Leita í fréttum mbl.is

Heimskulegasta efnahagsgreinin!

um hagfræði er eftir formann og varaformann Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag og er þó grein eftir Óla Bieltvedt þar líka.

Greinin er svofelld:

"Nýju fötin keisarans í ævintýri H. C. Andersen af hjúpuðu hégóma og sjálfsblekkingu.

Nýju höftin Sjálfstæðisflokksins í frumvarpi, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, afhjúpa líka hégóma og sjálfsblekkingu um krónuna. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér að auk þjóðhagsvarúðartækja fái Seðlabankinn og fjármálaráðherra vald til þess að skella á jafn umfangsmiklum fjármagnshöftum og giltu eftir hrun krónunnar og fall bankanna 2008. Valdframsalið gerir ekki einu sinni ráð fyrir neinni pólitískri umræðu um svo viðamiklar og afdrifaríkar ákvarðanir. Um þær á einfaldlega að véla í lokuðum herbergjum.

Varanlegt vantraust á gjaldmiðlinum

Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem stjórnmálaflokkur hefur kosningabaráttu með svona afgerandi uppgjafaryfirlýsingu. Fastheldni við krónuna og andstaða við hvers kyns alþjóðlegt samstarf í gjaldmiðilsmálum hefur verið hornsteinn í efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins síðustu ár. Nú koma hins vegar talsmenn hans og segja að krónan gangi ekki upp nema Seðlabankinn og fjármálaráðherra fái varanlega víðtækustu haftaheimildir sem þekkjast á Vesturlöndum. Þessi aðgerð felur ekki í sér tímabundnar aðgerðir eins og eftir hrun. Það er verið að framselja Seðlabankanum og fjármálaráðherra varanleg og viðvarandi haftavöld í gjaldeyrismálum. Ástæðan er sem sagt ekki stundarerfiðleikar heldur varanlegt vantraust á gjaldmiðlinum.

Aðrar leiðir eru færar

Það vill svo til að Viðreisn er sammála þessu nýja mati Sjálfstæðisflokksins á krónunni. Svo lengi sem við höldum krónunni eru gjaldeyrishaftaáform fjármálaráðherra óhjákvæmileg. Ástæðan fyrir þeim grundvallarágreiningi, sem ríkir milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, liggur í hinu að við þurfum ekki að þrengja að samkeppnisstöðu landsins með þessum hætti. Okkur eru aðrar leiðir færar. Því hafnar Sjálfstæðisflokkurinn. Það eru sérstök skilaboð til ferðaþjónustunnar og þekkingariðnaðarins að hóta nú gjaldeyrishöftum þegar mest á ríður að auðvelda þessum greinum að hlaupa hraðar. Meðal annars með því að laða að erlenda fjárfestingu.

Alþjóðlegt samstarf óhjákvæmilegt

Við höfum sýnt fram á að það myndi þjóna best samkeppnisstöðu landsins að taka upp evru með aðild að evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Kreppan kallar hins vegar á skjótvirkari lausnir. Guðmundur Magnússon fyrrverandi háskólarektor og Stefán Már Stefánsson fyrrverandi lagaprófessor hafa í greinum sýnt fram á að Íslandi á að standa opin leið að semja við Evrópusambandið um samstarf til þess að tryggja stöðugleika á innri markaðnum, sem við eigum aðild að. Við höfum lagt til að þessi leið verði farin. Í ljós hefur komið að kreppan er ekki eins mikil og menn héldu í fyrstu. Það er engin gjaldeyriskreppa eins og 2008. Bankarnir blómstra. Sóknarfærin bíða. Samt þarf að lögfesta haftaheimildir.

Eigum ekki að hlaupa í öfuga átt

Ástæðurnar fyrir því blasa við: Við erum eina þjóðin á Vesturlöndum þar sem veirufaraldurinn hefur leitt til aukinnar verðbólgu. Hér hefur verðbólguþakið verið sprengt og atvinnuleysi aldrei verið meira. Þrátt fyrir sérsniðna krónu. Ríkisstjórnin fær ekki innlend lán á viðráðanlegum kjörum eins og hún stefndi að í fyrra. Þess í stað eru tekin erlend lán með mikilli gengisáhættu, sem skattborgararnir ábyrgjast. Seðlabankinn hefur ekki getað staðið við fyrirheit sín um innlenda lánsfjáröflun fyrir ríkissjóð og lýsir nú áhyggjum yfir því að útgjaldaáform ríkisstjórnarinnar séu of mikil. Og menn óttast vaxtahækkun. Samtök atvinnulífsins segja að fjármála- og efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar sýni að væntanlegur hagvöxtur verði of lítill til að standa undir lánum ríkissjóðs og því þurfi að skera niður eða hækka skatta. Þegar málum er þannig komið sér Sjálfstæðisflokkurinn það eitt til ráða að fá Alþingi til að framselja seðlabankastjóra og fjármálaráðherra ótakmarkað vald til þess að beita gjaldeyrishöftum. Þetta heitir ekki að hlaupa hraðar. Þetta er að hlaupa í öfuga átt.

Lífeyrisþegar í mestri hættu

Skaðsemi gjaldeyrishafta er margvísleg. Heimildirnar einar hræða erlenda fjárfesta. Beiting þeirra veikir samkeppnishæfni Íslands. Hún leiðir óhjákvæmilega til mismununar. Afleiðingin er spilling. Þeir sem telja sig hagnast á henni gleðjast hins vegar. Ein mesta hættan felst þó í því að Seðlabankinn og fjármálaráðherra muni nota haftaheimildirnar til þess að loka lífeyrissjóðina af í hagkerfi sem þeir eru löngu vaxnir upp úr. Á sama tíma er Seðlabankinn að þrýsta á fjármálaráðherra að afnema ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna, sem er eina haldreipi sjóðfélaganna. Þróist mál á þennan veg verða lífeyrissjóðirnir að lána ríkissjóði á vöxtum sem verða til muna lægri en hagvöxturinn. Þar með geta þeir ekki tryggt sjóðfélögunum óskertan lífeyri í framtíðinni. Þetta þýðir að í stað almennra skattahækkana eða niðurskurðar eins og Samtök atvinnulífsins spá verða lífeyrisþegar látnir bera baggana.

Raunsæi í stað sjálfsblekkingar

Hér þarf öfluga viðspyrnu. Nýja hugsun. Við þurfum strax að leita eftir alþjóðlegu samstarfi til að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins. Sjálfsblekkingin má ekki ráða för. Við þurfum raunsæi til þess að auðvelda ferðaþjónustu og þekkingariðnaði að hlaupa hraðar en ekki síður verja hagsmuni lífeyrisþega."

Þessir spekingar segja ekki neitt um það hvernig þeir ætla að framkvæma peningaskiptin.Á hvaða gengi verði skipt? Hvaða kauptaxtar verða í gildi eftir evruupptökuna?

Þetta fólk bullar óaábyrgt um eitthvað sem það getur ekki útskýrt á neinn hátt á raunhæfan hátt.

Það er gjaldeyrisfrelsi á Íslandi í dag. Þetta fólk má nota evru fyrir öll sín viðskipti innanlands. Engin hindrar það í því. Til hvers er það með svona bulluskrif?

Ef einhverjir ætla að kjósa þetta fólk út á þetta efnahagslega bull þá þarf það a hugsa dæmið lengra en þessa heimskulegustu efnahagsgrein allra tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Heyrði í gær að Arnþrúður var með í viðtali á Útvarpi Sögu annan snilling. Bullið sem valt upp úr honum var slíkt að ég fór að reyna hlusta eftir hver þetta væri eiginlega sem hélt því staðfastlega fram að hér væri allt miklu betra og það hefði ekki orðið neitt hrun í bankakerfinu ef við hefðum verið komin í skjæol hjá  ESB fyrir hrun.
Hann hafði greinilega aldrei heyrt talað um löndin Grikkland, Ítalíu og Spán sem enn eru að BORGA

Þessi mæti maður reyndist vera Björgvin fyrrverandi bankamálaráherra sem hringdi að fyrra bragði í fréttamenn um leið og honum tókst að hlera hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í aðdraganda bankahrunsins

Grímur Kjartansson, 23.3.2021 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband