Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Smári eða Bjarni?

Ég átti góðan vin sem var bankastjóri. Við ræddum lánamál og hann sagði mér efnislega hvernig hann nálgaðist erfið verkefni sín.

Hann sagðist fyrst og fremst horfa  fyrst á manninn sem var á bak við erindið. Væri maðurinn í lagi þá þyrfti hann ekki að setja sig svo grannt inn í verkefnið. Maðurinn, heiðarleikinn og verkefnið væru nefnilega yfirleitt óaðskiljanleg.

Ég hlustaði fyrr á allt viðtalið við kommúnistaforingjann sjálfskipaða  Gunnar Smára Egilsson sem RÚV átti við hann. Fljúgandi mælskan og fullyrðingarnar létu mig hugsa til baka til bankastjórans míns gamla. Þurfti maður að hlusta svo mikið á málskrúðið og slagorðin þegar maðurinn blasti svona við í sögunni til viðbótar? Rangupplýsingar og óheiðarleiki segja stundum meira en mörg orð.Samt kunni hann frá öllu að segja um vondar náttúrur Sjálfstæðísflokksins og sínum góðu. 

Svo hlustaði ég á hvert  orð í meira en klukkutíma í viðtali Dagmálastrákanna á Mogganum við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins.

Í stuttu máli brilléraði Bjarni í hverju svari. Yfirburða þekking á Bjarna málefnum var eins og dagur og nótt frá máli Gunnars Smára sem svaraði fæstu efnislega heldur með frösum og slagorðum aftan úr forneskju Stalíns og Madúró.

Bjarni lýsti þeim skattalækkunum sem flokkur hans hefði staðið fyrir og þeim áformum sem hann hefði um lækkun tryggingagjalds og til lagalegra og sanngjarnari álagningu fasteignagjalda á fyrirtæki. Hvernig ábyrg hagstjórn eins og ríkisstjórnin hefði rekið  myndi greiða fyrir lágum vöxtum framtíðarinnar.Vinstri flokkarnir sem nú biðluðu til kjósenda væru allir  sem einn að boða aukin opinber útgjöld sem þýddu ekki annað en hærri álögur á almenning.Ef þeir þá ekki boðuðu það að falla í fang ESB or upptöku EVRU.

Bjarni sagði  Sjálfstæðismenn vilja gefa skattaafslætti til fyrirtækja sem þau gætu nýtt í rannsóknir og þróun sem myndi skila sér til þjóðarbúsins alls.Þeir vildu nýtt 300 þúsund króna frítekjumark fyrir almenning vegna atvinnutekna og fleira í þeim dúr sem snert almannahag beint.

Ef menn nenna að leggja það á sig að bera þessa tvo menn saman. Annan uppdressaðan í úthugsaðan og vandaðan öreigabúning sem á sjálfsagt að minna á verkalýð og hinn snyrtilegan og  blátt áfram á burstuðum skóm.

Þann fyrri uppfullan að fullyrðingum og þekkingarleysi og hinn þaulreyndan og fróðan um menn og málefni.

Mér býður mér í grun hvorn gamli bankastjórinn minn hefði valið fyrr.         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort voru það 14, 140 eða 1400 miljarðar sem bankarnir urðu að afskrifa hjá kompaníum BB.

Jón (IP-tala skráð) 21.9.2021 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband