Leita í fréttum mbl.is

Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá

var kjörorð Silla & Valda. Allir þekktu þá kaupmenn í gamla daga sem voru með eitt skrifborð uppi á loft í Aðalstræti og annað fyrir skrifstofumanninn.

Ég átti erindi í Glæsibæ í gær. Ég féll eiginlega í stafi fyrir öllum glæsileikanum sem þarna er að finna. En upphaflega byggðu þeir Silli&Valdi Glæsibæ sem minn gamli lærifaðir Bárður Daníelsson teiknaði í upphafi.

En mikið er búð að bæta við síðan.

Þarna eru mikil stæði fyrir þarfasta þjóninn, einkabílinn. Þegar Borgarlínan er búin að útrýma honum má hugsanlega breyta öllu þessu í íbúðir sem hluta af þeim 5000 sem eru á teikniborðinu hjá Borgarstjórnarmeirihlutanum.

En þar eru mörg og fögur fyrirheit að finna. Smáa punkta í fréttum sem tryggja væntanlega upprisu Dags í kosningunum eftir hálft ár datt ég um í fljótheitum.

„Ákveðið hefur verið að fækka fyrirhuguðum pálmatrám í Vogabyggð úr tveimur í eitt.

Er þetta gert í samráði við höfund listaverksins. Hins vegar stóðst verkið raunhæfismat sem framkvæmt var í kjölfar samþykktar borgarráðs.“

 

„Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær tillögu Sjálfstæðisflokks um sérstaka flýtimeðferð til uppbyggingar 3.500 íbúða í Reykjavík.

 Tillagan gerði ráð fyrir að skipulagi Keldnalands og Keldnaholts yrði flýtt. Þá gerði hún ráð fyrir að íbúðir yrðu skipulagðar við BSÍ-reit og lóðum yrði úthlutað í Úlfarsárdal.“

(Grænabyggð er á Suðurnesjum:)

„Meðal fjárfesta sem keypt hafa lóðir í Grænubyggð er félagið Vogakór sem fól JÁ Verk að reisa 36 íbúðir í Grænborg 6, 10 og 14. Stefnt er á að þær verði tilbúnar haustið 2022.

Verð á einingu, eða íbúð, í litlum tveggja hæða raðhúsum er um 4,5 milljónir og eru gatnagerðargjöld meðtalin. Þá er lóðarverðið í stærra fjölbýli um þrjár milljónir á einingu, að meðtöldu gatnagerðar- og byggingarréttargjaldi, en sjávarlóðirnar kosta frá 16,5 milljónum króna.“

Ekki er vitað um  verð á lóðum  í Reykjavík séu þær til sölu?

„Nýlega var haft eftir skólameistara Borgarholtsskóla að borgarstjóri hefði ekki svarað beiðni sinni um fund vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Borgarholtsskóla í meira en tvö ár. „

 

„Það ríkir ekki neyðarástand í húsnæðismálum. Samkvæmt alþjóðlegum samanburði er einungis ein evrópsk höfuðborg, Haag, þar sem kaupmáttur er hærri í samanburði við verð á íbúðarhúsnæði.“

„Þetta segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði við Morgunblaðið á mánudag, að það væri óskiljanlegt að Reykjavíkurborg viki ekki frá þéttingarstefnu til að mæta neyðarástandi á húsnæðismarkaði.“

 

„Pawel segir að tilgáta Ragnars Þórs sé að það væri byggt mun meira í Reykjavík ef ekki væri fyrir þéttingu byggðar.

„Staðreyndin er hins vegar sú að seinustu tvo til þrjú ár hafa verið algjör metár í uppbyggingu nýrra íbúða. Höfum verið að fá yfir þúsund nýjar íbúðir inn á markað bæði 2019 og 2020 og það mark mun einnig nást í ár. Sjaldan í sögu borgarinnar höfum við horft upp á annað eins.“

„Fyrsta lýðræðisstefna Reykjavíkur sem gildir til næstu tíu ára var samþykkt á fundi borgarstjórnar í gær ásamt aðgerðaáætlun og mælanlegum markmiðum.

Hún snýst um að byggja upp traust um þær ákvarðanir sem eru teknar, ef la upplýsingagjöf til íbúa og auka aðkomu þeirra. Lýðræðisleg, fagleg og vönduð umfjöllun um málefni bætir gæði ákvarðana sem færir okkur betri borg.“ Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati sem er mikils metin í ráðhúsinu.

„Örfáum vikum fyrir síðustu kosningar lofaði Dagur að verða við kröfum foreldra um lausn í leikskólamálum fyrir sumarið. Loforðið það gufaði upp strax eftir kosningar. ---„

 Næst stóð hann glaðbeittur og lofaði því að setja „Miklubraut í stokk“ á kjörtímabilinu sem senn er liðið. Rétti upp hönd sem sér grilla í stokkinn. ---

„ Síðast í gær sagði hann umferðina á Miklubraut koma í veg fyrir fjölgun íbúða en sveltið ýtir eignaverði upp í hæstu hæðir. Í átta ár hefur dellumálið „borgarlína“ átt að bjarga öllu „á næstu árum“. Hún er engu nær, sennilega sem betur fer. ---

 „En þrátt fyrir að loforðaflaumur hafi árum saman ekki skilað neinu hefur meirihlutanum „tekist“ að koma fjármálum borgarinnar í algjört óefni. --- „

„Þótt allir gjaldstuðlar séu keyrðir upp í topp og þannig þrengt að kaupgetu borgarbúa hækka skuldir borgarinnar dag frá Degi.“

Svo segir gamli góði Villi sem var einu sinni Borgmeistari í Reykjavík:

"Nýlegt afrek meirihlutans í íbúabyggð í Reykjavík er fyrirhuguð bygging 700 íbúða í Nýja-Skerjafirði, eins og meirihlutanum finnst heppilegt að nefna þetta svæði þétt við flugvöllinn, og hefur í för með sér stóraukinn akstur bifreiða á nærliggjandi svæðum.

Engin bílastæði í húsagötum og heldur ekki bílastæði á lóð né bílskýli á einstökum lóðum.

Bílageymsluhús, fyrir 400-450 bíla og reiðhjól, verða staðsett miðsvæðis í hverfinu.

Þeir sem nota einkbílinn eiga að hjóla eða ganga til og frá heimkynnum sínum í bílageymsluhúsið.

Fjölmennur hópur íbúa í Skerjafirði gerði alvarlegar athugasemdir við þessi byggingaráform, en mótmæli þeirra voru að engu höfð. S

ömu sögu er að segja af mótmælum íbúa víðsvegar í borginni vegna byggingarframkvæmda í rótgrónum hverfum sbr. mótmæli íbúa í Bakka- og Stekkjahverfi vegna fyrirhugaðra háhýsa í Neðra-Breiðholti.

Á íbúana er hlustað lítillega en í langflestum tilvikum ekkert gert með mótmæli og ábendingar þeirra líkt og gerðist með fyrirhugað BioDome-risamannvirkið í Elliðaárdalnum.

Ætli þetta sé lýðræðið sem Dóra Björt talar um?

 

Í stað þess að setja Miklubraut í stokk hefði verið hægt að breikka hana í stað þess að þrengja með grjótgörðum.Allir nema Borgarstjórn sjá hvernig auðvelt er að gera það fyrir brot af kostnaði við jarðgöng Dags.

Og spurning er hvort Dagur er ekki búinn að sjá það í sínum óendanlega vísdómi að það er hægt að breikka allar götur frá Mosfellsbæ og út á Nes. Og því má sleppa þessri Sundabraut.

Aðalatriðið er að meirihlutinn ætlar að byggja 5000 íbúðir í fyllingu tímans  en ekki 3500 eins og þessi óraunhæfi minnihluti hans Laxdals  lagði til.(Þegar lóðir verða til reiðu að sjálfsögðu.)

Skuldir Borgarinnar áður en byrjað er á Borgarlínunni eru sagðar nálgast 500 milljarða. Og margir skrifstofumenn við mörg skrifborð úti um allt til að bóka framúrkeyrslur ef þær skyldu einhvern tímann ólíklega koma fyrir eftir að braggar eru orðnir sjaldgæfari.

En Borgarlínan sjálf  á víst að kosta eitthvað á annað hundraðið sem líklega verður þá kostuð af þéttingargjöldum.

"Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst ánægjulegt að lesa þetta um Silla & Valda. Amma mín og afi bjuggu fyrstu búskaparár sín í Reykjavík, við Tjarnargötuna. Það var frá 1943 til 1950. Amma mundi vel eftir þeim og hrósaði þeim og þeirra þjónustu og kvartaði undan því hvað var fátæklegt og lengra í búðir í Kópavogi upp úr 1950, en svo breyttist það fljótt og allskonar kaupmenn á horninu komu, og Kron. En samanburðurinn við Reykjavík var þannig að Kópavogur var eins og sveit þá.

 

Hún sagði mér sem litlum dreng að Silli og Valdi hafi verið mjög alþýðlegir, talað við viðskiptavinina og afgreitt þá, þarna í Aðalstrætinu, sem var skammt frá heimili þeirra þá. Það þótti mjög flott búð þá.

 

Hún átti vini og vinkonur í Reykjavík og þegar hún dó 1985 var kommastjórn í Kópavogi og lítið um framkvæmdir. Þá þótti mörgum sem Sjálfstæðismenn vantaði í Kópavoginn eins og í Reykjavík. Nú þarf Reykjavík aðra menn en Dag, hef ég heyrt frá þeim sem búa í Reykjavík.

Ingólfur Sigurðsson, 20.10.2021 kl. 14:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg var að lesa hjá bloggara i dag,að framleiðsla smábíla væru á ógnarhraða á vinældalista til notkunar í stór-borgum.Ef ég skil lýsingu á kerrunni rétt væru þeir langheppilegstir til að erindast i höfuðborginni okkar,þar sem svo margt er að sækja;T.d.Jómfrúin er hún bíður upp á hheimsins besta Jazz; Ég bara segi svona!

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2021 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband