19.10.2021 | 08:59
Malthus
og Þorsteinn Sæmundsson eiga það sameiginlegt að vera forspáir.
Þorsteinn sá fyrir vandræðin sem af myndu hljótast ef Ísland gengi kommúnistum á hönd með úrsögn úr NATO. Honum tókst með félögum í "Varið land" að afstýra því.
Malthus gat ekki afstýrt því sem Þorsteinn fjallar um í Morgunblaðinu í dag. En það mál er undirrót allra mannlegra meina á þessari jörð. Orsök allra styrjalda og neyðar í heiminum.
Þorsteinn skrifar:
"Árið 1798 kom út bók sem menn hafa deilt um alla tíð síðan. Bókin hét Ritgerð um mannfjöldalögmálið (Essay on the Principle of Population). Höfundurinn var Robert Malthus, enskur prestur og hagfræðingur. Meginstef bókarinnar var að fólksfjölgun myndi fyrr eða síðar fara fram úr fæðuöflun og þannig setja mannkyninu skorður. Þetta myndi leiða til baráttu um fæðuna og víðtækrar hungursneyðar.
Malthus rökstuddi þessa kenningu sína ítarlega. Gagnrýnendur seinni tíma hafa þó bent á að hann hafi hvorki séð fyrir iðnbyltinguna né stórtækar framfarir í jarðrækt. Sé litið á stöðuna nú, meira en þremur öldum síðar, verður að játa að Malthus hafi haft mikið til síns máls.
Flest þeirra vandamála sem á okkur brenna verða rakin til offjölgunar mannkyns, þótt það sé sjaldnast viðurkennt. Mannfjöldi í heiminum hefur aukist úr tveimur milljörðum árið 1930 í tæpa átta milljarða nú. Með öðrum orðum; á æviskeiði elstu manna hefur fjöldinn fjórfaldast. Horfur eru á að talan nái tíu milljörðum um miðja þessa öld.
Afleiðingarnar birtast á ótal sviðum, í vaxandi mengun á láði, í lofti og legi, fækkun dýrategunda, eyðingu skóga, hlýnun andrúmslofts, þjakandi umferð, þrengslum í borgum, hernaðarátökum, sívaxandi flótta frá átakastöðum og fæðuskorti á stórum landsvæðum.
Þótt dregið hafi úr barneignum í nokkrum löndum breytir það ekki heildarmyndinni. Í raun er það fólksfækkun sem stefna ber að. En sú hugsun er ekki vinsæl.
Eina þjóðin sem gert hefur alvarlega tilraun til að takmarka barneignir eru Kínverjar. Tilraunin mistókst sem kunnugt er, og engin lausn er í sjónmáli. Meðan svo háttar til verða menn óhjákvæmilega að draga úr neyslu og sætta sig við versnandi lífskjör.
Sem stendur er hlýnun jarðar ofarlega á dagskrá í flestum löndum. Þegar menn takast á við þau vandamál sem henni fylgja má ekki gleymast hver hin raunverulega rót vandans er.
Það er fólksfjölgunin."
Það er furðulegt að leiðtogar vorir um heim allan láta sem að þessi vá sé ekki raunveruleg. Þess í stað einblína þau á niðurstöðu hina fjörtíuþusund fífla AlGores í París um að jarðefnaeldsneyti sé mest um að kenna.
Vissulega er gott að draga úr útblæstri þar sem það er mögulegt,En orkunotkun mannkyns kemur að yfirgnæfandi leyti úr því eldsneyti.Og orkulaus getur mannkynið ekki forðast hungursneyð.
Grein Þorsteins stjörnufræðings er þörf áminning að við komumst ekkert áfram á órökstuddum slagorðum glamursstjórnmála.
Fyrr eða síðar verðum við að hugsa til gamla Malthusar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Nú endar um þriðjungur af framleiddum matvælum á haugunum. Það ætti því að vera eitthvað svigrúm til að draga úr orkunotkun, mengun og framleiðslu matvæla án hungursneyðar.
Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 10:34
Styrjaldir munu ekki hverfa þótt fólki fækki. Það er stjórnlaus veldisvöxtur neyslu sem er aðalmmein okkar aldar.
Ómar Ragnarsson, 19.10.2021 kl. 12:54
Minnist hann eitthvað á að fólksfjöldi mun ná hámarki milli 9 og 10 milljarða og að okkur mun fækka eftir það? Fæðingartíðni á heimsvísu er er lægri en svo að hún sé að fjölga okkur. Okkur er aðallega að fjölga í dag af því að fólk lifir lengur.
Annars er það nú líka þannig að framboð og forði allra helstu auðlinda hefur aukist samhliða fólksfjölgun og skilvirkari nýtingu auðlinda. Við erum ekki í neinum vandræðum með níu milljarða á jörðinni svo lengi sem stjórnmálamenn fá ekki að gera okkur fátæk í gegnum hamfarastjórnmál loftslagstrúarbragðanna.
Hákon (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 15:09
Hákon, fólki fjölgar í fátæku löndunum en ekki í þróuðu lömdunum, þar sjá aðfluttir múslímar um, fjölgunina eins og á Íslandi þar sem fæðingartiðnin er komin í 1.7 hjá íslenska hvíta fólkinu sem við tölum um sem Íslendinga, til aðgreiningar frá hælisleitendum eða innflytjendum frá Arabalöndunum eða Afríku sem eru í mestu dálæti hjá okkur. Kynhverfir Afríkubúar eru því æskilegir þar sem þeir stuðla tæpast að fleiri fæðingum hér eða hvað?
Halldór Jónsson, 20.10.2021 kl. 18:04
Sæll Halldór,
NATO heldur áfram með að brjóta gamla samkomulagið er Gorbi karlinn og ríkisstjórn Bush gerðu, varðandi með að NATO myndi alls ekki stækka meira til austurs, nú og ALLS EKKI ÓGNA RÚSSUM.
En hvað NATO hefur haft allar sínar ógnar-heræfingar rétt við landamæri Rússlands, þeas. rétt við landamæri Póllands, við landamæri Búlgaríu, við landamæri Léttlands, við landamæri Eistlands, við landamæri Georgíu, við landamæri Úkraínu og á Svartahafi, nú og okkar líka litla, litla, nice, nice Landhelgisgæsla hérna þarf að hafa fyrir því að fara "utan landhelginnar" eða 200 sjómílur (https://www.lhg.is/frettir-og-fjolmidlar/frettasafn/frettayfirlit/thrju-russnesk-skip-innan-efnahagslogsogunnar) til þess eins að reyna koma inn einhverjum myndum. Allt gert svona fyrir okkar líka Pro -NATO áróður hérna. Hvernig er það hafði þið ekki miklar áhyggjur af Rússum, eða hvað?
KV.
Sjá einnig hérna frá Foreign Affairs:
"Twenty-five years ago this November, an East German Politburo member bungled the announcement of what were meant to be limited changes to travel regulations, thereby inspiring crowds to storm the border dividing East and West Berlin. The result was the iconic moment marking the point of no return in the end of the Cold War: the fall of the Berlin Wall. In the months that followed, the United States, the Soviet Union, and West Germany engaged in fateful negotiations over the withdrawal of Soviet troops and the reunification of Germany. Although these talks eventually resulted in German reunification on October 3, 1990..." https://www.foreignaffairs.com/articles/russia-fsu/2014-08-11/broken-promise
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.10.2021 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.