Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndi RÚV í þjóðmálum?

Sig­mar Guðmunds­son er þekkt­ur fyr­ir störf sín í fjöl­miðlum und­an­far­in þrjá­tíu ár en stíg­ur nú inn á hið póli­tíska svið í fyrsta sinn.

„Ég hef unnið í fjöl­miðlum í nærri 30 ár og fjallað mikið um póli­tík í mín­um störf­um. Það er því mjög spenn­andi fyr­ir mig að söðla um og vera virk­ur þátt­tak­andi í stjórn­mál­um þótt það verði vissu­lega erfitt að kveðja minn gamla vinnustað sem hef­ur gefið mér svo mikið.

Mín­ar skoðanir fara vel sam­an við stefnu Viðreisn­ar, þar sem frjáls­lyndi er lyk­il­hug­tak, auk þess sem ég hef mikið álit á fólk­inu sem hef­ur borið uppi starfið þar. Flokk­ur­inn vill stokka upp göm­ul kerfi og setja al­manna­hags­muni fram­ar sér­hags­mun­um og ég hlakka til að leggja mín lóð á voga­skál­arn­ar í þeirri bar­áttu,“ seg­ir Sig­mar í til­kynn­ing­unni."

Þá vitum við það sjónarmið Sigmars sem hann hefur þróað með sér á síðustu 30 árum á RÚV, að núverandi fullveldisfyrirkomulag Íslands er ekki margra fiska virði.

Heldur er innganga í Evrópusamband 27 tollabandalagsríkja, upptaka Evru  og herskylda í Evrópuhernum væntanlega það sem sem Viðreisnarfylkingunni er efst í huga þegar frjálslyndi er nefnt til sögunnar.

Það eru því skörp skil í stjórnmálum Íslands framundan.

Svo segir í fréttum Morgunblaðsins af lýðræðishefð Viðreisnarfylkingarinnar:

"Tíðkast hef­ur að raða á lista Viðreisn­ar með upp­still­ingu. „Þetta er meg­in­regl­an í samþykkt­um flokks­ins og hef­ur verið al­veg frá stofn­un hans árið 2016,“ seg­ir Þor­gerður. Flokk­ur­inn er með fimm lands­hlutaráð sem fylgja eft­ir kjör­dæmun­um og seg­ir Þor­gerður að hvert og eitt þeirra ráði hvaða leið það vill fara í upp­röðun á list­un­um.

Hún legg­ur mikla áherslu á að flokks­fé­lag­arn­ir ráði því hvaða leið er far­in.

Þor­gerður tek­ur Reykja­vík sem dæmi en þar er svo­kallað Reykja­vík­ur­ráð starf­andi sem tek­ur til beggja Reykja­vík­ur­kjör­dæm­anna og er sam­an­sett af 70 til 80 grasrót­ar­mönn­um í flokkn­um. „Ráðið var aug­lýst og fólk var sér­stak­lega hvatt til þess að sækja um,“ seg­ir Þor­gerður og bæt­ir við að all­ir sem sóttu um hafi kom­ist að í ráðinu. „Fólk var svo hvatt til þess að til­nefna í upp­still­ing­ar­nefnd,“ seg­ir Þor­gerður. Í Reykja­vík var ákveðið að hafa fimm manna nefnd en á öðrum stöðum eru þriggja manna nefnd­ir og er kosið í þær.

Próf­kjör hlaut inn­an við 10% at­kvæða

Þor­gerður seg­ir að til­laga hafi komið um próf­kjör í Reykja­vík inn­an Reykja­vík­ur­ráðsins og var í fyrsta skipti kosið um það en sú til­laga var felld með inn­an við 10% at­kvæða.  

„Það er ekki hægt að segja að þess­ar nefnd­ir fái öf­undsvert hlut­verk að stilla upp þess­um list­um en niðurstaðan er mjög glæsi­leg og ég er mjög stolt af list­un­um sem eru komn­ir,“ seg­ir Þor­gerður Katrín."

Lýðræðið blasir við í þessum fyrrum flokki Benedikts Jóhannessonar sem ekki vildi neðsta sætið frá Þorsteini Pálssyni. Hugsanlega vegna þess að honum hafi misheyrst um að neðsta sætið hafi raunverulega átt að vera annað sætið. Enda eru góðar auglýsingar frá Heyrnarstöðvum í boði í blöðum og veitir ekki af. 

Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn hafa burði til að sætta sig við úrslit prófkjara? Það er ekki endilega borðleggjandi eftir afrek formannsins í Suðvesturkjördæmi 2016 sem breytti hugsanlega verulega afstöðu almennra flokksmanna til prófkjara og sjálfsvirðingar. En formaður hafði sjálfsagt sín sjónarmið til þess gjörnings og tilgangslaust að fara að reyna að stýra fortíðinni heldur horfa til næstu vikna.

En frjálslyndi RÚV í þjóðmálum blasir við í fréttum af hinum ástsæla Sigmari Guðmundssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband