Leita í fréttum mbl.is

Brýn þörf fyrir neyðaraðstoð

fyrir Afghanistan.

Svo segir í Mogga:

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að ógnir við öryggi Afgana séu mun fjölþættari en einungis yfirtaka talíbana þar í landi. 

Miklir þurrkar séu í landinu og yfirvofandi Covid-bylgja geri þörfina á mannúðaraðstoð brýna. Rauði krossinn á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun, sem að sögn Atla hefur gengið mjög vel og fjölmargir hafi lagt fram aðstoð. „Fjármagnið fer fyrst og fremst í að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk á átakasvæðum. Þá fer það líka í að bregðast við þurrkum sem hafa herjað á landið og hafa leitt til þess að um ellefu milljónir manna búa við fæðuskort,“ segir Atli og nefnir að á bilinu 12 til 20 milljónir manna þarfnist mannúðaraðstoðar eða allt að helmingur þjóðarinnar.

Hann segir þann fjölda geta aukist hratt á næstu vikum. „Fljótlega gæti ný Covidbylgja skollið á Afganistan,“ segir Atli og nefnir að einungis 0,5 prósent landsmanna hafi verið bólusett að fullu og að um 2 prósent hafi fengið annan skammtinn.

Nýtur griða talíbana

Atli nefnir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að þó að fréttaflutningur gefi það í skyn að gífurlegur fjöldi sé nú að reyna að flýja land um flugvöllinn þá sé það ekki endilega raunin. „Myndir sem við sjáum af öngþveitinu á flugvellinum í Kabúl sýna mjög afmarkaðan hluta þess vanda sem fólkið í Afganistan stendur frammi fyrir. Þetta er fólkið sem telur öryggi sínu ógnað í landinu vegna tengsla við Vesturlönd eða það hefur staðið í einhvers konar mannréttindabaráttu. Þó að þetta sé hópur sem telur þúsundir þá er hann fámennasti hópurinn sem á við vanda að stríða.“ Mun fjölmennari hópur er að reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan. „Það eru hundruð þúsunda manna sem flýja í átt að landamærunum og eiga von á að komast yfir. Á sama tíma hafa yfirvöld í Íran og Pakistan gefið það út að það verði ekki tekið á móti flóttafólki frá Afganistan,“ segir Atli og nefnir að nú þegar búi að lágmarki ein til tvær milljónir flóttamanna í þessum ríkjum. „Á þessu ári hefur um 600 þúsund afgönskum flóttamönnum verið snúið til baka og það hefur einungis aukið á neyðina. Átökin, Covid-19 og þurrkarnir koma svo ofan á þetta allt saman.“

Bróðurpartur þjóðarinnar er ekki að fara neitt út af ýmsum ástæðum, en er í brýnni þörf að fá mannúðaraðstoð. „Það er sá hópur sem Rauði krossinn horfir helst á og vill tryggja heilbrigðisþjónustu, Covid-forvarnir, aðgang að hreinu vatni og tryggja fæðuöryggi.“ Atli segir að talíbanar hafi gefið það út að starfsmenn Rauða krossins njóti griða, en hann hefur haft starfsemi í landinu í hátt í 40 ár. „Rauði krossinn starfar alltaf með leyfi allra stríðandi aðila og hefur einnig gert það í Afganistan. Við gerum því ráð fyrir að öll okkar starfsemi haldi áfram og að það verði frekar gefið í heldur en hitt.“

Tilbúin í að senda fólk út

Aðspurður hvort einhverjir Íslendingar verði sendir út á vegum Rauða krossins segir Atli það enn óljóst. Hann segir fjölmarga Íslendinga hafa starfað fyrir Rauða krossinn í Afganistan. „Við erum hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og erum auðvitað tilbúin að senda fólk á vettvang ef það verður kallað eftir því.“

Ríkisstjórn Íslands hefur gefið það út að tekið verði á móti flóttafólki frá Afganistan og segir Atli Rauða krossinn fagna stuðningi ríkisstjórnarinnar. „Móttaka þessa fólks verður ekki endilega dæmigerð sé miðað við hefðbundna móttöku flóttafólks og það á eftir að koma í ljós hvernig útfærslan verður.“

Hvað er að ske í Afganistan?

65.000 manna glæpasamtök eru að taka yfir þjóðfélag sem telur 30 milljónir manna?

Hvað yrði sagt í Chicago ef AlCapone kæmi aftur með viðlíka áætlanir? 

Er ekki brýnasta neyðarðstoðin 65.000 byssukúlur eða svo?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband