Leita í fréttum mbl.is

Umræðustjóri

í einn dag. Er það það sem ég þrái en af einhverjum sökum hefur  það reynst mér um megn?

Palli Vilhjálms bloggkóngur hefur fjórum sinnum meiri lestur en ég næ.Svo af hverju er ég að þessu veseni?

Ég var stundum í gamla daga að senda Morgunblaðinu pistla úttútna af speki að mér fannst.Á endanum svöruðu þeir með því að stofna handa mér bloggsíðu þar sem ég mætti skrifa eins og mig lysti. Einskonar sandkassi fyrir þá sem langaði að vera umræðustjórar að eigin vali.

Eftir umhugsun sá ég að þetta var rétt hjá þeim og hef eiginlega haldið mig þar síðan. Stórléttir fjárhagslega fyrir Mogga í pappir og prentsvertu og sömuleiðis fyrir ýmsa lesendur blaðsins sem deila ekki hrifningu sinni með mér á sjálfum mér þó stundum ratist víst kjöftugum satt á munn.

Einum vini mínum sagði ég fyrir hádegi á laugardegi að nú þyrfti ég að fara heims og lesa Reykjavíkurbréfið. Ertu frá þér maður sagði hann þá. Aldrei að lesa Reykjavikurbréfið fyrr en á Sunnudegi. Mér skildist að það væri einskonar helgistund á hans heimili.

Ég var að lesa Reykjavikurbréfið nú fyrir laugardagshádegið.Og það bilar ekki að æsa mig upp.

Höfundurinn tekur umsræðustjórana, sem eru aðallega af vinstri kantinum af augljósum ástæðum,  til bæna.

Hann segir m.a.:

"...Á meðan bréfritari hafði á fornri tíð greiðan aðgang að þinghúsinu mátti hann oft svara fyrir að hafa ekki virt aragrúa lagafyrirmæla sem hvergi fundust en sundurlaus texti,

oft í greinargerð, bæri með sér anda laganna og til hvers löggjafinn hefði ætlast.

Sú túlkun væri svo afgerandi að flokkaðist sem hrein ósvífni að andæfa slíkri niðurstöðu. Og í hita leiksins var því gjarnan bætt við að oft hefðu verið ríkuleg tilefni fyrir ráðherrann til að „íhuga sína stöðu“ og var þá átt við anda laganna þar sem ekki hefði náðst að vísa til beinharðra ákvæða.

Ekki man bréfritari glöggt hvort hann eða aðrir ráðherrar sem nutu þessara trakteringa væru í þessum tilvikum í stöðu þolanda eða geranda, eins og nú þykir hægast að hafa það.

En þeir hafa sjálfsagt verið í hlutverki ákærðra og hneykslaði hluti þingheims í hlutverki ákærandans.

Þetta var sem sagt fyrir tíma þess verklags, að ákveða strax í upphafi, óháð allri athugun, hvort sem það var hjá rannsakendum eða fyrir dómstólum, að niðurstaðan lægi jafnan fyrir löngu áður en málið hæfist. Ætti þessi nýja skipan að leiða til mikils sparnaðar fyrir dómstóla og huganlegt kannski að fækka megi saksóknurum niður í sýnishorn, fyrst svo glæstum árangri hefur verið náð. Í næsta áfanga má fækka persónum og leikendum réttlætisins úr tveimur í eina: Óþolandi gerandi.

Kannski mun þessi áfangi sjást í fjárlagatillögum þeim sem mest er saknað núna.

En það var og er ekkert sem hamlar ríkisstjórninni og þeim embættismönnum sem vinna verkin undir hennar leiðsögn, að einhenda sér í að setja saman fjárlög.

Kosningarnar breyttu engu. Þær staðfestu að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórnina hafa enn sem fyrr góðan meirihluta á þingi. Ríkisstjórnin gaf það aldrei til kynna, flokkarnir saman eða einstakir stjórnarflokkar, að vilji stæði til þess að setja ríkisstjórnina af. Vilji kjósenda myndi svara slíkri spurningu.

Ríkisstjórnin sat því áfram daginn eftir kosningar, rétt eins og hún hafði gert á kjördag og árin þar á undan.

Formlega mátti vekja athygli forsetans á því hver staðan væri, en það hafði auðvitað ekki farið fram hjá honum. Engin vísbending hafði birst um að forysta ríkisstjórnar kynni að breytast. Forsetinn hafði því ekkert efni til að taka frumkvæði. Út frá hans bæjardyrum séð hafði ekkert gerst, sem kallaði á slíkt."

"...Kosið var 20. apríl 1991. Enginn forystumaður fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrstu fjóra daga á meðan flokkarnir sem áttu aðild að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar þreifuðu á vilja til að endurnýja þá stjórn.

Þegar útséð var um þá tilraun veitti forseti formanni Sjálfstæðisflokksins stjórnarmyndunarumboð, en sá flokkur hafði verið afgerandi sigurvegari í kosningunum. Aðeins 5 dögum síðar hafði ný ríkisstjórn verið mynduð og stjórnarsáttmálinn birtur og var hann aðeins örfáar blaðsíður, sem var algjör nýjung.

Forsætisráðherrann sem myndaði stjórn á fimm dögum fór ekki sem slíkur úr forsætisráðuneytinu fyrr en 13 árum og fjórum og hálfum mánuði síðar.

Það er fyndið að lesa svo ritgerðir stöku þingmanna Samfylkingar aðallega, um hvernig allt sé á heljarþröminni vegna skorts á fjárlögum vegna septemberkosninga sem aldrei geti gengið upp, hvað þá núna þegar ekki liggur fyrir hverjir séu eða verði  réttkjörnir þingmenn? Hvað skyldu þeir svo segja ef farið verður í uppkosningu?

"...Reynslan sýnir að ríkisstjórnum er iðulega nokkuð metnaðarmál að sitja út kjörtímabilið.

Í lögum segir: „Almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum, þó að einstöku kosningar hafi ekki farið fram á þeim degi. Skal ráðuneytið auglýsa hvenær almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram. Kjörtímabilið er fjögur ár.“

Því er mönnum rétt að ganga út frá því að kosningar fari fram seint í september, nema aðstæður, og þá einkum pólitískar, gefi tilefni til annars."

Finnst mönnum í alvöru að umræðustjórnun vinstrimanna  hafi verið með vitrænum hætti alla dagana síðan á kosningum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli má eiga það að hann hefði þegar sagt það sem hann þurfti að segja þar sem þú byrjar "Einum vini mínum sagði ég..." og þar hætti ég að lesa.

Vagn (IP-tala skráð) 20.11.2021 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband