Leita í fréttum mbl.is

Assange hingað?

 minnugir þess að Wikileaks voru fyrst skráðir á Íslandi?

Assange fletti ofan af villimennsku Bandaríkjahers ´þar sem hann var að drepa óbreytta borgara úti á götu.Fyrir þetta vilja Kanar raspa Julian svo um munar. Sem gerði þó ekki annað en að birta upplýsingar bandarísks uppljóstrara. Var það ófyrirgefanlegt?

Í Reykjavíkurbréfi í dag er lýst hvernig réttlætið er framkvæmt í Bandaríkjunum þegar þeir hafa mikið við.

" Sem dæmi er eitt helsta öryggisfangelsi landsins þar sem Robert Hanssen fyrrum starfsmaður CIA er geymdur, en hann náðist eftir langan njósnaraferil fyrir Sovétríkin og svo Rússland. Hann náðist og var dæmdur. Hann fékk 15 lífstíðardóma sem afplána á í röð! Hann er geymdur í öryggisfangelsinu ADX Florence.

Fangaklefi hans er 7 fermetrar að stærð. Rúmið steypt, borð steypt og stóll steyptur. Gluggi er á klefanum og er hann 10 sentimetra breiður og 120 sentimetra langur. Honum er þannig komið fyrir að úr honum sést ekkert nema upp í himininn. Skýringin á því er sú að koma verði í veg fyrir að fanginn geti áttað sig á umhverfinu og þannig átt auðveldara með að flýja!

Fanginn er geymdur í smáklefa sínum 23 klukkutíma á sólarhring. Þá er hann færður út til hreyfingar. Hún fer fram í sundlaugarbotni steinsteyptum allt um kring og getur fanginn gengið 10 metra beint en tæpa 30 gangi hann í hringi. Hann sér aðeins steinsteypuna og svo upp í himininn ef hann leggur það á sig. Það er gert til þess að hann geti ekki „skipulagt flótta sinn“.

Farið offari í hefndarskyni

Robert Hansen gerði mikinn skaða með njósnum sínum. Hann hóf þær að eigin frumkvæði fyrir fé og hitti „húsbændur“ sína aldrei að máli og þeir vissu ekki hver hann var fyrr en fréttir bárust af handtöku hans. Á Íslandi má halda mönnum í varðhaldi og einangrun í allt að 20 daga og við mun betri aðstöðu en hér var lýst. Allt umfram það er réttilega litið á sem pyntingar.

Njósnarinn sem niðurlægði starfsstöð sína hefur aldrei gert nokkrum líkamlegt mein. Hann var hættulegur sem njósnari. Hann á minni en engan kost á flótta. Og þótt svo ólíklega tækist til væri ekki líklegt að hann gerði flugu mein. Menn geta haft skömm á Ghislaine Maxwell.

En það réttlætir ekki margra ára varðhald við ömurlegar aðstæður í aðdraganda dómsmála. Bandaríkin eru um margt aðdáunarvert ríki. En það getur ekkert ríki sem virðir mannréttindi leyft sér að framselja menn þangað að þeirra kröfu. Fyrr en það má gerast verða þeir að taka sér rækilegt tak."

Þurfum við að horfa á að Julian Assange eigi slíka vist í vændum? Er maðurinn ekki búinn að þjást nóg? Getum við eitthvað gert í því?

Krafist framsals hans til Íslands vegna þess að Wikileaks komi okkur við vegna upprunans?

Fáum manninn fyrst hingað á undan Bandaríkjunum? Eigum við ekki fyrsta rétt á að tala við hann af augljósum ástæðum?

Þorum við engu lengur eins og þegar við náðum í Robert Fisher?

Af hverju ekki að bjarga Assange hingað?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Er maðurinn ekki búinn að þjást nóg?

Getum við eitthvað gert í því?".

Hvað væri sjálfstæðisflokkurinn þinn tilbúinn að gera í þessu máli með hinn nýja dómsmálaráðherra Jón Gunnarson í fararbroddi? 

Jón Þórhallsson, 11.12.2021 kl. 14:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir hvert orð. 

Ómar Ragnarsson, 11.12.2021 kl. 14:45

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Minnir mann á umræðu um að bjóða Aleksandr Solzhenitsyn landvist á Íslandi og þá þyrfit engan Amerískan her til að halda Rússunum í burtu

Grímur Kjartansson, 11.12.2021 kl. 15:01

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóni væri trúandi til að reyna eitthvað.Af hverju eitgum við ekki alveg eins mikinn rétt á að yfirheyra Julian eins og Kaninnn?

Takk Ómar fyrir undirtektir.

Halldór Jónsson, 11.12.2021 kl. 15:02

5 identicon

Við getum ekki krafist framsals hans til Íslands vegna þess að við eigum ekkert sökótt við hann, ekki svo mikið sem ógreidd stöðumælasekt. Og skráning Wikileaks skiptir engu máli, það er Assange sem er ákærður en ekki Wikileaks.

Það er ekkert sem við getum gert til að hindra framsal. En það er mögulega hægt að hafa áhrif á þá sem ákvarðanirnar taka með því að láta skoðun okkar í ljós. þrýsta á stjórnvöld að tala máli Assange og gera það eins áberandi og lifandi í fjölmiðlum og hægt er.

Vagn (IP-tala skráð) 11.12.2021 kl. 15:25

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það væri ekki ónýtt að eiga forseta eða forsætisráðherra með vönduð bein í nefi, svona eitthvað í líkingu við Davíð Oddson.

Jónatan Karlsson, 11.12.2021 kl. 16:09

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Víst olli hann okkur skaða með skráningunni á sínu fyrirtæki hér sem hann notaði til að starta þessu öllu, við þurfum að sekta hann og setja í tugthús fyrir að skaða landið 

Halldór Jónsson, 11.12.2021 kl. 17:05

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Kannski yrði Betinn feginn að lána okkur hann og friða fullt af fólki og sleppa við samviskubit, E ekki hægt að möndla Þetta þó að Kerran sjái aldrei neitt sem vit er í 

Halldór Jónsson, 11.12.2021 kl. 17:08

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Helv. góður, bæði í pistli og athugasemdum.

Núna erum við nafnarnir sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2021 kl. 18:20

10 identicon

Assange olli okkur ekki neinum skaða sem hægt er að ákæra fyrir, hafi hann verið sá sem lét skrá Wikileaks hér en ekki innfæddir samstarfsmenn hans. Og þú ert sá eini sem sér einhvern skaða, sem gerið það ennþá erfiðara að ákæra.

Bretar vildu ekkert frekar en að geta sent okkur alla sem þeir eiga í einhverjum vandræðum með. En Bretum er ekki heimilt samkvæmt Breskum lögum að gera annað eftir gæsluvarðhald en dæma, afhenda ríki sem er með útistandandi ákæru eða sleppa. Það á við um alla útlendinga sem eiga framtíð sína undir Breska réttarkerfinu. Og menn í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eru ekki hlutir sem siðuð ríki með vestrænt réttarfar geta löglega "lánað" einhverjum öðrum ríkjum.

Við eigum enga aðkomu að málinu og höfum engan lagalegan grundvöll til að "möndla" eitt eða neitt. Gáfaðri menn en við hafa skoðað það. Lausnir sem byggja á því að eitthvað ríki hundsi egin lög og milliríkjasamninga eru ekki neitt sem vit er í.

Að sjá eitthvað sem vit er í er auðvelt í þessu tilfelli. Það eina sem við getum gert, og vit er í, er að þrýsta á stjórnvöld okkar að tala máli Assange og gera málið eins áberandi og lifandi í fjölmiðlum og hægt er.

Vagn (IP-tala skráð) 11.12.2021 kl. 18:24

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lýsing Davíðs á hryllingi bandarísks réttarfars er dapurleg, en sönn. Hvort hægt er að forða Assange hingað veit ég ekki, en ef einhver hefur ráð til þess er sjálfsagt að reyna.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2021 kl. 20:47

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú vekur athygli á þjóþrifamáli Halldór. Hingaðkoma Bobby Fisher í hans mestu neyð var hugdirfska sem var íslenskum ráðamönnum til sóma.

Magnús Sigurðsson, 11.12.2021 kl. 20:52

13 identicon

Assange berr ábyrgð á dauða margara bandarískra hermanna. Ætti að fá eitursprautu!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 12.12.2021 kl. 07:11

14 identicon

Já, góđur punktur þarna, Á Íslandi bua fangar viđ betri ađstöđu, en láglaunađ erlent vinnuafl.

Anna (IP-tala skráð) 12.12.2021 kl. 09:18

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Skýrðu þetta nánar Ragnar

Halldór Jónsson, 12.12.2021 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418305

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband