Leita í fréttum mbl.is

Skattar og Óli Björn

áf öðrum ólöstuðum finnst mér vera hann ÓLi Björn Kárason einn af þeim gamaldags hugmyndafræðilegum Sjálfstæðismönnum sem eftir eru. Mér finnst hann beintengdur við gömlu Sjálfstæðisstefnuna frá 1929 sem vildi vinna í "innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."

Hann hugsar um skatta með það fyrir augum að bæta haga sem flestra. Ekki hugnast líklega öllum að afnema þrepaskiptingar í tekjuskatti þannig að allir greiði flata prósentu þar sem flestir vilja að náunginn borgi meira en hann sjálfur. En það er smekksatriði hvað er sanngjarnast fyrir flesta.

En grunnhugmyndir Óla Björns um neikvæða tekjuskatta, sem minna á hugmyndir um borgaralaun, eru samt allrar athygli verðar.

skattolibjörnNiðurlag greina Óla Björns í Morgunblaði dagsins er svona:

"..Flatur og einfaldur skattur

Ég hef sem sagt aldrei verið hrifinn af þrepaskiptu skattkerfi en barist fyrir flötum tekjuskatti. Í janúar 2018 setti ég fram tillögu, hér á síðum Morgunblaðsins, um flatan tekjuskatt – eina skattprósentu óháð tekjum – en um leið taka upp nýjan persónuafslátt sem lækki eftir því sem tekjur hækka. Í slíku kerfi er réttlætanlegt að ónýttur persónuafsláttur sé greiddur út – þ.e. tekjuskattur þeirra sem lakast standa verður neikvæður.

Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir með einföldum hætti hvernig skattbyrðin verður misþung eftir tekjum. Launamaður með laun undir skattleysismörkum greiðir ekkert og fær hugsanlega greiddan út ónýttan persónuafslátt séu tekjur undir ákveðnu viðmiði. Raunskattprósentan (skattbyrðin í hlutfalli af launum) verður því hærri sem tekjur eru hærri enda lækkar persónuafslátturinn með hækkandi tekjum. Þegar þeim launum er náð, þar sem persónuafslátturinn er núll, verður skattprósentan flöt – sú sama.

Ég hef ekki talið skynsamlegt að leggja til ákveðna tölu um flata skattprósentu eða skattleysismörk (persónuafslátt). Það er hins vegar augljóst að kerfisbreytingin krefst þess að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. Skattprósentan verður töluvert lægri en hæsta þrep gildandi tekjuskatts.

Stígandinn í skattbyrðinni er pólitísk ákvörðun (og einnig efnahagsleg) á hverjum tíma.

Hér skal það fullyrt að uppstokkun af þessu tagi styrkir stöðu langflestra launamanna, fyrst og síðast þeirra sem eru með lægstu launin og meðaltekjur.

Innbyggðar refsingar og letjandi hvatar eru sniðnir að mestu af. Að minnsta kosti verður sleggjan sem ber launafólk í hausinn þegar því tekst að bæta kjörin, fjarlægð og eyðilögð. Í aðdraganda kosninga er það a.m.k. einnar messu virði fyrir launafólk að krefja þá, sem leita eftir stuðningi til að setjast á Alþingi, svara við því hvort þeir eru tilbúnir til að taka þátt í aÍ aðdraganda kosninga er það a.m.k. einnar messu virði fyrir launafólk að krefja þá, sem leita eftir stuðningi til að setjast á Alþingi, svara við því hvort þeir eru tilbúnir til að taka þátt í að eyðileggja sleggjuna."

Eftir Óla Björn Kárason » Í slíku kerfi er réttlætanlegt að ónýttur persónuafsláttur sé greiddur út – þ.e. tekjuskattur þeirra sem lakast standa verður neikvæður. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég hallast að því að þessar tillögur Óla Björns séu til þess fallnar að skapa meiri sátt um dreifingu byrðanna meðal almennra skattgreiðenda. Stórtekjuskattar eru erfiðari að ná sátt um en það þarf að ræða slíkt með opnum huga.

Ég ber meiri væntingar til slíks hugsjónamanns sem er Óli Björn heldur en frambjóðenda Pírata sem ætla á Alþingi út 66 atkvæði eins og Þórhildur Sunna eða Björn Leví með 89 atkvæði. Merkilegt er að engir kjósendur þessa flokks skuli spyrja sig hvað liggi eftir þennan flokk sem einhver spor markar í þjóðlífið, hvort sem er í skattamálum eða öðrum en einskisnýtum upphlaupsmálum.

Ef menn kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í haust þá skiptir litlu máli hvað þeir kjósa annað því það leiðir bara til áhrifaleysis og þokar Íslandi nær því að ganga í Evrópusambandið og afsal fullveldisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli Björn horfir til gömlu gilda Sjálfstæðisflokksins, sem tengist öllum vinnandi stéttum,fullveldi og sjálfstæði okkar.

ESB sinnar með ofurtrú á tolla og skuldabandalagi Evrópu sambandsins og fallandi Evru, eru ekki heppilegir í ríkis stjórn vegna fiskimiða og orkumála. Vandamál Evrópu og Norðurlanda er sönnun slæmra verka og gætu gert út af við fámenni okkar ÍSLENDINGA. 

Landsölulið, Loftlagsdraumar vinstrimanna er ekki góð blanda í ríkisstjórn. Gerum allt sjálfir ÍSLENDINGAR án aðstoðar Alþjóðasinna.

Skráið baráttumál ykkar á manna máli fyrir næstu kosningar?

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 17.3.2021 kl. 20:26

2 identicon

Það þarf ekki annað en að framhalds og háskólanemar greiði fyrir sína menntun sjálfir til að leggja niður tekjuskatta á einstaklinga. Það er í rauninni hægt að læra hvað sem er frítt nútil dags. Fyrir utan sparnaðinn sem fellst í því að þurfa ekki að innheimta þessa skatta. 

Ég held samt að mesta verðmætaköpunin liggi í hvatninguni og frelsinu sem myndi breiðast út um allt þjóðfélagið. En við erum víst ekki á þeirri leiðinn.

Ég get ekki kosið sjálstæðisflokkinn á meðan hann styður að sparifé fólksins sé tekið valdi.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband