Leita í fréttum mbl.is

Minna svifryk

er vinstra liðinu sem stjórnar umferðarmálunum í Reykjavík hugleikið.

Það var fljótt að finna það út að ef umferðarhraðinn yrði minnkaður í 30 km myndi rykið helmingast. Auðvitað hyrfi það alveg ef allir færu bara að ganga í stað þess að keyra.

Eru þetta algild vísindi og það sem koma skal?

Fyrir aldarfjórðungi var áhrifamaður í framkvæmdum í Kópavogi Gunnar nokkur Ingi Birgisson  verkfræðingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt Sigurði Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Í þeirra regeringstíð tók Kópavogur miklum stakkaskiptum og framkvæmdir margfölduðust í gatnagerð sem öðru. Smáralindin var byggð og mikið gatnakerfi lagt í tengslum við hana.

Eitt af því sem þeir Gunnar ákváðu var að steypa götuna framhjá henni, frá Dalsmára upp að Lindavegi. Þeir ákváðu að 14 cm.þykkt væri nóg til að þola umferðina en vanda steypuna úr gæðabergi.

Þegar maður skoðar götuna í dag eftir aldarfjórðungs þungaumferð nagladekkja, þá undrast maður að það sjást varla nokkur hjólför eða slit í yfirborðinu. Það er því ekkert hráefni þarna á ferðinni fyrir svifryk. Stöku sprungur sjást vegna þess að undirlagið sem var blöðrótt bögglaberg, molnar vegna titrings frá umferðinni og hefði betur verið úr þéttara bergi.

Þeir Gunnar ákváðu þetta á þeim grundvelli að þessi steypa var ódýrari en sambærileg þykkt af malbiki.Auk þess sem þeir bjuggust við að steypan myndi slitna margfalt hægar en bikið sem nú hefur komið áþreifanlega í ljós. 

Á Vesturlandsvegi má sjá 22 cm þykka steypu sem er hálfrar aldar gömul sem ekkert viðhald hefur fengið á sínum líftíma. Og er hvergi búin að vera.

14 cm steypa þeirra Gunnars frá Dalsmára að Smáralind hefur enst ótrúlega vel og sýnir vel framsýni þeirra. Það er hvergi komið að viðhaldi á þessari götu frá Dalsmára að Smáralind. En búið er að setja þunnt malbik ofan á steypuna frá Smáralind þaðan að Lindarvegi.Ekkert svifryk myndast á steyptu leiðinni og engra hraðatakmarkana er því þörf á þeim kafla.

Nú eru engir djarfir stjórnmálamenn eða verkfræðingar í valdastöðum sem þora að fara aðrar leiðir í gatnagerð heldur en með innfluttri tjöru. Vélarnar eru til í landinu. En djörfungin ekki lengur til að minnka svifrykið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband