Leita í fréttum mbl.is

Bjartsýnisverðlaun Bröste

voru eitt sinn í tísku.

Þau hefði mátt veita forystumönnum í íslenskri kjarabaráttu.

launaþróun Óli BjörnÓli Björn birtir þetta línurit yfir launaþróunina hjá einkageiranum og því opinbera.

Þeir opinberu hafa afgerandi vinning. Þeir ættu skilið að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að trúa því að þessi þróun leiði þá áfram til hagsældar til lengri tíma litið.

"Niðurstaðan af því er að á síðustu tveimur áratugum hafa launahækkanir hér verið um þrefalt meiri en á hinum Norðurlöndunum, verðbólga fjórfalt meiri og vaxtastig fimmfalt hærra. Margt gefur til kynna að við ætlum enn að fylgja þessari leið.

Launavísitalan hefur hækkað um ellefu prósent milli ára og verðbólga fer vaxandi og mælist yfir fjögur prósent. Hækkandi launakostnaður skiptir þar miklu, og mun hafa enn meiri áhrif á verðlagsþróunina – og þá um leið vexti – á komandi misserum."

Spurningin er sú hvernig þeir ætla að tryggja fulla atvinnu eftir kófið?

Samfylkingarflokkarnir hafa svarið á hreinu: Ganga í ESB og þann fögnuð sem Finnar standa nú andspænis. En ESB var að rétta þeim 750 milljóna Evru reikning til þess að borga afleiðingar faraldursins í sameiginlegan sjóð ESB. Og Finnar eru aðeins 15 sinnum fleiri en Íslendingar  í þrisvar sinnum stærra landi. Skyldum einhverjir hiksta við svona sjö milljarða reikning  til ESB ofan á allt annað hér?

Og svo á eftir að stofna Evrópuherinn en Íslendingar ætla sér líklega ekki að taka þátt í honum vegna sérstöðu sinnar(sic!)

Kannski ættu þessir Samfylkingarflokkar, Samfylking og Viðreisn hver sem munurinn er, að athuga hvort enn sé hægt að sækja um Bjartsýnsverðlaun Bröste?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband