30.10.2021 | 14:29
Gatar formaðurinn?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu.
Formaður Viðreisnar sem hefur 5 þingmenn á Alþingi er í viðtali hjá Pétri á útvarpi Sögu þar sem farið er vítt og breitt fyrir stjórnmálasviðið.
Það eru ekki mikil líkindi til að þessi örflokkur verði mikið spurður ráða á næsta kjörtímabili.
En ég lagði á mig að hlusta á viðtalið.
Ég er undrandi yfir því hversu stefnumál flokksin eru óskýr og þokukennd.
Stundum finnst mér hreinlega að flokkurinn skilji málin ekki sjálfur. Hvernig á ég þá sem óbreyttur kjósandi að skilja um hvað er verið að tala.
Það sem ég náði að festa mér í minni er þetta:
Hún er spurð útí stefnu flokks síns ef hann ætti aðild að ríkisstjórnarmyndun.
Formaðurinn sagðist styðja við að skattar hækkuðu ekki og ekki yrði ráðist í mikil ný útgjöld.Hann nefnir eins og í framhjáhlaupi að upptaka nýs gjaldmiðils myndi lækka vaxtakostnað landsmanna en er ekki látin skýra það frekar hvernig.
Hún gerir ekki ráð fyrir að koma Íslandi í ESB. Hún sér fram á vaxtahækkanir á seinni tíma kjörtímabilsins skv. spám bankanna.
Hún vill selja Íslandsbanka en að ríkið eigi áfram kjölfestuhlut í Landsbanka. Tilgang þessa útskýrir hún ekki nánar.
Hún vill styðja við samkomulag á vinnumarkaði til stöðugleika og fyrirsjáanleika..Hún vill auka hagvöxt. Hún styður því virkjanir í því skyni .
Ég heyrði kannski ekki ekki allt viðtalið nægilega vel en mér fannst hún ekki vera spurð að því sem mestu máli skipti, hvernig upptaka nýs gjaldmiðils myndi leiða til lækkaðs vaxtastigs almennings . Né heldur er hún spurð um það hvernig þessi gjaldmiðilsskipti myndu fara fram.
Á hvaða gengi til dæmis yrði sparifé landsmanna verða skipt í nýjan gjaldmiðil og hvernig yrðu vextir á sparifé og húsnæðisskuldir reiknaðir?
Viðreisn lofar ekki að lækka skatta né heldur að fara í stórfelldan niðurskurð. Þess í stað á upptaka nýs gjaldmiðils að auðvelda rekstur ríkissjóðs. En hvernig er ósagt látið.
Viðreisn gerir sér ljóst að hún getur ekki fengið inngöngu í Evrópusambandið í gegn en hún mun halda áfram að tala fyrir því.
Þessar spurningar eru samt svo þýðingarmiklar að nauðsynlegt sýnist að fá frekar útskýringar á þessum tæknilegu smáatriðum sem eru engin smámál í framkvæmd.
Það er varla viðunandi að stjórnmálamenn slái fram svona stefnumálum án þess að verða krafðir um nánari skýringar.
Án slíkra skýringa er hætt við að menn geti ekki mótað sér afstöðu í kosningum. Fallandi fylgi Viðreisnar bendir til þess að forystumönnum hafi ekki tekist til þessa að sannfæra kjósendur um skýra sýn flokksins á þessa stefnu
Formaðurinn er spurður um meirihlutasamstarf í Reykjavík í ljósi komandi kosninga í sveitarstjórnum.Hún tekur fram að Reykjavíkurborg hafi betra hlutfall eigna og skulda en önnur sveitarfélög þar sem Sjálfstæðismenn stjórna.
Þorgerður sagði að flokkurinn hefði valið fremur að starfa með núverandi meirihluta heldur en að ganga til liðs við margklofinn Sjálfstæðisflokk.
Það er ekki skortur á íbúðum í Reykjavík.Hún er ánægð með þennan meirihluta í heildina tekið en útilokar ekki aðra möguleika. En henni hugnast ekki að semja við margklofinn Sjálfstæðisflokk og er ánægð með framgöngu Pavels og Þórdísar Lóu.
Hún hvetur til Covid19 bólusetninga en ekki þvingaðra og dóttir sína 18 ára hvatti hún til þess..
Þegar maður lítur yfir viðtalið saknar maður þess að Viðreisn sem flokkur geti skýrt hvernig Ísland taki upp annan gjaldmiðil.
Hvernig fer það fram er ekki útskýrt heldur aðeins sett fram sem eitthvað stefnumál til síðari tíma.
Flokkurinn virðist skilja það að þetta mál komist hreinlega ekkert fram með fylgi kjósenda. Það taki því ekki að reyna að útskýra það nánar sem það er auðvitað illskilgreinanlegt ef menn hugsa málið til enda.
Á því gatar formaðurinn og flokkurinn allur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2021 kl. 09:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Fallandi fylgi Viðreisnar (upp um 1,6%), niður í 5 þingmenn (úr fjórum), bendir til þess að einhver sé að rugla. Viðreisn er einn þeirra þriggja flokka sem bætti við sig bæði í fylgi og þingmannafjölda en Sjálfstæðisflokkurinn missti 0,8% af sínu fylgi og hélt sama þingmannafjölda. Sjálfstæðisflokkurinn stóð sig mjög svipað og Píratar í því að tapa fylgi en halda sama þingmannafjölda.
Að kenna litla, en stækkandi, Sjálfstæðisflokknum Viðreisn um fáfræði sína er frekar aumt, jafnvel þó um tuttugustu aldar Sjálfstæðismann í ruglinu sé að ræða.
Vagn (IP-tala skráð) 30.10.2021 kl. 15:26
Þorgerður Katrín var eitt sinn varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Eitthvað hlýtur hún að hafa til brunns að bera.
Eða hvað?
Hörður Þormar, 30.10.2021 kl. 18:02
Sæll Halldór,
Ekki er ég sammála þessum bólusetningar -fasisma hennar Þorgerðar Katrínar með, "..að fyrirtæki fái að ráða hvort þau mismuni fólki eftir því hvort það hafi verið bólusett eða ekki"
Hvernig er það vilja ekki öll þessi fyrirtæki er hafa styrkt hana Þorgerði Katrínu ekki einnig skrifa undir, að þau taki á sig alla fjárhagslega ábyrgð fyrir öllum aukaverkunum, alvarlegum aukaverkunum og dauðsföllum eftir þessar svokölluðu bólusetningar???
KV.
MUST SEE "24,526 Deaths, 2,317,495 Injuries Following COVID Shots; EU Database" https://www.thelibertybeacon.com/24526-deaths-2317495-injuries-following-covid-shots-eu-database/
The EudraVigilance database reports that through September 11, 2021 there are 24,526 deaths and 2,317,495 injuries reported following injections of four experimental COVID-19 shots:
COVID-19 MRNA VACCINE MODERNA (CX-024414)
COVID-19 MRNA VACCINE PFIZER-BIONTECH
COVID-19 VACCINE ASTRAZENECA (CHADOX1 NCOV-19)
COVID-19 VACCINE JANSSEN (AD26.COV2.S)
Sjá einnig hérna:
https:/1000covidstories.com
vaxpain.us
https://www.c19vaxreactions.com/real-video-stories.html
https://www.vaxlonghaulers.com/
https://mypatriotsnetwork.com/patriot/wtf-over-1000-pages-of-horrifying-pictures-stories-facts-about-covid-vaccines/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2021 kl. 21:15
Jæja Kerra. ruglaðsit ég á tölunni, Maður fylgist ekki alveg með þessu liði enda skiptir ekki höfuðmáli hversu margir þessir vitleysingar í Viðreisn eru með henniÞorgerði sem hefur engin áhrif hvort eð er.
Halldór Jónsson, 31.10.2021 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.