Leita í fréttum mbl.is

Minna svifryk

er vinstra liđinu sem stjórnar umferđarmálunum í Reykjavík hugleikiđ.

Ţađ var fljótt ađ finna ţađ út ađ ef umferđarhrađinn yrđi minnkađur í 30 km myndi rykiđ helmingast. Auđvitađ hyrfi ţađ alveg ef allir fćru bara ađ ganga í stađ ţess ađ keyra.

Eru ţetta algild vísindi og ţađ sem koma skal?

Fyrir aldarfjórđungi var áhrifamađur í framkvćmdum í Kópavogi Gunnar nokkur Ingi Birgisson  verkfrćđingur fyrir Sjálfstćđisflokkinn ásamt Sigurđi Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Í ţeirra regeringstíđ tók Kópavogur miklum stakkaskiptum og framkvćmdir margfölduđust í gatnagerđ sem öđru. Smáralindin var byggđ og mikiđ gatnakerfi lagt í tengslum viđ hana.

Eitt af ţví sem ţeir Gunnar ákváđu var ađ steypa götuna framhjá henni, frá Dalsmára upp ađ Lindavegi. Ţeir ákváđu ađ 14 cm.ţykkt vćri nóg til ađ ţola umferđina en vanda steypuna úr gćđabergi.

Ţegar mađur skođar götuna í dag eftir aldarfjórđungs ţungaumferđ nagladekkja, ţá undrast mađur ađ ţađ sjást varla nokkur hjólför eđa slit í yfirborđinu. Ţađ er ţví ekkert hráefni ţarna á ferđinni fyrir svifryk. Stöku sprungur sjást vegna ţess ađ undirlagiđ sem var blöđrótt bögglaberg, molnar vegna titrings frá umferđinni og hefđi betur veriđ úr ţéttara bergi.

Ţeir Gunnar ákváđu ţetta á ţeim grundvelli ađ ţessi steypa var ódýrari en sambćrileg ţykkt af malbiki.Auk ţess sem ţeir bjuggust viđ ađ steypan myndi slitna margfalt hćgar en bikiđ sem nú hefur komiđ áţreifanlega í ljós. 

Á Vesturlandsvegi má sjá 22 cm ţykka steypu sem er hálfrar aldar gömul sem ekkert viđhald hefur fengiđ á sínum líftíma. Og er hvergi búin ađ vera.

14 cm steypa ţeirra Gunnars frá Dalsmára ađ Smáralind hefur enst ótrúlega vel og sýnir vel framsýni ţeirra. Ţađ er hvergi komiđ ađ viđhaldi á ţessari götu frá Dalsmára ađ Smáralind. En búiđ er ađ setja ţunnt malbik ofan á steypuna frá Smáralind ţađan ađ Lindarvegi.Ekkert svifryk myndast á steyptu leiđinni og engra hrađatakmarkana er ţví ţörf á ţeim kafla.

Nú eru engir djarfir stjórnmálamenn eđa verkfrćđingar í valdastöđum sem ţora ađ fara ađrar leiđir í gatnagerđ heldur en međ innfluttri tjöru. Vélarnar eru til í landinu. En djörfungin ekki lengur til ađ minnka svifrykiđ.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 5817
  • Frá upphafi: 3188169

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4931
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband