22.10.2021 | 11:26
"Þjóðlygar"
sem hugtak kom fyrir í þingræðu Péturs Ottesen 1937.
Hvað skyldi hann hafa kallað prédikanir hugmyndafræðinganna og prédikara ESB, þá Porstein Pálsson, Óla Bieltvedt og allt liðið í Viðreisn og Samfylkingunni sem eltir fagurgalann í þessum páfum hugsjónanna um fullveldisframsal og niðurlagningar eigin gjaldmiðils.
Þeir halda því fram að ESB fái ekki að veiða úr þjóðnýtta kvótanum við Ísland eins og við Bretland. Samþykktir séu fyrir því.
Þessari þjóðlygi svarar Hjörtur J. Guðmundsson í Morgunblaðinu í dag:
"Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabonsáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þannig heyrir krafan um einróma samþykki innan sambandsins í raun til undantekninga í dag.
Ég vakti athygli á þessu í grein í Morgunblaðinu 24. september þar sem ég benti einnig á þá staðreynd að íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins réði mestu um möguleika þeirra til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráðinu og þá einkum þeirra fámennustu. Stærstu ríkin væru hins vegar í algerri lykil- og yfirburðastöðu í þeim efnum vegna fjölmennis. Ég fór enn fremur ítarlega yfir fyrirkomulag Evrópusambandsins í þessum efnum en upplýsingar um það eru til dæmis ágætlega aðgengilegar á vefsíðum sambandsins. Hvet ég lesendur, sem það hafa ekki þegar gert og áhuga hafa, til þess að kynna sér þá samantekt mína.
Fyrri fullyrðing ekki endurtekin
Mér barst nokkru síðar svargrein sem raunar gerði lítið annað en að undirstrika það sem ég hafði bent á í grein minni. Þá einkum og sér í lagi þá staðreynd að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins í ráðherraráði þess eigi aðeins við um fáeina málaflokka. Þannig voru til að mynda einungis tekin dæmi um einróma samþykki tengd þeim fáu málaflokkum þar sem slíks er enn krafizt í ráðinu og síðan fullyrt á þeim grunni, líkt og í fyrri grein höfundar, að engin ákvörðun um mikilvæg mál væri tekin án samþykkis allra ríkja sambandsins.
Hins vegar hjó ég eftir því að höfundur svargreinarinnar minntist ekki orði á hina stóru fullyrðinguna í fyrri grein hans þess efnis að fámenn ríki gætu stöðvað framgang hvaða mála sem væru á vettvangi Evrópusambandsins. Nokkuð sem ég benti ekki hvað sízt á að stæðist enga skoðun og sem kemur ekki sérlega mikið á óvart að hafi ekki verið endurtekið. En þó svargreinin hafi litlu sem engu bætt við það sem áður hafði komið fram í mínum skrifum og í raun aðeins áréttað það sem ég benti á felur hún engu að síður í sér ágætis tilefni til þess að fjalla frekar um málið sem ekki reyndist mögulegt í fyrri grein minni sökum lengdartakmarkana.
Hvorki sjávarútvegsné orkumál
Mjög langur vegur er frá því að allar ákvarðanir um mikilvæg mál á vettvangi Evrópusambandsins kalli á einróma samþykki. Það á til að mynda almennt hvorki við um ákvarðanir um sjávarútvegsmál né orkumál. Vitanlega getur það verið nokkuð afstætt hvað telst til mikilvægra mála en miðað við svargreinina verður að draga þá ályktun að höfundur hennar telji hvorugan þessara málaflokka falla undir þá skilgreiningu. Flestir Íslendingar eru þó líklega þeirrar skoðunar að þeir skipti þvert á móti afar miklu máli. Að minnsta kosti séð frá Íslandi.
Mörg dæmi eru einmitt um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráðinu, til að mynda þar sem rætt hefur verið um sjávarútvegsmál. Til að mynda stjórnvöld á Írlandi þegar þau mótmæltu harðlega samþykkt samninga um makrílveiðar við Færeyjar árið 2014 sem þau töldu skaða írska hagsmuni en Írar eru mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins. Eins danskir ráðamenn þegar þeir beittu sér gegn því að sambandið gripi til refsiaðgerða gegn Færeyingum árið á undan vegna síldveiða þeirra í eigin lögsögu. Urðu Danir að lokum að taka þátt í því að refsa hluta danska konungdæmisins þvert gegn eigin vilja.
Þegar verið gengið of langt
Með hliðsjón af þeirri staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa ítrekað samþykkt að afnema einróma samþykki í sífellt fleiri málaflokkum, nú síðast í um 40 málaflokkum með Lissabonsáttmálanum fyrir einungis fáeinum árum, er vitanlega engan veginn á vísan að róa að slíkt muni ekki gerast eina ferðina enn. Full ástæða er þvert á móti til þess að vanmeta ekki þann mikla og vaxandi pólitíska þrýsting sem til staðar er í þeim efnum innan sambandsins, meðal annars frá framkvæmdastjórn þess og stjórnvöldum í Þýzkalandi.
Hitt er svo annað mál að jafnvel þó engin frekari skref verði stigin í þá átt að afnema einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins er ljóst að nú þegar hefur verið gengið svo langt í þeim efnum að það getur seint talizt ásættanlegt með tilliti til hagsmuna Íslands og íslenzku þjóðarinnar.
Langflestar ákvarðanir ráðherraráðsins krefjast þannig einungis samþykkis 55% ríkja sambandsins með 65% íbúafjölda þess að baki sér. Þar eru stærstu ríkin sem fyrr segir í algerri lykil- og yfirburðastöðu í krafti fjölmennis. Líkt og ég nefndi í lok fyrri greinar minnar er vitanlega fyrir utan annað lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð."(feitletrun er bloggarans)
Vonandi lesa sem flestir aðrir en framantaldir ofstækismenn þessi varnaðarorð Hjartar. Þau minna á þá tíma þegar Hitler ásældist hernaðaraðstöðu hér á Íslandi.
Þá voru þjóðlygarar á kreiki eins og núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.