Leita í fréttum mbl.is

Landsölustefna Samfylkingarinnar

er sömuleiðis afdráttarlaus eftir að búið er að eyða meira orðskrúði í almenn atriði heldur en hjá Viðreisn.

En niðurstaðan er sú sama:

"Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu.

Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar.

Samfylkingin vill efla og dýpka þessa samvinnu og stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins."

Í hverju felst valkosturinn að kjósa annan hvorn þessara landsöluflokka, Viðreisn eða Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er þetta ekki sniðið eftir frumverki Samfykingar frá eftirminnilegum og ekki síður andstyggilegum tímum sem spáð var  (hótað)að kæmu. Hagsmunir Íslands hvíla ekki á öxlum þessara flokka,nei af og frá.Valið hjá mér er í öðrum flokkum. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2021 kl. 00:59

2 identicon

Ég sakna Jóns Vals, sem allt vissi um Jón okkar Sigurðsson forseta, sem elskaði landið okkar, sem aðrir góðir Íslendingar.

Þeir stjórnmálaflokkar, sem keyra með getu og gagnleysi ESB sinna verða vonandi afskrifaðir á virtu Alþingi. Flækjum fámennt Ísland ekki í alþjóða og embættiskerfi Evrópu.

Bretar eru farnir við illan leik og halda vonandi fiskveiði réttindum sínum. Sama gengur yfir Finnland og hælisleitenda vandamál Frakklands.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 29.4.2021 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband