19.6.2021 | 13:30
Elías enn á ferð
um Borgarlínuna í Mbl.í dag.Rökfastur að vanda er kollegi Elías þegar hann skrifar:
Retró Reykjavík, virkar sú hugmynd?
"Til að borgarlínan geti keppt um fólksflutninga við einkabílinn skal setja hana á sérakreinar í miðju vegar og tefja alla aðra bíla. Þetta er þó ekki nóg. Reykjavík skal vera byggð upp af 15 mínútna grænum hverfum með allri þjónustu og þar dvelji íbúarnir milli þess sem þeir sækja vinnu í miðborginni.
Þannig á að endurheimta lífshætti fólks sem voru fyrir nokkrum áratugum, skapa retró Reykjavík. Út fyrir sitt hverfi mega þeir helst ekki fara á eigin bíl. Þar skulu taka við umferðartafir, engin bílastæði finnast á áfangastað og eigi þeir leið um miðbæjarsvæðið skulu þeir greiða umferðargjöld.
Þjónustan sem boðið er upp á innan hverfanna skal líka vera það fjölbreytt að íbúarnir þurfi ekkert að leita út fyrir sitt hverfi utan vinnutíma. Gengur þetta upp?
En er það nóg að setja verslunarrými í einhver miðlæg hús hverfanna og gott kaffihús við hliðina? Nei, ef verslunin á að lifa þar verður hún að geta keppt við stórmarkaðina sem bjóða vöruúrval og meiri samþjöppun fjölbreyttra verslana undir sama þaki. Jafnvel í tiltölulega stórum hverfum sér maður að verslanirnar eru oftast litlar og með áherslu á góðgæti og skyndibita en takmarkað úrval dagvöru og verðlag töluvert hærra en í stórmörkuðum.
Við höfum séð þá þróun verða á undanförnum áratugum að fólk fer til vinnu sinnar í bíl og kemur við í stórmarkaði í bakaleiðinni til að gera innkaup dagsins.
Mun það þá ekki gerast fyrir þá sem þurfa að taka borgarlínuna til vinnu að þeir taka hana aftur heim, ná í bílinn og aka síðan erinda sinna sem áður, skutla börnum, fara í stórmarkað, heimsækja aldraða foreldra og svo framvegis?
Leiðakerfi borgarlínu er ekki fyrir slíkar ferðir. Glansmyndir þær sem okkur eru sýndar af nýjum hverfum bera heldur ekki með sér að næg bílastæði verði við verslanir.
Bílastæðin verða áfram við stórmarkaðina og fólki finnst betra að hafa bíl til að flytja þunga innkaupapoka, þótt stutt sé farið. Ferðum og ferðatímum einfaldlega fjölgar.
Til að þessar geymslur fyrir vinnuafl miðborgarinnar geti verið sem næst henni stendur víst líka til að skófla verkstæðum og slíkum rekstri út í byggðajaðar svo hin nýju hverfi geti tekið plássið yfir. Eitthvað kostar það.
Akstur til og frá þessari þjónustu lengist og umferð frá Gullinbrú upp á Vesturlandsveg verður of mikil. Virðingin gagnvart fólki og fyrirtækjum þess mætti vera meiri. Að dreifa vöru til stórmarkaða í tafalítilli umferð er lítið mál. Að dreifa henni í smáverslanir út um allt höfuðborgarsvæðið í hálfkæfðri umferð kostar miklu lengri tíma, fyrirhöfn og stærri sendibílaflota. Maður á sendibíl fer um 30 ferðir á dag til viðbótar einkaerindum á eigin bíl. Þessi og önnur áhrif á atvinnulífið geta orðið alvarleg.
Það er erfitt að sjá að jafnvel þreföldun á fjölda íbúa á hektara nægi til að hverfaverslanir geti keppt við stórmarkaði. Þó skal stefnt að þéttingu byggðar og það í þágu loftslagsmála.
Erlendis er talið að slíkar ráðstafanir séu einhver dýrasti sparnaður á mengun andrúmslofts sem völ er á.
Verja á beint hátt í 100 milljörðum króna í borgarlínu og síðan bæði sóa tíma fólks og hækka verð íbúða þeirra. Saman lagt má þarna tala um margra tuga eða hundrað milljarða kostnað árlega. Sjá menn raunverulega enga betri leið til að vinna í þágu loftslagsmála? Slíkar leiðir eru þó til.
Stundum er í þessu samhengi minnst á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt þeirra var á sínum tíma talin viðurkenning á þeirri staðreynd, að ef árangur á að nást í lofslagsmálum verða þjóðir heims að fylgjast að, þar á meðal fátækari ríkin.
Árangur næst einfaldlega ekki í loftslagsmálum nema lyfta fyrst lífskjörum í þessum ríkjum upp í eitthvað sem er farið að nálgast okkar lífskjör hér. Þar er verk að vinna.
Íslendingar hafa getið sér gott orð fyrir störf sín að þróunarhjálp innan þess sem nefnt er bláa hagkerfið, en það eru ríki sem eru að einhverju eða öllu leyti háð fiskveiðum.
Þessi hópur þjóða nýtur sérstakrar athygli bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum sem leggja viðbótarfjármagn til verkefna sem þar eru unnin. Þau verkefni er gjarnan unnin af fyrirtækjum í einkageiranum frá ríkari löndum með stuðningi sinna ríkisstjórna.
Það má á þessu sviði takast á við stór verkefni og gera mikið gagn fyrir tiltölulega lítið fjárframlag. Á þessu sviði erum við Íslendingar betur færir en flestir aðrir um að láta til okkar taka svo mikið gagn verði að. Hugsi menn um loftslag er peningum betur varið þarna en í borgarlínu.
Fjárfesting í borgarlínu, ásamt afleiddum félagslegum kostnaði fyrir þjóðina vegna hennar og þéttingar byggðar, getur fljótlega farið að draga úr hagvexti landsins. Reykjavík getur sjálf farið að hrörna ef önnur sveitarfélög á svæðinu ná að soga til sín rjómann af fyrirtækjum og útsvarsgreiðendum borgarinnar.
Samkeppni milli sveitarfélaganna er mikil þótt þau geti sameinast um að kreista fé út úr ríkinu.
Að endurheimta retró Reykjavík með borgarlínu sem hryggjarstykki virðist þannig vera verkefni sem er allt að því dæmt til að misheppnast."
Við kjósendur höfum eitt ár til að stöðva þessa vitleysu í kosningum. Þessi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur sem böðlast svona áfram verður að fara frá.
Það er greinilega verkefnið framundan þegar Elías fer á fulla ferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.