Leita í fréttum mbl.is

Vond tíðindi?

Þetta er haft eftir Guðna Th. forseta vorum. Jöklar bráðna og talað er um loftslagsvá.

"Þarna sjáum við svart á hvítu vægi hinna táknrænu aðgerða,“ segir Guðni. „Bráðnun jökla er orðin að nokkurs konar ímynd loftslagshlýnunar, loftslagsvár. Og þess vegna held ég að þessi atburður veki eins mikla athygli og raun ber vitni.“

En er þetta íslensk vá? Aðkallandi vandi fyrir okkur? Er ekki Ísland byggilegra ef hitastig hækkar? 1.6 gráðu hlýnun meðalhita á síðustu 200 árum samkvæmt Trausta Jónssonar?

Er þetta ekki eitthvað sem gerir Ísland byggilegra? Hvað er rétt hitastig á Íslandi?

Voru ekki ísaldir stórar og smáar að hrjá landið okkar í áranna rás? Er urðin, grjótið og uppblásturinn  landgæðin sem við þráum? Hvaða fyrirbrigði var Klofajökull? Var kaldara á Íslandi þá? Hversvegna flykktust Íslendingar til Vesturheims í lok 19. aldar?

Af hverju eru þetta vond tíðindi fyrir Ísland?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta er nú bara að verða notalegt" hugsaði maðurinn með sér þegar að mannæturnar  fóru að kynda undir pottinum sem þær höfðu stungið honum íyell.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 29.4.2021 kl. 16:27

2 identicon

Það verður örugglega byggilegt þó ýmislegt breytist. Hér verður lífvænlegt fyrir mörg skordýr sem við erum laus við í dag. 1,6 gráðan gaf okkur geitunga og lúsmý. Sumir fuglar koma nýir og aðrir hverfa. Fiskimiðin breytast við hækkandi sjávarhita og við getum fengið nýjar tegundir eins og þegar makríllinn kom en loðna og síld gætu horfið endanlega úr okkar landhelgi. Minna saltmagn í sjónum fyrir norðan og vestan gæti skapað hafís. Rennsli áa breytist við að jöklarnir hverfa. Hækkandi sjávarborð færir fjöruna að tjörninni í Reykjavík. Minni snjókoma en meiri rigning og oftar stormar. Lyngmóar víkja fyrir ágengari erlendum tegundum lággróðurs. Lúpína og kerfill hylja möl og sanda hálendisins. Landbúnaður færist frá grasrækt ofaní kindur í kornrækt fyrir brauð og bjór. Kindur verða skemmtileg gæludýr sérvitringa eins og geitur eru í dag. Það verður byggilegt þó veðurfar, náttúra og landslag breytist.

Vagn (IP-tala skráð) 29.4.2021 kl. 18:00

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mjög skemmteileg og fróðleg skrif hjá þér Vagn í dag. Takk fyrir.

Halldór Jónsson, 30.4.2021 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband