Leita í fréttum mbl.is

Svifryks og nagladekkjabullið

er mönnum tamt á tungu.

G.Tómas Gunnarsson skrifar svo:

"

Ég held að varla verði um að deilt að nagladekk slíta götunum meira en önnur dekk. 

Það er því æskilegt að dregið verði úr notkun þeirra eins og mögulegt er. Hitt er svo að hvaða marki það er mögulegt?

Sjálfur hef ég ekki ekið á nagladekkjum síðan áríð 2003, eftir minu besta minni.

Síðan þá hef ég ekið á snjódekkjum yfir "háveturinn" og svo yfirleitt "all season" þess á milli.

En auðvitað skiptir máli hvar er ekið, veðráttan þar og svo ekki síður hvort að snjóhreinsun og annað því um líkt sé eins og best verður á kosið.

Það vakti nokkra athygli mína í þessari frétt að loftgæði í Tallinn væru verulega betri en í Reykjavík.

Ég hef oft dvalið (og ekið) í Tallinn og bjó þar um all nokkra hríð.  Loftgæði þar geta verið misjöfn, þar er mikið af dísilbílum og mikið um að hús séu kynt upp með timburafurðum (dulítið misjöfnum að gæðum), jafnvel kolum og sorpi er þar brennt til rafmagnsframleiðsu og miðlægrar húshitunar (þess má til gamans geta að fyrrverandi forstjóri þeirrar orkustöðvar er núverandi forseti Eistlands).

Í Tallinn myndi ég álíta að meirihluti bíla sé ekið á nagladekkjum, en líklega í skemmri tíma en á Íslandi, í það minnsta flest ár.

En í viðtali lét aðstoðarborgarstjóri Tallinn hafa eftir sér í viðtali árið 2020:

"Deputy Mayor of Tallinn Kalle Klandorf (Center) said that driving with studded winter tires kicks up dust in the air and wears out the roads.

"We have measured the dust molecules and they are at quite a high limit even though we are washing the roads all the time. We have never showered the roads as much as we have this year. We are washing the streets every evening with water, and when the winter tires drive on it, then just as soon the dust is back there again," Klandorf said."

Ekki ætla ég að segja að þetta sé eina skýringin, en líklega all nokkur hluti.

Leyfilegur tími fyrir nagladekk er í Eistlandi frá 15.okt til 1. maí."

Þetta er dæmigert fyrir bullumræðuna í gatnamálum. Horfa fram hjá því sem við blasir með ótal dæmum.

Gunnar Birgisson heitinn lét steypa 14 cm slitlag við Smáralind um 2000. Á þessu sér varla slit eftir 20 ár. Þarafleiðandi ekkert svifryk. Ekkert viðhald eða árleg endurmalbikun til að búa til svifryk.Miklu ódýrara í raun.

Í Kollafirði er 50 ára gömul steypa sem eiginlega sér ekkert á slit. Ekkert svifryk eða viðhald.

Samt vilja gatnamálastjórar allir malbika lag ofan á lag af því að það er svo fljótlegt.

Það er til vél, Gomaco 2500B skriðmótavél með öllum búnaði  uppi í Borgarnesi sem getur steypt hárnákvæmt.

Hana má bara ekki nota af því að það er meira vesen einu sinni en svo ekki meir. Og Gunnars Birgissonar nýtur ekki lengur við, hvað þá Ingólfs Jónssonar sem lét steypa Vesturlandsveginn í Kollafjörð 1970.

Nei það er bullað endalaust um nagladekk og svifryk sem er ekkert vandamál á steyptu slitlagi.

Furðulegt þegar þessi vél getur steypt Ultra Thin Whitetopping ofan á malbik og útrýmt svifrykinu. Nei það er talað um að setja moltu frá GAJU ofan á Laugaveginn sem göngugötu til að gera hann vistvænni með grasi, þá verður ekkert svifryk. Hversu mikið geta menn lagt á sig til að hugsa ekki?

Höldum bara áfram að malbika ár eftir ár og hugsum ekki heldur höldum áfram að bulla um svifryk og að banna nagladekk sem eru ekkert vandamál á steyptu slitlagi. 

Sámur fóstri - 1. tbl. 3. árg. Apríl 2017 by Ráðandi ... - Issuu

 

Bara ekki beita skynseminni heldur bulla um svifryk og að banna nagladekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband