Leita í fréttum mbl.is

Skarpskyggni

þarf til að skrifa grein um peningakerfið eins og Vilhjálmur Bjarnason gerir í Morgunblaði dagsins:

Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa alla greinina fyrir framan sig ef maður ætlar að skamma stjórnmálamenn og verkalýðsrekendur landsins í svo miklum mæli sem þetta er ekki orðið sama tóbakið.

Villi skrifar:

"Skammdegið og réttlætið eru af sama toga; maður skilur það best á vorin þegar sólin skín að þau eru bæði vond. Sérstaklega skilur maður illa réttlæti peningastefnu í skammdeginu. Það er oftar en ekki í skjóli myrkurs í skammdeginu sem rán eru framin.

Tilefni þessarar greinar er að svo virðist sem börn og gamalmenni eigi að greiða fyrir Covidráðstafanir Seðlabanka Íslands. Víst er að innlán í bankakerfinu eru ekki lengur athvarf fyrir sparifé, innlánin eru fyrst og fremst hluti af lausafjárstýringu fyrirtækja og heimila.

Reyndar er það svo að innlán lífeyrissjóða standa sem næst undir lausafjárkröfu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist eru innlán lífeyrissjóða hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum ekki á neinum sérkjörum. Þannig greiða lífeyrisþegar fyrir laust fé fjármálafyrirtækjanna.

 

Þróun innlána

 

Frá því Covid-faraldur hófst hafa innlán í íslenskum innlánsstofnunum aukist sem hér segir, sjá mynd: Þessar tölur segja aðeins þriðjung sögunnar því til hliðar stendur verðbólguþróun og innlend vaxtaþróun. Verðbólga rýrir fjáreignir að öðru óbreyttu. Síðustu þrjú ár hefur verðbólguþróun verið döpur: Ársverðbólga frá upphafi til loka árs 2019 2,03% 2020 3,59% Frá okt. ’20 til okt.’21 4,52% Verðbætur eru sérstakt skattaandlag án þess að vera tekjur. Reyndar berjast stjórnvöld gegn frjálsu sparifé með skattastefnu. Þriðji þátturinn; vextir hafa lækkað í öfuga átt við verðbólgu. Hinn 16. janúar 2020 voru meginvextir Seðlabankans 4,5% en eru núna 2%. Almennt er talið að börn og eldri borgarar eigi sparifé í bönkum. Veltiinnlán einstaklinga eru sennilega mjög dreifð eign, enda þurfa allir laust fé til að þrauka mánuðinn.

 

feyrisstoðir og sparifé

 

Þegar stjórnmálamenn tala um lífeyriseign landsmanna, þá er eignin oftar en ekki talin spilafé þeirra.

Eitt sinn töldu snillingar að hægt væri að bjarga glæpavæddu bankakerfi með því að lána bönkunum erlendar eignir lífeyrissjóðanna.

Aðrir snillingar töldu að það væri „siðferðileg skylda“ lífeyrissjóða að standa undir hagvexti á komandi árum.

Þar sannaðist það sem Guðbjartur sagði; „er nokkrum of gott að vera fífl“, en menn hafa ekki rétt til að fífla eignir annarra.

 

 

Það verður aldrei nógsamlega lögð áhersla á að lífeyrissjóðir hafa aðeins eina skyldu. Hún er að greiða sjóðfélögum lífeyri þegar lífeyrisaldri er náð.

Lífeyrisstoðirnar eru fimm talsins: .

Almennir lífeyrissjóðir .

Viðbótarlífeyriseign .

Bætur almannatrygginga .

Frjálst sparifé .

Íbúðarhúsnæði

Bætur almannatrygginga greiðast með sköttum af launum vinnandi fólks.

Því á það að vera hagsmunamál verkalýðsrekenda, sem þykjast verja hagsmuni launtaka, að bætur almannatrygginga verði sem lægstar og að lífeyriskerfið sé að mestu sjálfbært.

 

Það er undarleg rörsýn hjá verkalýðsrekendum að telja lága vexti til hagsbóta fyrir sína skjólstæðinga.

 

Verkalýðsrekendum er falið að verja hagsmuni lífeyrisþega með setu í stjórnum lífeyrissjóða.

Þrátt fyrir böl og alheimsstríð hefur ávöxtun lífeyrissjóða á liðnum þremur árum verið þolanleg. Þó kann að vera að lífeyrissjóðir séu komnir að hættumörkum í innlendri verðbréfaeign vegna einsleitni og samþjöppunar.

Í raun ættu lífeyrissjóðir að eiga að lágmarki 50% af eignum sínum í erlendum eignum en ekki að hámarki eins og nú er.

 

 

Raunávöxtun eigna sjóðanna árið 2019 var 11,8%. Í reikniforsendum sjóðanna er reiknað með 3,5% ávöxtun eigna til að sjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar.

Nýlega skilaði Lífeyrissjóður verslunarmanna hagstæðri ávöxtun til sjóðfélaga með auknum réttin

Lífeyrir og kaupmáttur lífeyris

 

Landssamtök lífeyrissjóða áætla að lífeyrissjóðir landsmanna hafi skilað að meðaltali rúmlega 9% raunávöxtun allra eigna sinna á árinu 2020.dum til þeirra.

Í raun þurfa lífeyrissjóðir að ávaxta eignir um 2,2% umfram 3,5% til að halda í við kaupmáttarþróun launa á almennum vinnumarkaði, þar sem kaupmáttur launa á liðnum 30 árum hefur vaxið um 2,2% á ári.

 

Vissulega tók í þegar glæpavætt bankakerfi náði að sólunda 10-15% af eigum lífeyrissjóða í hruni fjármálakerfisins 2008.

 

 

Peningastefna og sparifé

 

Árið 1974 var talið nauðsynlegt að hækka vexti verulega. Þá sagði í fréttatilkynningu Seðlabankans:

„Með vaxtahækkun þessari er fyrst og fremst stefnt að því að bæta hag sparifjáreigenda, en innstæður þeirra hafa rýrnað verulega að verðgildi vegna þeirra miklu verðhækkana sem orðið hafa undanfarna mánuði.“

Þegar þessi vaxtabreyting var ákveðin sat starfsstjórn.

Forsætisráðherra sagði þessa vaxtahækkun í andstöðu við meirihluta ríkisstjórnarinnar.

Þessi sami forsætisráðherra keyrði í gegnum Alþingi löggjöf um almenna heimild til verðtryggingar fimm árum síðar. Þá var tilgangurinn ekki sagður að bæta hag almennra sparifjáreigenda heldur að tryggja að framlög vinnandi fólks til lífeyris yrðu ekki að engu á báli verðbólgu. Vissulega fara hagsmunir lífeyrisþega og sparifjáreigenda saman.

 

Þversagnir

 

Þær voru aldir þegar menn trúðu því að Búlandstindur væri ljótur, og að andstyggilegur staður eins og Mývatn hefði orðið til af því fjandinn mé á móti sólinni, en draugar sendir í Gullfoss. Nú þykir Búlandstindur snotur, Mývatn og sveit þess falleg og Gullfoss helgisögn. Eins verður það talið rétt og eðlilegt þegar þessi öld og sú síðasta verða gerðar upp að leggja mat á það hvernig stoðum lífeyris hefur verið sinnt. Það mun þykja ljóður á ráði þeirra sem um hafa vélað að þeim stoðum hafi verið fórnað fyrir stundarhagsmuni. Ef til vill er það að bera í bakkafullan læk að fjalla um slíkt grundvallaratriði þegar hégóminn einn ræður för. "

 

(Ritvinnslan er að gera mér glennur sem ég kann ekki breyta)

Villi talar réttilega um glæpavætt bankakerfi sem hér ríkti þar sem banksterarnir náðu að sleppa frá refsingum að mestu. 

Nú geta menn prófað að setja "ríkisvætt bankakerfi" í staðinn fyrir glæpavætt.

Hver er þá útkoman gagnvart almenning?

Raunvextir í boði?

 

Skattlagning verðbólgunnar?

 

Já hún gengur á fullu hvaða stjórn sem annars situr.

Fjármagnstekjuskattur þykir nefnilega göfugri en aðrir skattar.

 

Tala verkalýðsforingjar fyrir lægri vöxtum í lífeyrisjóðum? 

 

En vaxtir Seðlabanka mega ekki hækka segja þeir allir í kór.

Það þarf skarpskyggni masnns eins og Villa Bjarna til að sjá í gegn um þokuna og þjóðlygina um göfugleika stjórnmálamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel hefði verið hægt að lækka launakröfur með hækkun skattleysismarka.

Og var það með ráðum gert að svo var ekki.

Það varð hreinlega að stýra öðru efnahagshruni með skítugum síonískum kapitalisma til að gera klárt fyrir einkavæðingu auðlinda Íslands.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 3418316

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband