27.5.2021 | 09:08
RógKolla
skrifar óvenjulega rætinn leiðara í ESB-málgagnið í dag.
Þar beitir hún allri orðkyngi sinni til að rakka niður allt sem fyrirtækinu Samherja tengist. Hin vandaði stjórnmálamaður Kristján Þór Júlíusson fær hin hraklegustu orð og hún segir hann vera ómerkilega fjarstýrt fyrirbrigði á snærum Samherja.
Kolla skrifar:
"Húsbóndahollusta getur tekið á sig ýmsar myndir, ekki alltaf fallegar. Þetta opinberast skýrt í framgöngu svonefndrar skæruliðadeildar Samherja. Þar hefur verið unnið af ákafa og ástríðu í þeim tilgangi að grafa undan þeim sem hafa vakið athygli á hugsanlegum brotum fyrirtækisins. Markmiðið er ekki einungis að gera þessa einstaklinga marklausa, heldur er einnig reynt að lama sjálfstraust þeirra og jafnvel vekja hjá þeim ótta og kvíða. Furðuleg myndbönd sem beinst hafa gegn fréttamanninum Helga Seljan eru dæmi um þetta. Þar verður ekki annað séð en að um beinar ofsóknir sé að ræða.
Þótt skæruliðadeildin hafi í störfum sínum haft að meginreglu að tilgangurinn helgi meðalið þá hefur hún ekki náð þeim árangri sem vonir hennar hafa eflaust staðið til. Helgi Seljan hefur aldrei notið meiri virðingar sem fréttamaður en einmitt nú. Sá einstaklingur sem verst hefur farið út úr þessum dómsdagslátum Samherjamanna er einn af þeirra eigin mönnum. Samherjaráðherrann Kristján Þór Júlíusson hrökklast nú úr stjórnmálum, gjörsamlega rúinn trausti, einfaldlega vegna þess að almenningur hefur sett samasemmerki milli hans og hins illa þokkaða fyrirtækis Samherja. Vissulega dapurlegur endir á stjórnmálaferli, en sennilega óhjákvæmilegur.
Skæruliðadeild Samherja hefur unnið af ákafa en virðist um leið hafa vikið frá sér öllum hugsunum um hvað sé siðlegt, rétt og sanngjarnt. Það er alls ekki góð leið til að lifa lífinu, jafnvel þótt feitur launatékki bíði manns um hver mánaðamót. Sumt er einfaldlega siðlaust og engin laun, hversu há sem þau eru, fá því breytt. Auk þess er alls ekkert merkilegt að eiga mikla peninga. Um það mætti reyndar skrifa langt mál en verður ekki gert hér.
Skæruliðadeildin hefur stundað ljótan leik en einnig opinberað ótrúlega vitleysislegan hugsunarhátt. Dæmi um það eru hugmyndir um að hafa afskipti af formannskosningu í Blaðamannafélagi Íslands með því að hafa samband við ritstjóra einkarekinna fjölmiðla og fá þá til að vara sitt fólk við að kjósa starfsmann RÚV. Þessi hugmynd lýsir fullkomnu skilningsleysi á fjölmiðlum og starfi þeirra. Ritstjóri sem færi að tilkynna blaðamönnum sínum hvern þeir ættu að kjósa í kosningu myndi samstundis gjaldfella sjálfan sig svo illilega að þeir myndu aldrei geta metið hann nokkurs eftir það. Ekki var mikið gáfulegra hjá skæruliðadeildinni að hafa fyrir því að fletta upp í pappírum til að athuga hvort verðlaunarithöfundur hér í bæ ætti ekki örugglega dýran bíl svo hægt væri að nota það gegn honum og skammast um leið yfir því að hann hefði svo lengi sem elstu menn muna verið á listamannalaunum. Því miður fyrir skæruliðadeildina kom í ljós að rithöfundurinn er ekki gefinn fyrir íburð. Það hefðu ýmsir getað sagt skæruliðunum, hefðu þeir haft vit á að spyrja. Sumu þarf ekki að fletta upp. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá hinni vinnusömu skæruliðadeild síðustu daga. Stundum þegir fólk vegna þess að það skammast sín. Ekki eru nokkrar líkur á að það eigi við hér"
Þeir sem hafa verið samflokksmenn Kristjáns Þórs Júlíussonar skipstjóra í áratugi vita að vandaðri mann og ærukærari er erfitt að finna í stjórnmálum. Þessi skrif eru því langt fyrir neðan það sem sæmilegt getur talist og lýsa engum betur en innræti Kolbrúnar.
Kolbrún virðist telja að enginn megi hafa skoðun á hvorki Helga Seljan, frambjóðendum til formanns í Blaðamannafélgainu nema að fá fyrst leyfi hjá málgagninu hennar.
Vinnubrögð Helga Seljan í fréttaumfjöllun hafa iðullega vakið spurningar um hvað sé sæmilegt og hvað ekki og hefur hann oftlega vakið upp spurningar því tengdu. En að allar efasemdir flokkist undir ofsóknir eru fáránlegar. Menn eiga að mega hafa skoðanir á Helga Seljan sem öðrum og jafnvel Kolbrúnu Bergþórsdóttur líka.
Samherji er langt frá því hafinn upp yfir gagnrýni þó glæsileiki og þjóðhagkvæmni fyrirtækisins sé ótvíræð. Kvótakerfið hefur auðvitað gert þann ævintýralega vöxt mögulegan enda myndu fáir kaup skip eins og Vilhelm Þorsteinsson út á aflaheimildir til skamms tíma. En að miðbær Selfoss gangi nú undir nafninu litla Namibía vegna ættartengsla við Samherja er heimatilbúinn rógur hjá Fréttablaðinu sem menn geta glott yfir einu sinni eða svo. Ljónagryfjan gæti líka komið til greina ef ætti að uppnefna eitthvað sem lengi hefur nú loðað við gárunga á Selfossi.
Málgagn ESB í Íslandi hefur varla vaxið mikið á áliti við þessi soraskrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór; sem endranær, sem og aðrir gestir þínir.
Halldór.
Jú; víst er stór annmarki á Kobrúnu Bergþórsdóttur bókmennta jöfri, sem er ESB fylgispektin en, ................ hvað segirðu um stimamýkt Guaðlaugs Þórs Þórðarsonar t.d., gagnvart Evrópusambandinu og NATÓ, Verkfræðingur góður ?
Í hverju málinu á fætur öðru; bugta Guðlaugur Þór og samráðherrar hans sjer fyrir hverju því paragraffi, sem frá skriffinnunum í Brussel (og Berlín) koma.
Má til; að senda þjer þennar ritling Gunnars Smára Egilssonar (sem: ekki ennþá, hefur fengist til að nema Bifvjelavirkjunina, reyndar) sem fram kemur á Miðju Sigurjóns, bróður Gunnars Smára :
''Krúnudjásn Samherjastjórnarinnar
Gunnar Smári skrifar:
Þetta verður kannski krúnudjásn Samherjastjórnarinnar; Samherji kaupir Íslandsbanka og Þorsteinn Már verður formaður bankaráðs eins og í Hruninu, þegar hann keyrði Glitni í þrot með félögum sínum, forvera Íslandsbanka, svo skuldirnar hvolfdust yfir almenning.
Samherji á kaupverðið á bók, geymir á henni alla peninginn sem Samherjastjórnin gaf honum með lækkun veiðigjalda. Svona virkar íslenska kerfið. Almenningur gefur Samherja pening svo Samherji geti keypt banka af almenningi. Samherji græðir rosalega. Almenningur tapar öllu.''
Það skyldi þó ekki vera; að Sósíalistinn (af öllum) hafi eitthvað til síns máls Halldór, eða hvað ?
Eða; hvers eigum við að gjalda, í hinu pólitíska stórviðri, sem geysar hjerlendis / og fer bara versnandi, Halldór minn ?
Framganga; svokallaðrar ríkisstjórnar landins, í flestum málaflokka er með þeim býznum, að vart verður við unað, öllu lengur.
Kannski; við ættum að leita liðsinnis Grænlendinga og Færeyinga, til þess að endurstilla Barómetin !
Með beztu kveðjum; sem jafnan, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 10:41
Sjálfum þér líkur sem jafnan, ágæti vopnabróðir að fornu og nýju;
Óskar Helgi Helgason.
En óskaplega er ennþá í okkar samfélagi grunnt á auðmýktinni í garð þeirra sem fengu forgjöfina frá kvótasmiðjunni.
Forgjöfinni sem þessi vesæla þjóð virðist aldrei fá nóg af að
borga af með mannlífi og reisn brothættra byggða.
Hvaðan kom þetta hundseðli í kynstofninn?
Árni Gunnarsson, 27.5.2021 kl. 12:38
Sælir; á ný.
Árni.
Þakka þjer fyrir; drengilegar undirtektirnar, gamli góði fjelagi - sem og þitt innlegg hjer, hjá Halldóri Verkfræðingi.
Með; sömu kveðjum, sem öðrum og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.