Leita í fréttum mbl.is

Getur eitthvað versnað?

Í Morgunblaðinu er eftirfarandi frásögn af Hákoni Hákonarsyni lækni og rannsóknum hans. Hugsanlega er hann með lyf sem getur haft áhrif á framrás Alzheimer-sjúkdómsins sem óþarfi er að fjölyrða um.

Katrín Björk segir:

"Hákon færði mér sverð og skjöld og þá kom lífsneistinn og baráttuviljinn aftur. Það er svo erfitt að berjast við eitthvað sem er vonlaust og ég fann að á tímabili var ég alveg að missa móðinn. Áður en ég fékk lyfið beið ég bara eftir næsta áfalli og var viss um að það myndi drepa mig.

Við það að fá lyfið náði ég vopnum mínum aftur,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir á Flateyri. Hún fékk þrisvar sinnum alvarlegt heilablóðfall og bloggar um lífið í bataferli. Hún er tengd Hákoni Hákonarsyni fjölskylduböndum og áföll hennar urðu til þess að Hákon hóf að skoða úrræði.

„Það var erfitt að fá þær óvæntu niðurstöður úr genarannsókninni að ég væri með arfgenga heilablæðingu. Það leið þó ekki á löngu þar til Hákon sagði mér að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að finna lausn á þessum genagalla. Þá fylltist ég von.

Nú þegar þróun lyfsins er komin vel á veg finn ég að tilhugsunin um það, hvað það á eftir að hjálpa mörgum veitir mér styrk og gleður mig meira en ég get lýst.

Lyfið á jafnvel eftir að bjarga mannslífum. Það er svo gott að finna að það sem ég hef gengið í gegnum hafi, þegar allt kemur til alls, haft einhvern tilgang. Vegna lyfsins munu vonandi færri þurfa að lenda í sömu aðstæðum og ég stend frammi fyrir í dag,“ segir Katrín við Morgunblaðið."

Er einhverju að tapa með þ´vi að gera tilraunir á lifandi Alzheimersjúklingum? Nægt er framboðið og valkosturinn skýr.

Af hverju ekki að gera tilraun sem getur varla mistekist til skaða?

Getur eitthvað stórversnað hjá sjúklingi með ásækjandi Alzheimer? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hákon Hákonarson og hans líkir ÍSLENDINGAR, er stollt okkar allra - þjóðarinnar.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 26.3.2021 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband