Leita í fréttum mbl.is

Reddar Rafskútan okkur?

frá ruglinu í Degi B. um Borgarlínuna?

Hvaða áhrif hefur hún þegar haft á farþegafjölda Strætó? Er ekki hægt að sjá einhver tengsli á milli þessara ferðamáta.Fjöldi rafskútanna er orðinn þvílíkur að þess hljóta að sjást einhversstaðar merki.

Þetta er orðið þvílíkt kraftaverk án aðkomu opinberra aðila eð furðu sætir. Allstaðar þýtur fólk áfram milli staða á þessum hjólum og merkilegt að ekki fleiri drepi sig á þessu. Því þá byrja besserwisserarnir í Borgarstjórninni að skipta sér af og setja reglur.

Hver þarf Borgarlínu þegar þetta er miklu fljótlegra og kemur manni þangað sem maður vill fara en ekki á einhverjar fjarlægar stoppistöðvar?

Reddar rafskútan okkur frá ruglinu í Degi B. um Borgarlínuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk labbar minna. Virkar vel í stuttar ferðir sem fólk annars labbaði. Ferðast hægt og kostar mikið í lengri ferðir. Langt frá því að vera fljótlegra en strætó.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2021 kl. 11:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki sýnist mér mikið vit í þessum fullyrðingum Kerrunnar. Hún virðist alls ekki skilja dæmið um x sinnum hundruðmilljarða auk rekstrarkostnaðar og götuþrenginga og umferðartafa og svo tíma og þarfir ungafólksins aðallega , sem er ekki enn komið á bíla sem það auðvitað stefnir ótrautt að eins og allt vitiborið fólk í heiminum öllum, Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík með Sigurborgu Ósk innanborðs ennþá, auðvitað undanskilinn.

Kerran er aldeilis stórkostlegt dæmi um allsherjar afturhald og mótþróa gegn allri skynsemi sem venjulegt fólk notar hversdags.

Halldór Jónsson, 1.6.2021 kl. 13:56

3 Smámynd: Hörður Þormar

Nú er fólk víst alveg hætt að ganga, nú labba menn t.d. upp á Esjuna.

Hörður Þormar, 1.6.2021 kl. 15:53

4 identicon

Hámarkshraði rafskutlu er 25 km. Það ferðast enginn langt á þeim hraða nema hafa meiri tíma en venjulegt fólk og ekkert betra við hann að gera. Það fer enginn heilvita að ferðast með rafskutlu þær leiðir sem Borgarlínunni eru ætlaðar.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2021 kl. 16:33

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafknúin hjól með sín mun stærri hjól en skúturnar hafa þann kost að komast hraðar og lengra en rafskúturnar á stéttum og stígum sem þarf að gera betur úr garði. 

Hins vegar samanbrjótanlegar skútur þann kost að geta verið hluta af leiðinni um borð í bílum.   

Ómar Ragnarsson, 2.6.2021 kl. 18:43

6 identicon

Byggja yfir gangstéttar og miklu fleiri munu nýta rafhjól og rafskutlur allt árið en munu ferðast í þessu fráleita borgarlínu kjaftæði.  Verðu líka miklu ódýrari

Bjarni (IP-tala skráð) 3.6.2021 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband