Leita í fréttum mbl.is

Slitlög á götum

innanbæjar eru mest gerð úr malbiki. Misþykku og úr mismörgum lögum. Nýlokið er ráðstefnu um malbikun gatna. 

Ending á þeim er misjöfn. Þó sýnist manni að það þurfi gjarnan að endurmalbika á hverjum áratug eða oftar.

Það var einu sinni bæjarstjóri í Kópavogi sem hét dr. Gunnar Ingi Birgisson. Hann hafði verið vegaverktaki og kunni flest þaraðlútandi. Hann hafði kjark til að láta steypa 14 cm slitlög í Kópavogi þvert ofan í venjuleg 22 cm.sem verið höfðu notuð. Þessi þunnu slitlög voru ekki dýrari en malbik nema síður væri.

Menn geta horft á þessi slitlög núna á Fífuhvammsvegi til vesturs frá Smáralind og svo upp Smárahvammsveg. Steyptu lögin eru auðþekkt frá malbiki vegna þversagaðra raufa á 10 metra fresti.

Hver er munurinn á þeim og malbiki?

Á steyptu lögunum sem eru aðeins 14 cm þykk sést varla nokkuð slit eftir aldarfjórðungs þunga umferð. Malbikið endist greinilega mun skemur.

Einu skaðarnir á steypunni eru sprungur hér og hvar á yfirborði vegna þess að undirlagið var ekki nógu gott því steypa þolir ekki tog, bara þrýsting. En ekkert hefur þurft að eiga við neitt viðhald á steyptu lögunum. Bara keyra á nagladekkjum eins  og menn lystir

Hverju munar þá til lengri tíma?

Aðeins meira maus við steypu og lengri lokun. Græjurnar til að steypa eru víst til ennþá uppi´í Borgarnesi held ég þó mannskapurinn sé mest dauður. Og Gunnar Ingi lést líka í sumar sem leið.steypaC

En enginn bæjarverkfræðingur lítur á steypu sem valkost lengur.Fjárhagsáætlun er drýgri með eitt þunnt lag á hverju ári frekar en eitt þykkt á margra ára fresti.

Í Kollafirði er hálfrar aldar gömul óskemmd steypa á Vesturlandsveginum sem hefur ekki verið litið á til viðgerða.

Skyldi það slitlag ekki hafa borgað sig allvel? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Já  segðu, og nu eru komin betri efni til að bæta yfirborð steypunar. Allar aðalumferðar æðar stór höfuðborgarinnar ættu að steypast, 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.10.2021 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418425

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband