Leita í fréttum mbl.is

Við lifum á hlýskeiði

Haukur Ágústsson skrifar merka grein um samspil aukningar CO2 í andrúmsloftinu, þessa 0,04% sem það nemur af lofthjúpnum.

Hann birtir línurit sem sýna að magnið eykst sem afleiðng af hlýnun en ekki öfugt.

hitabreytinmgar Hauks Ágústssonar

" CO2 (kolefnistvíildi) er skaðlaus lofttegund, sem er örsmár hluti af lofthjúpi jarðar, um 0,040%. Aðrar helstu lofttegundirnar eru köfnunarefni, sem er langstærsti hlutinn, 78%; súrefni (O), 21%; vatnseimur (H2O), 2-4%, og argon (Ar), 0,9%. Fyrir árið 1945 var CO2 (koltvíildi) nokkuð yfir 0,030%, eða um 30 mólekúl í hverjum 100.000 mólekúlum innan lofthjúpsins.

Í tímans rás

Með því að rýna lög í borkjörnum, sem fengnir hafa verið úr íshellunum á Grænlandi og suðurskautinu, hafa vísindamenn lesið m.a. ástand og samsetningu lofthjúps jarðar hundruð þúsunda ára aftur í tímann.

Í ísnum eru loftbólur, sem unnt er að nýta til greiningar á magni einstakra þátta, þ.á m. koltvíildis, en einnig birta kjarnalögin atriði, sem t.d. lúta að hitastigi og í framhaldi loftslagi almennt á öllu því tímabili, sem þessar heimildir ná til.

Þær niðurstöður, sem fengist hafa með þessum rannsóknum, hafa almennt ekki farið hátt í umræðu um loftslagsmál, enda stangast þær gjarnan á við þann áróður, sem hæst fer um t.a.m. hamfarahlýnun og hlut manna í henni. Enginn neitar því, að loftslag á jörðinni breytist. Það hefur ævinlega og ætíð gert það alla þá tíð, sem hún hefur verið til.

Á fyrstu stigum tilveru sinnar var jörðin heit, en fyrir um tveimur milljónum ára hafði hún kólnað svo, að til komu ísaldir á hinu svonefnda Pleistocene-tímabili, sem stóð frá því fyrir um einni milljón ára til um það bil 20 milljónum ára fyrir nútíma.

Á ísaldarskeiðunum féll hitinn á jörðinni svo mjög, að þykkir jöklar huldu lönd á norðurhveli og mynduðust einnig á suðurhveli, en með öðrum hætti þar vegna lítils landmassa. Þessir miklu jöklar skófu löndin, fáguðu berg og skildu eftir sig jökulruðninga.

Enn sér víða merki þessara stórfenglegu náttúruafla í t.d. NorðurAmeríku og suður eftir Evrópu. Eins og sést á línuritinu (mynd 1), sem sýnir niðurstöðu greininga á deuterium (þungt vetni) í Vostok-ískjarnanum, hafði hver ísöld nokkuð hægan aðdraganda, sem stóð í þúsundir ára.

Hlýnunin var hins vegar hverju sinni furðulega snögg. Í ljós kom líka, að aukning koltvíildis í loftsýnum í ískjörnunum varð ekki fyrr en að baki hlýnuninni hverju sinni. Á löngum tímaskala liðins tíma var langtímaseinkunin verulega mikil, eða svo að skipti hundruðum ára. Hún er lítt greinanleg á línuritum, sem ná hundruð þúsunda ára aftur í tímann, en kemur þó fram. Línurit þessi eru miklu of viðamikil til þess að birta þau í blaðagrein.

Við 25°C inniheldur sjór 50 sinnum meira af koltvíildi en loft. Upptökugeta sjávar ræðst af hitastigi. Kaldur sjór geymir meira af koltvíildi en heitur.

Þegar sjórinn hitnar losnar koltvíildi úr honum og fer upp í andrúmsloftið, en þetta gerist á alllöngum tíma, af því að hafið er mun lengur að hitna en fastalandið. Þessi umskipti eru mælanleg yfir skemmri tímabil en aldir og árþúsundir. Slíkar mælingar hafa vísindamenn tekið sér fyrir hendur og komist að raun um það, að einnig innan skemmri tímabila fylgir aukning koltvíildis hitnun loftslags og reyndar líka sjávar.

Þetta kemur glögglega í ljós á línuritinu, sem hér er merkt „mynd 2“. Línuritið nær yfir þrjátíu ára tímabil í samtíðinni.

Niðurstaða

Eins og fram kemur á línuritunum tveimur hefur í fyrsta lagi aldrei ríkt kyrrstaða í loftslagi á jörðinni, hvorki til langs né skamms tíma litið. Línuritið á mynd 1 sýnir ekki samspil tvíildis og hitastigs, en línurit um það atriði eru til, enda hafa vísindamenn ígrundað þetta atriði líka í rannsóknum sínum á loftslagi jarðar og breytingum á því og þá einnig samspili hitabreytinga og tvíildis í andrúmsloftinu.

En vísindamenn hafa líka tekið styttri tímabil til athugnar, eins og fram kemur í línuritinu á mynd 2. Þar kemur greinilega í ljós, að magn koltvíildis í andrúmslofinu eykst í framhaldi af auknum hita – aukningin fylgir, en kemur ekki á undan. Það virðist því nokkuð úr lausu lofti gripið að gera ráð fyrir því og reyndar halda því fram sem sannaðri niðurstöðu – gefandi henni þann heiðursstimpil að hún sé endanleg og óumdeild – að aukning koltvísýrings valdi hitaaukningu, þegar niðurstaða vísindamanna er þveröfug.

Vísindamenn segja einnig, að vatnseimurinn í andrúmsloftinu hafi mun gertækari áhrif á loftslag og þá hita á jörðinni en koltvísýringur.

Þar berast böndin að sólinni sjálfri, sveiflum í segulsviði hennar og áhrifum t.d. geimgeisla, skýjamyndun og útgeislun orkunnar frá sólinni frá skýjahulu og fleiru, en ekki að magni koltvísýrings. Ekki svo að skilja, að þau séu engin, en þau eru lítil á móti öðru, sem náttúran reiðir fram, og alls ekki hæfur grundvöllur ýmissa þeirra kostnaðarsömu og róttæku ráðstafana, sem til er gripið í nafni þess að bjarga jörðinni frá loftslagsbreytingum, sem líklegast er að séu ekki annað en óumbreytanlegur hluti af ferli hinnar máttugu náttúru, sem fer sínu fram, eins og hún alltaf hefur gert og mun ætíð gera."

 

Það sem menn ættu að taka eftir er að innihald andrúmsloftsins af CO2 virðist koma í kjölfar hlýnunar þess en ekki öfugt. Einnig að ísöld virðist líklegri en ekki  í framtíð jarðar.

Ég er feginn að þurfa ekki að lifa hana því ég er kulvís skræfa en ekki jökladýrkandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haukur Ágústsson guðfræðingur, fyrrverandi tónmenntakennari og hægrimaður í stíl áhangenda Trumps skrifar bara grein en ekki merka grein. Menn þurfa að vera innvígðir trúbræður, sem grípa hvaða hálmstrá sem er til að styðja trú sem ekki verður með skynsamlegum hætti rökstudd, til að telja greinina merka.

Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 20:36

2 Smámynd: Hörður Þormar

Í YouTube þætti stjarneðlisfræðingsins, próf. Haralds Lesch, heldur hann því fram  að útgeislun sólar fyrir milljarði ára hafi verið fjórðungi minni heldur en í dag. Jörðin hefði því verið eins og ískúla ef styrkur CO2 o.fl. gróðurhúslofttegunda hefði ekki verið margfaldur á við það sem hann er nú. Það er því þessu gróðurhúsalofti að þakka að jörðin varð lífvænleg. Væri þessi styrkur hins vegar jafnmikill í dag, þá væri lífinu óbærilegt vegna hita.

Þrátt fyrir hitasveiflur á jörðinni, af ótal ástæðum, þá hélst nægilegt jafnvægi á milli gróðurhúsaáhrifa og sólarvirkni til þess að lífið á jörðinni gat þróast.

Þegar talað er um loftslagsvá, þá er tæpast hægt að halda því fram að lífið deyi út. Danski jöklafræðingurin Peder Steffensen lýsir þeim stórkostlegu hitabreytingum sem urðu á Grænlandsjökli á ísöld. Neanderdalsmaðurinn lifði í Evrópu við þessi skilyrði í tvö- til þrjúhundruð þúsund ár. Það væri erfitt fyrir okkur, nútímafólk.

Það varð loks fyrir um ellefu þúsund árum að það hitastigsjafnvægi komst á sem við nú þekkjum. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að raska þessu jafnvægi sem allra minnst. Spurningin er tekst okkur það?

Hörður Þormar, 19.10.2021 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418284

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband