24.9.2021 | 11:40
Hefur hann eitthvað vit á þessu?
sem er öðruvísi en Samfylkingarflokkarnir og Ole Bieltvedt hafa?
Morgunblaðið er með þessa klausu:
"Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur varhugavert að Íslendingar festi krónuna við evruna. Telur hann það illframkvæmanlegt og geti það meðal annars leitt til hærri stýrivaxta. Frá þessu var greint á vef Viðskiptablaðsins í gærkvöldi.
Seðlabankastjórinn telur ómögulegt fyrir bankann að halda fastgengi við evru en til að það gangi upp þyrfti meðal annars að beita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda því. Auk þess yrði ríkisstjórnin ávallt að taka mið af jafnvægi gengisins í fjárlögum og samkomulag þyrfti að ríkja við verkalýðsfélög um launahækkanir. Að þessum skilyrðum uppfylltum væri þó enn ekki hægt að treysta á að fastgengið myndi ganga eftir þar sem aðrir óvissuþættir væru enn til staðar.
Telur Ásgeir að tenging krónunnar við evruna gæti meðal annars leitt til hærri stýrivaxta þar sem nauðsynlegt gæti orðið að hækka vexti til að verja gengið.
Segir hann ekki ráðlegt að bera saman stöðu Íslendinga nú og þegar krónan var tengd við reiknieininguna ECU árið 1989.Hafi það fyrirkomulag gengið upp í ljósi fjármagnshafta sem eru ekki til staðar í dag.
Myndi taka mið af Evrópu
Segir Ásgeir að Íslandi bjóðist tvær leiðir, annars vegar evran og innganga í Evrópusambandið, og hins vegar sjálfstæð peningastefna.
Hvað varðar upptöku evrunnar segir Ásgeir Íslendinga þurfa að innleiða efnahagsstefnu og launastig sem myndu taka mið af gangi mála í Evrópu. Ef laun hér á landi væru í miklu ósamræmi við önnur lönd í Evrópu gæti það haft neikvæðar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. hmr@mbl.isv"
Hver hefur meira hagstjórnarvit: Bieltvedt hugmyndafræðingur Samfylkingarflokkanna eða dr.Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ragnar Önundarson árréttar fyrri skoðanir:
Evran yrði sjálfskaparvíti
Þeir sem vilja evru núna ættu að staldra við þetta: Er tímabært að setja gríðarlega harðan aga, með sársauka atvinnumissis yfir höfði sér, á eingöngu starfsfólk gjaldeyrisgreina, meðan langflestir mundu sleppa við þennan ótta? Svar sumra þeirra sem mundu sleppa er „já“, en ég segi nei. Gera þarf atvinnulífið fjölbreyttara og stöðugra áður. Orkuvinnsla og stóriðja er stöðugust, við eigum óvirkjaða græna orku, notum hana. Allir vita að landið flytur inn mest af sínum nauðsynjum og að eingöngu gjaldeyrir gerir þann innflutning mögulegan.
Hugmyndin um að setja þennan harða aga á landsmenn hefur þennan ágalla: Við efnahagsáfall, sem ylli gjaldeyrisskorti, mundu nokkur þúsund manns missa vinnuna vegna gjaldþrota sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtækja. Aðrir, langtum fleiri, mundu bara halda lífi sínu áfram „eins og ekkert hefði í skorist“.
Það þýðir að halli yrði á utanríkisviðskiptum. Landið mundi safna erlendum skuldum. Ekki yrði fyrirséð hve lengi og hve miklar þær yrðu, en sú staða sem mundi skapast yrði ósjálfbær.
Gjaldþrota fyrirtæki eru leyst upp. Starfsmannahópurinn tvístrast og þekking hans með. Eignir eru seldar á uppboði.Þessi ferill tekur langan tíma.
Hvort sem það er aflabrestur, verðfall, brestur í komu ferðamanna eða e.t.v. allt þetta í senn, þá taka svona sveiflur tíma. Til að vilji til að fjárfesta og reisa ný fyrirtæki á grunni gamalla skapist er ekki nóg að geta keypt eignir á hrakvirði á uppboði. Menn þurfa að sjá fram á hagnað.
Þangað til vilja menn bíða og sjá til. Til að hagnaðarvon myndist þyrfti að lækka launin. Það er kallað „niðurfærsla“ og stundum „hin leiðin“, af því að leiðirnar eru bara tvær, gengislækkun eða niðurfærsla.
Dettur einhverjum í hug í alvöru að á meðan stærstur hluti þjóðarinnar lifir lífi sínu áfram „eins og ekkert hafi í skorist“ verði sátt og friður um að þeir sem allt byggist á, starfsmenn gjaldeyrisaflandi greina, verði endurráðnir á miklu lægri launum? Menn stæðu frammi fyrir því að verða að lækka öll laun í landinu!
Halda menn að samstaða og sátt yrði um það? Launalækkun án t.d. skuldalækkunar?
Stjórnmálamenn yrðu fyrir orrahríðinni. Kannski þyrfti meira en eitt kjörtímabil til. Í kosningabaráttu yrði úrbótum lofað. Skipt yrði um ríkisstjórn. Ný stjórn mundi afnema tengingu krónunnar við evru, ef sú leið (sem Viðreisn mælir með) hefði verið reynd. Aðild að ESB (sem Samfylkingin segist vilja) hefði langan aðdraganda. Meira en eitt kjörtímabil. Það yrði langt og leiðinlegt rifrildi.
Það tæki langan tíma fyrir almenning að skilja þetta samhengi sem ég var að lýsa. Sársauki og reiði. Enn og aftur misskipting og mismunun. Fengum við ekki nóg af slíku eftir hrun? Svonefnt „fljótandi gengi“, sem lagar sig eftir aðstæðum með því að lækka þegar áföll verða en styrkist svo á ný þegar batnar í ári, heldur gjaldeyrisaflandi fyrirtækjum gangandi.
Það er af tvennu illu skárri kostur en þau ósköp sem felast í „hinni leiðinni“
Halldór Jónsson, 24.9.2021 kl. 11:48
Samfylkingin, litli Sjálfstæðisflokkurinn, Ole Bieltvedt og Ásgeir Jónsson eru einfaldlega ekki að tala um sama hlutinn.
Það er nokkuð undarleg staða þegar útflutningsgreinarnar sjá sér hag í því að rýra sem mest verðmæti gjaldmiðilsins.
Vagn (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 12:26
Það er nokkuð undarleg staða þegar útflutningsgreinarnar sjá sér hag í því að rýra sem mest verðmæti gjaldmiðilsins.
Hvar sjást merki um að svo hafi verið? Gengið batnar alltaf þegar vel gemgur í gjaldeyrisöflun, framboð og eftirspurn gerirþað að verkum. En hjá Kerrunni snýr alltaf allt a haus
Halldór Jónsson, 25.9.2021 kl. 08:27
Merkin eru þau að fyrirtækjunum gengur betur og hagnaður er meiri þegar krónan tapar verðgildi. Þeir selja vörur í evrum og hafa rekstrarkostnað í krónum. Þegar fiskur, rútuferð, álkubbur, forrit, flökunarvélar og gervifætur eru seld þá skiptir gengið máli. Hvort útflutningsaðilinn fái 150 krónur fyrir evruna eða 100kr skiptir máli. Verðlítil króna er lottóvinningur fyrir þá sem hafa útgjöld í krónum en tekjur í dollurum og evrum.
Það var góð ástæða fyrir bankana að taka stöðu gegn krónunni fyrir hrun. Og nú eru sum útflutningsfyrirtækin komin í þá stærðargráðu að geta haft áhrif á gengið. Seðlabankinn getur kostað milljörðum í að verja gengið en Össur Dananna og Brim braskara hafa engu að tapa og allt að vinna með því að ráðast á krónuna og vinna frekar gegn henni þegar tækifærin bjóðast. Og ekki búast við því að þeir auglýsi það og þú lesir um það í blöðunum. Þú sérð það helst þegar gengið fellur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, eins og 2017-2018-2019 þó vel gengi þau ár í gjaldeyrisöflun. Og þegar fréttir eru af minnkun gjaldeyrisvaraforðans vegna kaupa Seðlabankans á krónum sem eru að tapa sínu verðgildi.
Vagn (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.