16.6.2021 | 10:12
Tímaskekkja
Borgarlínuhugmynda er enn á dagskrá hvað sem veltur og snýst.
Davíð Þorláksson vakti athygli mína fyrir löngu sem upprennandi Sjálfstæðismaður. Hann hefur valdið mér vonbrigðum með því að gerast forgöngumaður um Borgarlínu.
Hann skrifar í Morgunblaðið í dag rökstuðning fyrir verkefninu sem hann berst nú fyrir en það er lagning einhverskonar lestakerfis í gatnamiðju stofnbrauta. Svipað og ég vandist á æskuárum mínum í Stuttgart þegar sporvagnarnir gengu í miðjunni og gera auðvitað enn en ég reyndi feginn að frelsast frá með því að koma mér upp mótorhjóli.
Ég veit ekkert um hvernig ástandið er í þýskum bæjum í dag. Hvort bílaumferð hefur aukist á kostnað farþegafjölda. En mér finnst að flestir stefni á að eignast bíl hvar sem er á jörðinni. Öll blöð og fjölmiðlar stútfull af bílaauglýsingum.
Í Florida þar sem ég þekki nokkuð til aukast mislæg gatnamót og fléttubrautir ár frá ári en fátækum sem ferðast með strætóunum með svörtu gluggunum virðist frekar fækka. Bílaumferðin er allstaðar mikil og ég held að tilraunir manna til að snúa því við sem fólkið hefur valið muni ekki takast.
Davíð talar um samgöngusáttmálann. Ég efast um að raunveruleg sátt sé meðal íbúa um einhverja borgarlínustefnu.
Og hver eru áhrif rafskútunnar sem fólkið hefur tekið í þjónustu sína? Allstaðar er fólk að bruna um götur og stíga beina leið þangað sem það vill fara. Hafa skúturnar haft áhrif á þörfina fyrir almenningssamgöngur í Borgarlínustíl? Verður að banna þær til að styrkja Borgarlínuþörfina?
Davíð skrifar svo:
"Á síðustu mánuðum hafa hafa birst greinar í fjölmiðlum þar sem lagt er til að farið verði í létt hraðvagnakerfi (e. BRT light) í stað þess hágæða hraðvagnakerfis sem er nú í undirbúningi og er kallað borgarlínan. Hugmyndir um létt hraðvagnakerfi eru ekki nýjar af nálinni. Þetta er einn af þeim kostum sem voru skoðaðir í aðdraganda þess að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 var sett. Þá var niðurstaðan að létt hraðvagnakerfi myndi ekki ná sama árangri og hágæða hraðvagnakerfi og að samfélagslegur kostnaður yrði mun hærri ef ekki væri farið í hágæða kerfi.
Spara eyrinn, en kasta krónunni
Niðurstöður umferðarspáa sem unnar voru í tengslum við svæðisskipulagið sýndu skýrt að það að beina stærstum hluta fjármagns í uppbyggingu stofnvega myndi leiða til tuga prósenta aukningar í vexti bílaumferðar og aukinna tafa. Það er því dýrast fyrir samfélagið hvort sem litið er til beins kostnaðar, tafa, slysa eða lýðheilsu eða útblásturs. Að ná að stoppa línulegan vöxt bílaumferðar er talið góður árangur í stórum samgönguverkefnum og það að ná að minnka vöxt bílaumferðar er talið mjög góður árangur.
Við mat á gæðum samgöngukerfa er litið til þess hvort við komumst áreiðanlega, án biðar, tímanlega og þægilega á áfangastað og aftur heim. Ljóst er að létt hraðvagnakerfi stendur hágæða hraðvagnakerfi að baki í öllum þessum þáttum og mun því ekki ná sama árangri. Ástæðan fyrir því er að sérakreinar hægra megin í göturými, eins og gert er ráð fyrir í léttu hraðvagnakerfi, eru í raun forgangsakreinar eins og eru til staðar nú þegar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkar forgangsakreinar tryggja ekki áreiðanleika á sama hátt og sérrými í miðju, eins og gert er ráð fyrir með borgarlínunni, því að önnur umferð getur villst inn á forgangsakreinar. Meira er um þveranir annarrar umferðar með slakara umferðaröryggi og lélegra aðgengi, ásamt því að erfiðara er að veita kerfinu forgang á gatnamótum. Þetta gerir það að verkum að kerfið verður óáreiðanlegt og getur því ekki flokkast sem hágæða almenningssamgöngukerfi.
Samgöngusáttmálinn sló tóninn
Þau dæmi sem nefnd hafa verið sem góð dæmi um létt hraðvagnakerfi eru í borgum þar sem nú þegar er fyrir hendi hágæða almenningssamgöngukerfi í formi lesta. Léttu hraðvagnakerfin eru því eingöngu viðbót við kerfi sem fyrir eru. Borgarlínan er hins vegar stefna um að búa til hágæða almenningssamgöngukerfi í fyrsta sinn á Íslandi. Það var niðurstaða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að stefna á hágæða almenningssamgöngur með samþykkt svæðisskipulagsins. Ríkið kom svo að því borði með gerð samgöngusáttmálans í september 2019. Betri samgöngum ohf. er ætlað að hrinda samgöngusáttmálanum í framkvæmd og er bundið af honum.
Leitum hagkvæmustu leiða
Hönnunarferli borgarlínunnar er skammt á veg komið. Hönnunarstigin eru þrjú; frumdrög, forhönnun og verkhönnun. Aðeins liggja fyrir frumdrög að fyrstu lotu af sex. Ljóst er að borgarlínan mun taka breytingum í þessu ferli. Ekkert hefur komið fram sem sýnir fram á að forsendur hafi breyst sem ættu að leiða til annarrar niðurstöðu varðandi kosti þess að byggja upp hágæða hraðvagnakerfi. Væri það mat Betri samgangna að réttara væri að fara aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í samgöngusáttmálanum myndi fyrirtækið leggja það til við hluthafa sína, ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem myndu þurfa að taka endanlega ákvörðun um það. Á öllum stigum munu Betri samgöngur tryggja að leitað verði hagkvæmustu leiða, þó þannig að þeim markmiðum sem að er stefnt sé náð."
Davíð er rökvís maður þó að ég sé ekki sammála mörgu sem hann færir til. Ég held að vatnið renni ekki upp í mót og fólkið hafi valið einkabílinn hérlendis sem erlendis. Þess vegna verði fyrst að huga að því að greiða honum leið um borgirnar en ekki að fara aftur til nítjándualdar fyrirmynda sporvagnanna.
Borgarlínan er einfaldlega tímaskekkja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Maður hefur því miður oft séð íslendinga læsa sig í eina lausn, minkarækt, fiskeldi vatnsútflutningur, ESBaðild osv.
"hágæða hraðvagnakerfi" er bara EIN lausn
rafskútur eru nýar og eru að valda vandræðum í öllum höfuðborgum vegna skorts á reglum um umgengi notenda og frambjóðenda.
Leigubílar á íslandi eru upp til hópa snobbvagnar andstaðan er t.d í Tyrklandi þar sem leigubílar keyra á almenningssamgönguleið og fólk getur hoppað inn og út eftir þörfum en annars þá veifar fólk í stórborgum í leigubíl í stað þess að hringja eftir honum og þetta er ef til vandmálið miðað við dreifingu þá erum við ósköp fámenn og ekki öll á ferðinni
Grímur Kjartansson, 16.6.2021 kl. 17:02
Þegar Borgarlínan er rædd eiga orð eins og í dag, hafa valið og allt sem tekur mið af hvernig fólk hugsaði á síðustu öld ekki við. Það er fullkomlega rétt að í gær og í dag er þörfin á Borgarlínu ekki fyrir hendi. Enda verður Borgarlínan gerð fyrir og miðast við þá sem ferðast þurfa um borgina eftir 20 ár. Og unga fólkið er ekki að hugsa eins og gamlingjarnir á elliheimilunum og þeir heilaskemmdu á Útvarpi Sögu. Stöðugt hærra hlutfall tekur ekki bílpróf og er umhugað um loftlagsmál. Og færri almennir kaupendur bíla kallar á harðari samkeppni og meiri auglýsingar. Þegar sala er góð eru auglýsingar óþarfar.
Og hver eru áhrif rafskútunnar sem fólkið hefur tekið í þjónustu sína? Engin. Allstaðar er fólk að bruna stuttar vegalengdir um götur og stíga beina leið þangað sem það vill fara og hefði annars gengið. Skúturnar sjást ekki á leið úr Breiðholti eða Kópavogi niður í miðbæ. Sjást ekki á Miklubrautinni á leið í Grafarvoginn. Og sitja óhreyfðar þegar blautt er í veðri og vagninn í Kringluna fullur. Hafa skúturnar haft áhrif á þörfina fyrir almenningssamgöngur í Borgarlínustíl? Ekki nokkur áhrif. Og verði þær bannaðar verður það vegna slysafjölda en ekki að þær séu einhver samkeppni.
Og í Florida forgangsraða þeir til framtíðar en ekki fortíðar... https://www.miamidade.gov/chambergazette/winter2020/improved-public-transportation.page
Vagn (IP-tala skráð) 16.6.2021 kl. 20:23
Af Kjarnanum:
Ástæðurnar geta verið margar og erfitt reynist að draga ályktun án þess að hafa ákveðinn fyrirvara á. Samkvæmt Samgöngustofu má líta svo á að breytingin sé aðallega fólgin í að algengara er að fresta prófi og það tekið síðar. Þessi fjórðungur unglinga sem taka ekki próf við 17 ára aldurinn gera það síðar á lífsleiðinni, þó langflestir fyrir tvítugt en þá eru um 90 prósent komnir með ökuréttindi.
Fólk vill keyra
Halldór Jónsson, 17.6.2021 kl. 14:38
Ef ég byggi á Manhattan myndi ég ekki nenna að eiga bíl.Í Orlando á Florida verð ég að eiga bíl að mér finnst.
Halldór Jónsson, 17.6.2021 kl. 14:45
Sumar borgir hafa einfaldlega sett sig í samband við fyrirtæki eins og Uber og Lyft til að reyna ná meira út úr núverandi innviðum, og bara gengið vel held ég.
Geir Ágústsson, 19.6.2021 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.