Leita í fréttum mbl.is

Landkrabbasýn á útgerð

 

 

Talna Bensi, dr. Benedikt Jóhannesson Zoega, er enn að skrifa um pólitík þó að fáir stuðningsmenn finnist lengur sem hafi trú á hans framboðvisku hvort sem er í efsta eða neðsta sæti.

Hann fær samt að skrifa á miðopnu Morgunblaðsins um nauðsyn skattlagningar á kvótaeign útgerðarinnar sem hann telur geta borgað miklu meira af því að á einum stað finnst stuðullinn 15 milli leigu og kostnaðar. Alvega sama hvað helstu fræðimenn segja.

En hvað segja fyrrum skoðanabræður hans um þetta mál?

Af síðu kollega Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings   koma þessar klausur:

„Dagmálaviðtali við varaformann Viðreisnar, Daða Má Kristófersson, í Morgunblaðinu, 15. júlí 2021, var undir fyrirsögninni:   

"Nýtt kerfi skili ekki meiri tekjum".

Frásögnin hófst þannig:

"Ekki standa líkur til þess, að tekjur ríkissjóðs af fiskveiðiauðlindinni muni aukast, nái tillögur Viðreisnar um svo kallaða samningaleið fram að ganga. 

 Þetta segir Daði Már Kristófersson, varaformaður flokksins og prófessor í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. 

Bendir hann á, að veiðigjöld, sem nú eru lögð á útgerðina, nemi um þriðjungi af hagnaði þeirra, og að kerfisbreytingar þær, sem hann telji nauðsynlegt að ráðast í, muni skila svipuðum tekjum til lengri tíma litið."

Yfirleitt hefur jarmurinn út af fiskveiðistjórnunarkerfinu snúizt um að skattleggja sjávarútveginn enn þá meira en gert er. Oftast er um að ræða fólk útblásið af hugsjónum og réttlætiskennd fyrir hönd þjóðarinnar með afar takmarkað vit á útgerð. 

 Þau slá um sig með slagorðum á borð við:

 "látum sjávarútveginn greiða markaðsverð fyrir aðganginn að þjóðareigninni". 

Nú játar varaformaður Viðreisnar, að sjávarútvegurinn muni ekki geta greitt meira í ríkissjóð en hann gerir nú þegar. 

"Spurður út í, hvað knýi á um breytt fyrirkomulag í kringum úthlutun fiskveiðiheimilda, fyrst slíku kerfi sé ekki ætlað að skila meiri tekjum í ríkissjóð, segir Daði Már, að innköllun núverandi veiðiheimilda yfir langt tímabil, þar sem hægt væri að bjóða þær upp í kjölfarið, sé líklegri til þess að tryggja sátt um sjávarútveginn."  ?

Þessi útskýring er eins og hver önnur þvæla.  Hvaða heilvita manni dettur í hug, að mesta þjóðnýting Íslandssögunnar sé líkleg til að skapa aukna sátt um eina atvinnugrein ? 

Viðreisn hefði varla getað framreitt heimskulegra og ótrúverðugra yfirklór yfir þá sorglegu staðreynd, að hún starfar hér á Íslandi sem eins konar útibú frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og allar gerðir hennar miða að því einu að flækja Íslandi undir yfirráð hennar.  

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við HÍ, var líka á téðum Dagmálafundi:

"Nýverið birtu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skýrslu, sem Ragnar Árnason vann fyrir þau og var eins konar "uppfærsla" á ríflega 10 ára gamalli skýrslu Daða Más, sem unnin var fyrir tilhlutan starfshóps um mögulega endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu íslenzka.

 Þar kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu, líkt og Daði Már, að innköllun aflaheimilda fæli í sér eignaupptöku." 

Ragnar hefur áreiðanlega ekki hrapað að þessari niðurstöðu, svo vandaður fræðimaður sem hann er.  Þetta er "fait accompli" eða þegar framkvæmt, og það er ekki til neins að láta eins og afturkalla megi þennan gjörning og þar með aflaheimildirnar, nema með því að ógilda eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það verður aldrei gert með samþykki meirihluta kjósenda, svo mikið er víst. 

Friður um stjórnkerfi fiskveiða er almenningi fyrir beztu, enda nýtur þetta fyrirkomulag alþjóðlegrar viðurkenningar og er grundvöllur þróunar sjávarútvegsins á öllum sviðum, s.s. öryggis skipverja (gott skipulag veiðanna), orkusparnaðar og orkuskipta (afl til fjárfestinga í nýrri tækni) og gjörnýtingar aflans (hvati til aukinnar verðmætasköpunar úr hverju kg).“ 

Í rauninni er þetta bara spurning um eitt atriði.

Getur útgerðin borgað meira í veiðileyfagjald eða getur hún það ekki?

Það er búið að rannsaka það að veruleg hækkun á gjaldtöku fyrir kvótann leiðir til gjaldþrota og styrkjakerfis að norskri fyrirmynd eða að útgerðin standi á eigin fótum eins og hér gerist.

Er starfsemi fyrirtækja  eins og Samherja eða Brims þjóðinni þóknanleg eða ekki?

Væri meiri sátt um þetta af þetta væru almenningshlutafélög í breiðri eignaraðild.? Yrðu þau þá eins og Flugleiðir í meirihlutaeign útlendinga eftir augnablik? Er betra að hafa Máa bara einan heldur en einhverja Rathcliffa?

Mætti ekki  hlusta aðeins á Jón Kristjánsson með því að auka heimildir strandveiðimanna tímabundið? Stofnarnir kunna að vera vannýttir að því að Jón hefur fært rök fyrir.

Mætti ekki að  skaðlausu gera tilraun með að  veiða aðeins meira?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bensi fer nú líka all frjálslega með staðreyndir
 "lítilmagnana í útgerðinni sem græða ekki nema tæpan milljarð á viku" 
Þannig að smæstu útgerðinar eru með hreinan 52 miljarða gróða á ári

Grímur Kjartansson, 25.7.2021 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband