Leita í fréttum mbl.is

Festina Lente !

,flýttu þér hægt, var rómverskt spakmæli.

Ásgeir Seðlabanastjóri virðist telja að ríkisstjórnin gæti verið að fara of hratt fram í svartsýni á efnahagsbatann. 

"„Það er engin framtíð í því fyrir landið að ætla að búa til hagvöxt með skuldsetningu og opinberum útgjöldum. Það er mun æskilegra ef okkur farnast að búa til þannig aðstæður að ný störf skapist í einkageiranum með hagstæðum fjármögnunarskilyrðum og þannig örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Það er hin eðlilega leið, að mínu viti, og þess vegna verður ríkið að fara að stefna að því að draga sig í hlé og minnka hallareksturinn,“ segir Ásgeir Jónsson í viðtali við Fréttablaðið.

Aðspurður telur hann að núna megi búast við því að vaxtahækkunarferli bankans sé hafið, en hversu hratt það verði muni einkum fara eftir því hvort verðbólgan hjaðni á komandi misserum. Gangi það ekki eftir þurfi Seðlabankinn að skipta um takt.

„Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ útskýrir Ásgeir."

Forsætisráðherrann úr V.Gr er auðvitað talsmaður opinberra fjárveitinga til atvinnufyrirtækja.

Er kannski skiljanlegt að Seðlabankastjóri velti því fyrir sér hversu hratt skuli flýta sér?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband