Leita í fréttum mbl.is

Er einhver þörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

spyr Villi Bjarna. Þessi spurning hefur sannarlega ýtt óþyrmilega við mörgum gömlum íhaldssálum.

 "Í tímaritinu „Fjármál og ávöxtun“ kemur fram að jafnvel verðtryggðir reikningar bera neikvæða ávöxtun, eftir skattlagningu. Slíkt er tilræði við fjárhagslegt sjálfstæði fólks. Vissulega eru skattleysismörk, en það sem er umfram skattleysismörkin virðist hættulegt fyrir sjálfstætt fólk.

Skjól fyrir sjálfstætt fólk

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skjól fyrir sjálfstætt fólk, einyrkja, frumkvöðla og trillukarla. Ef skil verða á milli þeirra og flokksins, þá er spurning hvort einhver þörf sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Varla er ætlunin að flokkurinn verði flokkur bænda og embættismanna?"

Hvar er hugsjónaeldurinn falinn sem við einu sinni trúðum á?

Eru bara réttindi homma og lesbía, kvenfrelsi og málefni flóttamanna, CO2 og sérviska það sem allt gengur út á.

Það þurfi enga stefnu lengur  um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi, það á allt að vera miðstýrt eftir staðli sem saminn er út í Brussel.

Dómarar eiga að túlka og eiginlega setja lögin eftir því sem þeim hentar hverju sinni. Atkvæðisréttur á að fara eftir flatarmali kjördæma. Það má ekki hafa ótímabundna verðtryggða reikninga  í bönkum fyrir almenning. Samkeppniseftirlitið skiptir sér af öllu öðru en bankasamkeppni.

Er einhver þörf lengur fyrir flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það sjá nú allir skynsemina að miða atkvæðarétt við flatarmál kjördæma, reyndar í bland við  íbúafjölda.

Kemur í veg fyrir útvistun landsvæða, en til hvers ættum við annars að vera að flækjast með ykkur á stórborgarsvæðinu, ekki eigið þið auðlindir, land eða annað sem tryggir þjóðum velsæld.

Og verðtrygging Halldór er fals, andstæð öllum lögmálum hagfræðinnar, að eitthvað geti verið fast í breytilegu stærðum hagkerfisins.

En útidúr, tilgangurinn var að svara spurningu þinni.

Svarið er Já, allavega á meðan það er til fólk sem spyr, sem efast, og heldur fram borgarlegum gildum.

Sú dýnamík er ennþá til staðar í flokki þínum.

Kveðja að austan.

PS. þeir sem nenna ekki að lesa langt mál, þegar þess gerist þörf að eitthvað sé sagt í löngu máli, ættu að sleppa því að lesa, í stað þess að lesa og mæta svo í athugasemdarkerfið og skammast yfir hinu löngu máli.

Keep on running.

Ómar Geirsson, 10.4.2021 kl. 17:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Um leið og því er fagnað að Styrmir hefur náð bata og kröftum til að setjast að nýju við skriftir skal nefnd grein hans í Morgunblaðinu í dag (10. apríl) þar sem hann ræðir um ímyndunarvanda Sjálfstæðisflokksins. Má ætla að þessi vandi hafi einnig skýrst fyrir honum við dvölina á Landspítalanum og samtöl við fólk þar. Styrmir segir:

„Það er mjög útbreidd skoðun að fiskveiðikvótinn hafi leitt til stórvaxandi

ójöfnuðar og Sjálfstæðisflokknum kennt um. Hann er talinn helzta vígi margvíslegra sérhagsmuna. Það er alrangt en því er aldrei mótmælt af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Veruleikinn er sá, að framsal kvótans var gefið frjálst af vinstristjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags án þess að taka upp auðlindagjald um leið. Þetta var sennilega mesti tilflutningur eigna á Íslandi frá siðaskiptum. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki séð ástæðu til að leiðrétta þennan misskilning.“

Undir þessa skoðun skal tekið og einnig varnaðarorð Styrmis gegn áróðri þeirra sem prédika nauðsyn aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Áróðurinn um ESB-aðildina er líklega mesta sérhagsmunastefna íslenskra stjórnmála um þessar mundir.

Um umræður um breytingar á kvótakerfinu og breytingar á stjórnarskránni gildir að sparkað er í Sjálfstæðisflokkinn og látið eins og við hann sé að sakast þegar vinstrisinnar sigla eigin stefnumálum í strand. Björgunin felst í því að sjálfstæðismenn slái ekki af stefnu sinni.

Þetta skrifar Björn Bjarnason á sína síðu. 

það skal tekið undir þessar hugleiðingar þó í algerum vanmætti sé.

Halldór Jónsson, 11.4.2021 kl. 03:12

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Halldór

Varla er ætlunin að flokkurinn verði flokkur bænda og embættismanna?"

Hvar er hugsjónaeldurinn falinn sem við einu sinni trúðum á?

er spurt

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stór og sterkur var hryggjarstykkið í flokknum svokölluð millistétt.

Nú eiga þeir sem sem tilheyra millistétt og eldri borgarar enga málsvara í núverandi Sjálfstæðisflokki.

Ekki fyrr en það kemur einhver öflugur leiðtogi sem sameinar flest alla fyrrverandi stuðnigshópa Sjálfstæðisflokksins og skákar BB & co út af borðinu þá kannski fer að birta til fyrir Sjálfstæðisflokknum.

kv. hrossabrestur.

 

 

 

Hrossabrestur, 11.4.2021 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband