Leita í fréttum mbl.is

Murphys lögmál

er í uppáhaldi hjá mörgum. Þau skýra margan napran sannleika um það hversvegna ekki þýðir að ganga á  hólm við aðstæður sem oftar en ekki tapast á hinn  óheppilegasta hátt fyrir mann sjálfan. Til dæmis segir eitt lögmálið svo ef maður missir smurða brauðsneið í gólfið þá lendir hún yfirleitt með  smjörhliðina niður.

Annað segir svo, að ef eitthvað virki þá eigi maður ekki að reyna að laga það.

Það gildir um efnahagsmáal á Íslandi sem hefur búið við einn mesta hagasældarauka og lífskjarastöðugleika, ekki bara í Evrópu heldur í heimi. Það er helst Saudi Arabía, Brunei og Dubai sem geta boðið betur.

Samt eru hér til fæðingarkratar sem sjá ekkert annað betra en að Ísland gangi í tollabandalag 27 Evrópuþjóða, ESB,sem er beitt gegn afganginum af heiminum. Þrátt fyrir þennan frábæra efnahagslega árangur sem við blasir þá er vælunum og harmagrátnum  dyggilega uppi haldið af þessum, sömu sósálistum hvar sem við verður komið.

Þorsteinn nokkur Pálsson heldur úti föstum trúboðspistli sem hann nefnir Af Kögunarhóli í málgagni ESB á Íslandi,Fréttablaðinu, á hverjum fimmtudegi. Ég er fastur lesandi til þess að koma mér í stríðsskap og geðvonsku því maður verður að æsa sig upp til að nenna einhverju á mínum aldri.

Í dag kemur enn ein gusan um hversu allt  sé að drepast hjá okkur vegna skorts á einhverjum stöðugleika eins og í ESB. Við vitum, að þar ríkir miklu meiri stöðugleiki en á Íslandi í atvinnuleysi til dæmis sem er margfalt okkar.Og núll launahækkanir í Þýskalandi eru stöðugleiki sem við myndum  seint vilja fá yfir okkur þegar nóg er til eins og Drífa segir.

En Þorsteinn segir í  pistli dagsins:   

"Í síðasta mánuði var frá því greint að lögmaður Færeyja hefði skrifað formanni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins bréf með ósk um viðræður til þess að kanna möguleika á nánari samvinnu. Hugmynd lögmannsins virðist vera tvíþætt. Annars vegar að styrkja núverandi samstarf við Evrópusambandið og hins vegar að færa það yfir á fleiri svið.

Hornsteinn stöðugleika í Færeyjum

Færeyingar eru ekki aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eins og Ísland. Á hinn bóginn njóta þeir gengisstöðugleikasamstarfs Danmerkur og sambandsins. Tenging við evruna hefur verið hornsteinn stöðugleika og grósku í færeysku efnahagslífi. Athyglisvert er að hagvöxtur í Færeyjum hefur verið heldur meiri en í Danmörku. Þetta frumkvæði lögmanns Færeyja til þess að leita nýrra leiða og taka ný skref fram á við í fjölþjóðasamvinnu er um margt athyglisvert. Við lifum mikla breytingatíma og stöðnun er hættulegur óvinur.

Allt óbreytt í þrjátíu ár

Ísland hefur ekki tekið ný skref um aukna fjölþjóðasamvinnu síðan ákveðið var að fylgja EFTA-þjóðunum í samningum um aðild að innri markaðnum. Það eru þrjátíu ár. Þá hafði kalda stríðið enn ekki runnið sitt skeið. Á lýðveldistímanum hefur ekki áður liðið svo langur tími án þess að ný skref væru stigin í fjölþjóðasamvinnu. Það er því athyglisverðara að á þessum tíma hefur heimsmyndin gjörbreyst. Nýjar áskoranir hafa ekki einu sinni leitt til þess að við tækjum stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu til skoðunar.

Misheppnuð leit að nýjum tækifærum

Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð fyrir fjórum árum gerði hún mikið úr nýjum tækifærum, sem Brexit myndi gefa Íslendingum. Brexit varð eins konar allsherjar lausnarorð. Það átti að leiða Ísland inn á nýjar brautir til nýrra framfara og nýrra tíma. Nú fjórum árum síðar nefnir enginn þessi nýju tækifæri lengur. Veruleikinn er sá að svigrúm Íslands til samskipta við Breta er þrengra en fyrir Brexit, þrátt fyrir þá samninga, sem gerðir hafa verið og dregið hafa úr mesta skaðanum. Tækifærin eru einfaldlega færri. Reynslan sýnir að Brexit var ekki skref fram á við í alþjóðlegri samvinnu og opnaði ekki ný tækifæri fyrir Ísland. Að þessu leyti misheppnaðist stærsta nýmælið, sem þessi ríkisstjórn lagði upp með á sviði utanríkismála.

Minnkandi skilningur á rætur í SA

Meira og minna öll efnahagsstarfsemi landsins ræðst af því hvernig við komum ár okkar fyrir borð í alþjóðlegri samvinnu. Í vaxandi mæli liggur kjölfestan í vísindum, listum og menningu einnig í fjölþjóðasamvinnu. Löggjöf Evrópusambandsins um sameiginlega innri markaðinn gildir á öllum sviðum atvinnulífsins á Íslandi. Evrópa er okkar heimamarkaður. Evrópulöggjöfin er jafn lifandi í Bolungarvík sem Brussel og Raufarhöfn sem Róm. Í þessu ljósi sætir furðu að sex af átta flokkum, sem fengu þingmenn kjörna, ræddu ekki utanríkismál í kosningabaráttunni. Þar á meðal voru allir ríkisstjórnarflokkarnir. Aukheldur ítrekuðu þeir alveg sérstaklega að ný tækifæri í Evrópumálum væru alls ekki á dagskrá. Þetta lýsir minnkandi skilningi á mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir atvinnulífið og hvernig við tryggjum best efnahagslegt og pólitískt fullveldi Íslands. Rætur þessarar hugsunar virðast liggja í forystu Samtaka atvinnulífsins.

Ný tækifæri

Hvaða tækifæri geta falist í loka skrefinu til fullrar Evrópusamvinnu? Nefna má:

n Það er besta leiðin til að tryggja stöðugan gjaldmiðil. Hann er svo aftur forsenda fyrir vexti og viðgangi nýrra tækifæra í þekkingariðnaði og nauðsynleg undirstaða fyrir trausta ferðaþjónustu.

n Það opnar möguleika inn á Evrópumarkaðinn fyrir fullunnar sjávarafurðir, sem sæta tollum í dag. Í einhverjum mæli mætti flytja heim atvinnu þeirra, sem nú fullvinna íslenskan fisk á meginlandinu.

n Það gæti létt þá miklu atvinnuháttabreytingu í landbúnaði og á landsbyggðinni, sem lýst er í umræðuskjali ríkisstjórnarinnar frá í vor sem leið.

n Það ætti með meiri stöðugleika og verðmætasköpun að hafa verulega jákvæð áhrif á hag heimilanna í landinu.

n Það myndi auðvelda okkur að fjármagna halla ríkissjóðs á sambærilegum kjörum og grannlöndin njóta án gengisáhættu."

Gengisáhættu sjá menn yfirleitt við í framkvæmdum sínum sem eru fæstar mjög tengdar gengi til langs tíma  þar sem við lifum í núinu.

Svo skauta Evrupostular yfirleitt framhjá því að Evrur sem eru settar í efnahagslifið á Íslandi eru jafngildi erlends láns í dag og verða að greiðast þannig.

Ekkert kæmi til bjargar ef engar Evrur væri til hjá Ásgeiri.Væri eitthvað auðveldara að kaupa tunnur undir grásleppuhrogn í Evrum og borga laun í Evrum en að reikna verðið yfir í Evrur þegar maður selur?

Hvernig fórum við að  því að rétta okkur miklu fyrr af eftir hrunið en aðrar þjóðir sem eru enn að glíma við vandann sem er langt að baki hjá okkur?

Færeyingar til dæmis eru enn að skrifa hjálparbeiðnibréf. 

Murphy segir, "If it works don´t fix it".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418285

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband