4.5.2021 | 12:50
PR mál Sjálfstæðisflokksins
eru lítið fagnaðarefni hins almenna flokksmanns að því að mér heyrist. Flokksmenn viðurkenna fúslega að formaðurinn beri höfuð og herðar yfir samþingmenn sína.En þar lýkur sögunni.Þeir tala um forystuleysi og skort á eldmóði. Eldmóði er yfirleitt ekki fyrir að fara hjá kontóristum. Til þess þarf aðra hæfileika og einbeitingu.
Það er eiginlega fagnaðarviðburður að formaðurinn drepur niður penna til þess að fara yfir hvað áunnist hefur í stjórnartíð flokksins á þeim erfiðu tímum sem við á lifum.
Bjarni Benediktsson skrifar í Fréttablaðið í dag:
"Sólskin síðustu daga er táknrænt fyrir tímana sem nú fara í hönd. Það birtir til og hlýnar og við lesum góðar fréttir dag eftir dag. Vel yfir 100 þúsund Íslendingar hafa fengið allavega fyrri skammt bóluefnis. Bjartsýni eykst hjá íslenskum fyrirtækjum og fleiri sjá fram á fjölgun starfsfólks en fækkun. Þotur hefja sig til flugs og það styttist í að heimurinn opnist á ný, hægt og rólega.
Undanfarið höfum við sett fram skýrar áætlanir um framvinduna. Gangi allt að óskum vonumst við til að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands næstu vikur og afnema þær loks í lok júní, þegar meirihluti fullorðinna hefur fengið minnst eina sprautu. Við endurheimtum brátt eðlilegt líf.
Fyrir helgi kynntum við auk þess framlengingu og smíði nýrra úrræða til að styðja áfram við fólk á lokametrunum. Nefna má framlengda úttekt séreignar og framlengda og útvíkkaða viðspyrnustyrki, þar sem lágmark tekjufalls lækkar niður í 40%, afturvirkt.
Við greiðum út sérstakan barnabótaauka, framlengjum og útvíkkum lokunarstyrki, heimilum hliðrun stuðningslána og framlengjum frestun skattgreiðslna.
Við innleiðum styrki til endurráðninga, kynnum græna fjárfestingarhvata og nýja ferðagjöf. Áfram mætti lengi telja. Alls eru úrræðin á annan tug og var lögð sérstök áhersla á að hlusta á ábendingar úti í samfélaginu um hvað mætti gera enn betur.
Þrátt fyrir allt hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmáttur jókst í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldurinn og innlend eftirspurn dróst lítið saman.
Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stuðluðu viðbrögð stjórnvalda að betri þróun en flestir gerðu ráð fyrir, en við byggðum á traustum grunni hagstjórnar síðustu ára. Aðgerðirnar veittu ekki bara skjól, heldur einnig nauðsynlegt súrefni til fyrirtækja til að halda sjó og ná vopnum sínum á ný þegar birtir til.
Við þetta bætist fjárfesting í nýsköpun, rannsóknum og þróun sem saman munu stuðla að fjölda nýrra starfa og draga hratt úr atvinnuleysi á komandi misserum.
Veturinn einkenndist af óvissu og vörn, en nú horfum við til framtíðar. Sumarið verður tími endurreisnar og sóknar."
Þetta er vel orðuð lýsing á því sem ríkisstjórnin hefur aðhafst í vandanum sem við er að etja. En ef þetta er ekki þulið upp fyrir kjósendum líta þeir á þetta sem náttúrulögmál sem sé engum sérstökum að þakka. Bara sjálfsagðir hlutir sem hafi dottið af himnum ofan.
Við flokksmenn ætlumst til þess að forystuliðið hafi forystu um að forframa flokkinn nú í aðdraganda kosninga. Þð væri skelfilegt fyrir þjóðina ef litlu ljótu flokkarnir eiga að hagnast á því að betur hafi gengið en til stóð á tímabili og kjósendur átti sig ekki á því að þeir litlu ljótu áttu þar engan hlut að máli í hlálega lélegri stjórnarandstöðu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara að verða sýnilegri sem flokkur og halda betur fram hugsjónum sínum.Hann á að hafa aflið til þess.
Hann verður að taka af skarið með að Viðreisn hafi klofið sig frá til þess eins að ganga í ESB. Það fullveldisframsal styðji Sjálfstæðisflokkurinn aldrei heldur vilji frjálst og óháð Ísland eins og verið hefur frá lýðveldisstofnun 1944.
PR mál Sjálfstæðisflokksins eru ekki í því lagi sem flokksmenn vilja. Þeim finnst að tali flokkurinn ekki fyrir sjálfum sér þá geri það enginn fyrir hann.
Allir verða að leggjast á eitt og síst má formaðurinn spara sig í þeirri PR baráttu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420658
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Góðir og öflugir flokksformenn hrífa flokksmeðlimi með sér og ná út fyrir raðir eigin flokks. Góðir flokksformenn eru þeir sem flokksmenn bera traust til og flokksmen tilbúnir að fylkja sér bak við. Svo er ekki að sjá hvað BB varðar. Hann talar ekki skírt um þau málefni sem skipta máli s.s. ESB, Orkupakka o.fl. virðist vera tvístíga í mikilvægum málaflokkum.
Hann virðist ekki treysta mönnum sem setið hafa lengur en eitt kjörtímabil á þingi þegar kemur að ráðherra vali. Góður flokksformaður og hugsjónamaður missir ekki frá sér fylgi eins og BB hefur gert.
Góður flokksformaður rústa ekki fylgi flokks síns en heldur þétt utanum það og eykur frekar fylgið heldur en hitt.
Góður flokksformaður lætur ekki stjórnmálaályktanir flokks síns sem vind um eyru þjóta. En það er það sem BB hefur gert.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað verulegu fylgi í tíð BB.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki svipur hjá sjón.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2021 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.