fullveldið.

Hin pólitíska sýn er í sýnishorni svona:

"Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu. Og einna helst áhrif launahækkana á verðbólguna –. Hann ræðir minna um einn stærsta áhrifavaldinn á verðbólguna þessa dagana; krónuna.

Lönd með örmynt geta ekki leyft sér að auka peningamagn í umferð án þess að nýta þá peninga mjög skynsamlega.

Það er ótrúlegt að hlusta á fjármálaráðherra horfa algjörlega fram hjá stærsta áhrifavaldi verðbólgunnar í dag, veikingu krónunnar, en með velþóknun á mörg hundruð milljarða af nýju fjármagni sem fer í örvun fjármálamarkaða, en ekki til hagvaxtarhvetjandi verkefna; innviða, ráðninga á fólki. Það er svona samspil, léleg nýting á fjármagni og of margar krónur í umferð, sem veikja krónuna. Og auka ójöfnuð í landinu.

Þetta er ríkisstjórn sem er sátt við eignabólu og sátt við örmynt. Báðir þættir eru í þágu þeirra fáu, þeirra eignamestu. Ekki í þágu þjóðarinnar.

Að sama skapi hefðu stjórnvöld sem skilja eðli ábyrgrar hagstjórnar sett miklu meira púður í opinberar fjárfestingar til að mæta slakanum í hagkerfinu – staðreyndin er að opinber fjárfesting dróst saman um 9,3 prósent í fyrra, í sögulegri keppu.

Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur þagað þunnu hljóði yfir þessum samdrætti eða afsakað sig með því að það taki sinn tíma að koma framkvæmdum af stað – eins og það hafi ekki legið fyrir að flóknar framkvæmdir taka tíma.

Ríkisstjórninni hefði betur hlustað á tillögur Samfylkingarinnar um nánara samstarf við sveitarfélög - sem geta farið af stað með samfélagslega mikilvægar framkvæmdar, strax í dag – en skortir fjármagn.

Á tímum þar sem svigrúm til aðgerða er takmarkað, í landi með brothættan gjaldmiðil og mikla verðbólgusögu felst hin raunverulega ábyrga hagstjórn í því að beina peningunum þangað sem þeirra er þörf.

Að skapa störf, verja velferð fólks, framleiðslugetu fyrirtækja og lyfta undir með sveitarfélögum. Aðeins þannig getum við tryggt öfluga viðspyrnu, sótt fram, varið jöfnuð og komist stolt út úr þessu ástandi - öll saman.

Kæru félagar:!"

Mótsagnirnar eru gríðarlegar. Það skortir prentun á örmyntinni til að skapa störf. Það er of mikil verðbólga á sama tíma. 

Efnahagslegt bull er þvílíkt að mann sundlar við ef þessi sjónarmið eiga að komast til áhrifa í haust. Og væntanlega eiga að styðja við þrautreynt Pírataliðið sem er búið að stilla sjálfu sér upp sem lýðræðisvalkost.Gud bevare os!

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur hefur þetta að segja um ræðu Loga:

"

Logi formaður Samfylkingar segir Ísland vont land. Hér er ,,kerfisbundið misrétti", þeir ríku haldi landinu í heljargreipum misréttar og alþýða manna lepji dauðann úr skel.

Skotmark Loga er krónan og fullveldið. Hvorutveggja verði að farga til að hægt sé að innleiða sæluríkið ESB-Ísland. Í því skyni eru komin ný þingmannsefni í Reykjavík og Kraganum sem sérhæfa sig að hallmæla samfélaginu sem fóstraði þau.

Tilboð Loga og Samfylkingar til kjósenda er að sjá ömurleika í hverju landshorni og fyllast vanmetakennd yfir öllu sem íslenskt er. Logi veit af flokksreynslu að þegar hópur fólks fyllist sjálfsfyrirlitningu og ístöðuleysi er búið í haginn fyrir hreinsanir. Markmið formannsins er að ná völdum í haust yfir þjóð á vonarvöl sem örvæntir um framtíðina. Eilíf sæla sem hjálenda Evrópusambandsins er kosningaloforð Samfylkingar-Loga. 

Við hin sem munum vel samfélagstilraunir vinstristjórnarinnar kjörtímabilið 2009-2013 vitum fyrir víst sannindin í eftirfarandi slagorði: Betra Ísland án Samfylkingar."

Þeir sem eki trúa þessum útleggingum er bent á að lesa bulliðí heild sinni ef þeir treysta sér til:

 

Það er ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð lands og þjóðar ef kosningarnar fara eitthvað í línu við ótrúlegustu skoðanakannanirnar um uppgang stjórnarandstöðuflokkanna en tap Sjálfstæðisflokksins.

Þá er ný lífskjaradýfa framundan sem mun taka tíma að vinda ofan af kæru félagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fékk smá áfall við að sjá tvo getulausa á Víglínunni í dag ræða framtíð ÍSLENDINGA. Samfylking, Sóscialista og Viðreisn í biðstöðu við að keyra málin í samstarfi með ESB "glæsibragnum" sem misst hafa alla stjórn í Evrópu og á Norðurlöndum. 

Þeir stjórnmálaflokkar, sem ekki sigla með föðurlandinu, ómengaðri framleiðslu til sjávar og sveita og ómældri orku eru ekki heppilegir á virtu Alþingi.

Við seljum ekki landið okkar til Kínverja og erlendra auðkýfinga. Ríkið á að fjárfesta í löndum bænda. Framleiðsla ÍSLENDINGA er eftirsótt af heiminum. 

Höldum ró við þessar erfiðu aðstæður og stöðvum innflutning á fólki, sem bera enga virðingu fyrir okkar siðum. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 21.3.2021 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband