Leita í fréttum mbl.is

N-K-P

Gunnar Heiðarsson skrifar þarfa áminningu um gengna tíma á blogg sitt:

 

"Í tæpa hálfa öld var starfrækt áburðarframleiðsla á Íslandi. Þar var reyndar einungis framleitt nitur, eða köfnunarefni (N), en önnur íblöndunarefni flutt til landsins. Tilbúinn túnáburður samanstendur að stærstum hluta til af nitur(N), en einnig eru í honum kalí (K) og fosfór, eða þrífosfat (P). Af þessu kemur skammstöfunin N-K-P. Auk þess eru ýmis önnur bætiefni í túnáburði s.s. kalsíum, brennisteinn og í einstaka tilfellum bór. Öll eru þessi efni til að bæta og efla gróður túna.

Nútímabóndinn lætur rannsaka tún sín og kaupir síðan þann áburð sem hentar hverju túni. Það er gert til hámarka afurðir og lágmarka kostnað, að einungis sé borið á það sem þarf. Enda tilbúinn áburður sennilega stærsti einstaki kostnaðarliður bænda. 

En nú horfir illa. Framleiðsla á tilbúnum áburði, sér í lagi nitur, eða köfnunarefni, krefst mikillar orku. Eins og áður segir fór sú framleiðsla fram hér á landi í nærri hálfa öld. Eftir að EES samningurinn tók gildi reyndist ekki lengur rekstrargrundvöllur fyrir slíkri verksmiðju og var starfsemin lögð niður. Ódýrara var að flytja bara inn áburð, frá Evrópu.

Af ástæðum sem ekki verða raktar hér, er nú svo komið að raforkuverð þar ytra er orðið svo hátt að áburðarverksmiðjur loka. Verðið á tilbúnum áburði hefur þegar hækkað um 140%, en það dugir ekki til. Því munu bændur ekki bara standa frammi fyrir þeirri staðreynd að áburðarverð verði óviðráðanlega hátt fyrir þá, meiri líkur eru á að áburður muni bara alls ekki fást í vetur.

Það vekur upp spurningu um hvort ekki sé kominn grundvöllur fyrir slíkri framleiðslu hér á landi. Við eigum nægt rafmagn. Þá er nokkuð til að vinna í kolefnisspori og gjaldeyrissparnaði að framleiða áburð hér á landi. Þar sem EES samningurinn virkar jú í báðar áttir, eða svo er manni sagt, er kjörið fyrir okkur að hugsa stórt í þessu sambandi og framleiða einnig áburð fyrir lönd á meginlandinu. Engar líkur eru á að orkuverð þar ytra eigi eftir að lækka sem neinu nemur, auk þess sem sú orka sem notuð hefur verið til þessarar framleiðslu kemur að stórum hluta frá orkuverum sem knúin eru jarðefnaeldsneyti.

Það væri ekki lítil uppbót fyrir landið okkar, ef við gætum selt út hreina afurð, í stað þess að hún sé framleidd óhrein erlendis. Þá munum við ekki einungis spara gjaldeyri heldur afla hans að auki. Og bændur á meginlandinu gætu barið sér á brjóst og sagst nota hreinan áburð, án þess að þurfa að vera í einhverjum vafa um hreinleikann.

Hins vegar er ástandið graf alvarlegt eins og staðan er í dag. Þegar hefur verð hækkað langt umfram það sem nokkuð bú getur borið og líklegt að algjör skortur muni verða næsta vor, á þessari lífnauðsynlegu vöru fyrr bændur. Einhverjum gæti dottið í hug að segja að bændur hætti bara að nota tilbúinn áburð og beri bara skít á túnin. Jú, jú, það eru svo sem rök. En án tilbúins áburðar verður sprettan minni, sem þýðir að bændur þurfa þá að stækka tún sín og stækkun túna þýðir að þurrka þarf þá upp fleiri mýrar. Mýrar verða ekki þurrkaðar upp á einni svip stundu og tún verða ekki ræktuð í einni svipan. Þá er ekki alveg í takt við tíðarandann að bændur taki upp á því í stórum stíl að ræsa fram mýrar.

Þá er kannski rétt að benda á að framleiðsla á nitur, eða köfnunarefni, er í raun binding kolefnis úr andrúmslofti. Aukaafurðin sem til verður við þessa framleiðslu kallast súrefni (O2). Þannig að kolefnisbókhald þjóðarinnar mun þá njóta góðs af."

Er ekki þarna framkvæmd sem blasir við Íslendingum? Við eigum raforku,land og bændur.

Við þurfum N-K-P. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband