Leita í fréttum mbl.is

Vetnisdraumurinn

er það sem marga dreymir um.

Kílógramm af vetni inniheldur 2.6 sinnum orku eins kílós af orku þotueldsneytis, sem er kerosene eða líklega steinolía.

Hinsvegar er vetni rúmmálsfrekasta lofttegund alheimsins og þar sem lítrinn af því  við stofuhita og þrýsting inniheldur aðeins einn þrjúþúsundasta  hluta af orku steinolíunnar. Til þes að hækka orkuinnihaldið þarf að þrýsta því saman og kæla niður í -253°C sem er ekkert smá fyrirtæki.

Svo er eldhættan ef við minnumst Hindenburg loftfarsins.

Að auki er of dýrt að vinna vetni með rafgreiningu.

Það þarf að finnast ný og einföld  aðferð til að vinna vetni svo að draumurinn geti ræst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumstaðar hentar vetni og sumstaðar ekki. Eins og með rafhlöðurnar og mótorana í bílana þá er stöðug þróun í vinnslu og geymslu á vetni. Það er því mikil skammsýni að ætla að afskrifa það. Toyota, BMW, Hyundai, Ford, Nissan, Honda o.fl. telja framtíð vera í vetnisbílum.

Og vetnið brann fljótt burt fyrir ofan stjórnklefann og farþegarýmið við Hindenburg slysið. Díselolían sem knúði mótorana orsakaði þann eldsvoða sem kostaði flesta lífið, og ekki er bensín heldur óeldfimt.

Vagn (IP-tala skráð) 24.10.2021 kl. 19:28

2 identicon

Ekki mun líða á löngu þar til vetnið verður eftirsóttasti orkumiðill heimsins. Í Þýskalandi stendur til að byggja stór vindorkuver til þess að framleiða vetni. Vonir standa til að orkunýtingin verði allt að 90%.

Hins vegar er geymslan á vetni vandamál og mikið reynt að leysa það. Nú eru t.d. gerðar tilraunir til að binda það við magnesíum og geyma það þannig í pastaformi, eitthvað í líkingu við smjör. Verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur.

Reyndar er það draumur minn að Grímseyingar muni framleiða vetni með vindorku og flytja það út í "smjördollum", en tæpast á ég von á að sjá þann draum minn rætastkiss                          Elektrolyse: Sauberer Wasserstoff für die Zukunft           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.10.2021 kl. 23:09

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Margt gott sem hér kemur fram.

Eitthvað þarf að gera til að brúa bilið þegar allir eru að elda kvöldmat en vindurinn blæs ekki, nema menn séu sáttir við að halda úti tvöföldum innviðum (kolaorkuverum samhliða vindmyllum, svo þýska dæmið sé notað).

Vetni sem valkost við Dísel-olíu í þungaflutningum eru margir að skoða eins og hér hefur verið nefnt, og sumir á fullu að framkvæma.

Ekki er svo rafhlöðuiðnaðurinn sérstaklega aðlaðandi af mörgum ástæðum (frá því að gera stöðu Kínverja sem hráefnaframleiðanda ógnarsterka til mengunarinnar og barnaþrælkunarinnar sem þarf til að koma hráefnum úr jörðu).

Nú fyrir utan að menn eru hér að ímynda sér sársaukalausan samruna tveggja dreifikerfa sem starfa óháð hvort öðru í dag: Þess sem dreifir rafmagni og þess sem dreifir eldsneyti. Ef fleiri en allra ríkustu tækjanördarnir skipta yfir í rafmagnsbíl þarf að margefla dreifikerfi raforku sem kostar svimandi fjárhæðir. 

Annars er ekkert víst að besta tæknin verði ofan á. Þegar klámiðnaðurinn valdi VHS fram yfir Betamax og HD DVD fram yfir Blueray þá var deilan útkljáð og ekki endilega með bestu tækninni.

Geir Ágústsson, 25.10.2021 kl. 10:53

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er nokkuð viss um að allir þessir framleiðendur sem Vagn nefnir eru ekki að framleiða vetnisbíla með gamlalaginu heldur eru að reyna að nota vetni til að knýja efnarafal sem komið er fyrir í rafmagnsbíl að hluta eða öllu í staðin fyrir rafhlöðuna.

Nýtni efnarafalsins er samtals minni 50%. (Rafmagn/rafmagn) þannig verða svona útbúin farartæki alltaf þyngri og með lægri heildar orkuýtni en nýmóðins tvinnbíll. Mönnum virðist ganga illa að skilja að tvinnbílar fara orðið 100km í bæjarumferð á 2-3 lítrum af bensíni sem er tvisvar sinum legnar en fyrir 10 árum síðan. Og þegar við bætist PHEV er eyðsla þeirra af jarðefnaelsneyti bara lítið broti af því sem það var um aldamót

Ég held að aðal ástæða þess að áhugi manna hefur aukist á vetnis efnarafölum sé sá að þeir eru í einföld leið til að koma rafmgnsbílum með efnarafhlöðu nær hefðbundnum bílum í notagildi án þess að bíllinn sjálfur noti jarðefnaeldseyti eins og tvinbílarnir gera. En fórnarkostnaðurinn er klárlega meiri heildar orkunotkun. 

Guðmundur Jónsson, 25.10.2021 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband