Leita í fréttum mbl.is

Loftslagsbullið

tröllríður heiminum og rýrir lífskjör almennings stórlega.

Alex Epstein hefur fært gild rök fyrir því að mannkynið allt myndi svelta ef ekki væri fyrir notkun jarðefnaeldsneytis.Allt talið um orkuskipti sem einhverja töfralausn til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda svokallaðra, þar sem metangas og vatnsgufa eru mun öflugari en koltvísýringur sem bullið gengur mest útá meðal þeirra sem minnst vitið hafa á málefninu.

Sem betur fer er jörðin sífellt að endurnýja orkulindir sínar af jarðefnaeldsneyti og enginn skortur á því er í bráðri augsýn.Mannfjölgunin er hið mikla vandamál en ekki loftslagsbreytingar sem jörðin og og sólin standa fyrir.

Frjálst land , sem Friðrik Daníelsson fer fyrir, heldur úti miklum fróðleik um orkumál. Af þeirri síðu hef ég tekið eftirfarandi texta:

"

Falsanirnar um loftslagsbreytingar af mannavölldum eru farnar að hafa alvarleg áhrif, sérstaklega í ESB sem hefur gert þær að skyldusannindum og ástæðu fyrir að hefta nýtingu eldsneytis. Afleiðingarnar eru stöðnun, atvinnuleysi og fátækt. Hagkvæmum orkuverum er lokað, orkuverð er orðið það hæsta sem um getur. Umhverfisspjöll, heilsuspilling og dýrameiðingar eru vaxandi af völdum vindmylla.

Sólarpanelar þekja stór landbúnaðar- og útivistarsvæði. Skógareyðing og trébrennsla er vaxandi.

Ræktun jurta til alkóhól- og olíuframleiðslu tekur mikið land og gefur dýrt og lélegt eldsneyti.

Notkun raforku er komin út í svið þar sem rafmgan hentar ekki. Hugmyndir um “grænt vetni” eru dæmigerðar um óraunsæi og vanþekkingu um umhverfisvernd.

Vetni sem eldsneyti. 

Ein af óraunsæustu hugmyndunum um „grænt“ eldsneyti er að nota rafgreiningarvetni í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Hugmyndin er gömul og á rætur í að nóg er til af vetni í vatni og að vetnið er orkuríkt reiknað á þyngdareininngu.

En vandinn er að vetnið í vatninu er bundið á lægsta orkustigi.

Það þarf mun meiri orku til að losa það úr vatninu en fæst við brennslu þess.

Lengi var s.k. spaltgas haft til heimilisnota í Evrópulöndum og víðar, það er framleitt úr jarðefnaeldsneyti og vatni og inniheldur vetni og fleiri gastegundir.

Vetni til iðnaðar er framleitt úr jarðgasi eða jarðolíuafurðum ef á að gera það á hagkvæman hátt.

Vetni er mun orkuminna á rúmmálseiningu en jarðgas (3,3/10,1 Wh/L).

Núorðið er jarðgasið notað mikið sem eldsneyti til heimilisnota og iðnaðar.

Hreint vetni er ekki almennt notað sem eldsneyti en í litlu magni til iðnaðar í ákveðnar vörur.

Grænt vetni“. 

Það þarf um 50kWh af raforku á kg til að greina vetnið frá vatninu og framleiða lofttegundina vetni.

 Súrefninu sem myndast, 8 kg á hvert kg vetnis, er hent. 

Eigi að flytja vetnið til útlanda þarf að setja það á tanka.

Þá þarf að þétta það og gera það að vökva, kæla það niður í -253 °C nálægt alkuli (-273) sem þarf um 15 kWh/kg til viðbótar. 

Vetnið skilar aðeins 39 kWh/kg, um 60%, þegar það er notað sem eldsneyti. 

Sé reiknað með nýjum hugmyndum um raforkuverð, um 6 kr/kWh, mun raforkukostnaður einn og sér til að framleiða fljótandi vetni verða um um 390 000 krónur á tonn vetnis.

Verð framleiðenda á jarðgasi, sem er helsta samkeppnisvaran, hefur verið 15-30.000 kr á tonn upp á síðkastið í Hollandi.

Þó vetnið gefi 2,6-sinnum meiri orku (varma við bennslu) á tonnið (39/15 MWt) verður rafmagnskostnaðurinn í vetnisframleiðslunni einn og sér 5 til 10 falt-verðið á hitaeiningu í jarðgasinu, samkeppnisvörunni!

Óhentugt eldsneyti. 

Jarðgas og olíugas er víða leitt í rörum til notenda og mætti líka gera með vetni (sbr. spaltgasið sem inniheldur vetni).

Vetni sem notað er á farartæki krefst allt annars kerfis með mun hærri þrýsting og öðrum dreifiaðferðum. Flutningur, geymsla og dreifing vetnis á farartæki eru dýr og ekki almennt fyrir hendi.

Vetni á bíla krefst tanka sem þola ofurþrýsting (um 700 loftþyngdir) og eru þungir, upp undir 100 kg fyrir hver 5 kg af vetni sem þeir rýma með orkuinnihaldi eins og 20 lítrar af bensíni. Efnarafalarnir í bílunum nýta rúmlega helming orkunnar í vetninu og endast stutt. Þess vegna er tískubylgjan um vetnisbílana í rénun.

Þegar reynsla safnast um hvað „grænt vetni“ er óhentugt og dýrt sem almennt eldsneyti mun vetnistískubylgjan hjaðna í heild sinni.

Það er því ekki fýsilegt að stefna á rafgreingarvetnisframleiðslu á Íslandi til eldsneytisnota. Betra verð og meiri atvinnu er að fá úr annars konar notkun og framleiðslu."

Frjálst land fylgist grannt með þeim deilum sem uppi eru í Noregi um afstöðu þeirra til þáttöku í ACER, Evrópsku orkueinokuninnar,  sem Alþingi Íslendinga  vinnur skipulega að koma orkumálum Íslands undir með tilvísan til EES samningsins. Innleiðing 3. Orkupakkans undir forystu Birgis Ármannssonar var áfangi á þeirri leið að koma Íslandi undir Evrópsk yfirráð í orkumálum.

Það má áreiðanlega færa fyrir því rök að EES samstarfið hafi fært Íslandi ýmsa kosti. En það er ekki óumdeilt að Íslendingar hafi verið um margt ógagnrýnir á upptöku ýmissa gerða sem því hafa fylgt og ekki er ótrúlegt að marga agnúa hefði verið hægt að sníða af ef Alþingismenn hefðu verið betur upplýstir eða hugsandi en þeir reyndust í mörgum tilvikum.

Frjálst land hefur uppsögn EES samningsins á stefnuskrá sinni.Líklega er það ekki líklegt til mikils brautargengis í stjórnmálum eins og stendur hvað sem verður. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun í norskum stjórnmálum hvað þetta varðar sem mun hafa áhrif hingað til lands þó margt sé hér ólíkt.

En kolefnisbullið er þegar farið að stórskaða íslenskan almenning sem horfir  eftir skattfé sínu í tilgangsleysi slagorðavaðals um einhver óraunhæf orkuskipti.

Það er jarðefnaeldsneyti sem er undirstaða lífskjara á Íslandi til sjávar og sveita. Að moka ofan í ræktunarskurði er beinlínis hlægileg barátta við vindmyllur í loftslagsbullinu sem umhverfisráðherrann sem enginn kaus veður uppi með. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband