5.1.2022 | 20:26
Bjartsýni eða ekki?
þegar maður hefur hafið sitt 85.lífsár eru hlutirnir kannski ekki eins sjálfsagðir og áður. Maður þarf að hleypa í sig herkju þar sem áður voru grænir vellir.
Það er því brýning til lífsins að lesa hugleiðingar manns eins og Óla Björns Kárasonasr úr Bakaríiinu á Sauðaárkróki um lífið framundan? Sem er alls ekki sjálfgefið að verði eins og maður óskar?
En ég dáist af manni eins og Óla Birni sem leggur á sig að ýta við okkur meðborgurum sinum á almennan og heimspekilegan hátt.
Í dag kemur hann víða við í Morgunblaðinu:
"Við getum gengið til móts við nýtt ár, tekist á við verkefnin og mætt áskorunum með hugarfari hins bjartsýna sem skynjar tækifærin og nýtir sér þau sjálfum sér og öðrum til heilla. Eða við getum haft allt á hornum okkar, full vantrúar og svartsýni sjáum aðeins hindranir og erfiðleika.
Kannski er ekki að furða að margir eigi erfitt með að fagna nýju ári. Yfir okkur hellast fréttir um heimsfaraldur, þar sem ekki er slegið á ótta almennings heldur alið á honum. Fjölmiðlar flytja stöðugar fréttir um hamfaraveður vegna loftslagsbreytinga og æ fleira ungt fólk er orðið fráhverft því að eignast börn vegna loftslagskvíða. Stríð, átök, morð og ofbeldi eru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla.
Hið afbrigðilega vekur óneitanlega meiri athygli en hið hefðbundna. Það sem miður fer er fréttaefni en ekki það sem gengur sinn vanagang. Það vekur meiri áhuga fjölmiðla ef eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustu en sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er eitt það besta og öflugasta í heimi. Afleiðingin er sú að við sjáum aðeins gallana en kunnum ekki að meta styrkleika þeirrar þjónustu sem við höfum náð að byggja upp á síðustu áratugum.
Hagfelld framtíð
Öll vitum við að bjartsýni eykur okkur vellíðan og rannsóknir sýna að vongleði lengir lífið og eykur lífsgleði og lífsgæði. Þeir sem eru að eðlisfari bjartsýnir eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika og yfirvinna veikindi.
En bjartsýni gengur ekki á hólm við raunsæi. Trúin á framtíðina blindar okkur ekki gagnvart brotalömum í samfélagsins kemur ekki í veg fyrir að við áttum okkur á að það sé verk að vinna til að lagfæra það sem miður fer. Svartsýni og bölmóður koma hins vegar í veg fyrir að við tökumst á við verkefnin stór og smá.
Í upphafi nýs árs er vert að hafa í huga að þrátt fyrir allt hefur okkur Íslendingum tekst að byggja upp eitt mesta velferðarsamfélag í heimi. Verkinu er langt í frá lokið en við getum glaðst yfir mörgu:
. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa hækkað yfir 60% þrátt fyrir töluverða lækkun á fyrstu árunum eftir fall bankakerfisins. Frá ársbyrjun 2013 hefur kaupmátturinn hækkað um 44%.
. Jöfnuður innan ríkja OECD er hvergi meiri en á Íslandi og við stöndum nokkuð betur að vígi en aðrar Norðurlandaþjóðir. . Fátækt er hvergi minni og mun minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar.
. Ísland er fyrirmyndarhagkerfi samkvæmt mati Alþjóðaefnahagsráðsins.
. Ísland er friðsamasta og öruggasta land heims. . Íslenska lífeyriskerfið er til fyrirmyndar og talið það annað traustasta í heiminum.
. Hvergi í Evrópu er ungbarnadauði jafn fátíður og hér á landi.
. Lífslíkur Íslendinga eru með því hæsta sem um getur í heiminum. Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Meðalævilengd karla var 81,0 ár árið 2019 og meðalævilengd kvenna 84,2 ár.
. Tólfta árið í röð eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins.
. Árið 2020 var landsframleiðsla á mann sú fimmta mesta í heiminum á Íslandi. Þessar staðreyndir renna stoðum undir trúna á að framtíðin geti orðið okkur hagfelld.
Alveg með sama hætti og heimurinn allur ætti fremur að fyllast bjartsýni en bölmóði, þegar stórkostlegar framfarir síðustu áratuga með bættum lífskjörum eru hafðar í huga.
Heimur batnandi fer
Árið 2014 gaf Almenna bókafélagið út bókina Heimur batnandi fer eftir Matt Ridley, rithöfund, vísindamann og fyrrverandi ritstjóra hjá tímaritinu The Economist. Í bókinni gengur Ridley á hólm við bábiljur, dómsdagsspár og svartsýni. Og færir um leið rök fyrir því að þrátt fyrir allt sé ástæða til að hafa trú á framtíðinni.
Ridley bendir á að frá árinu 1800 hafi mannkyninu fjölgað sexfalt, en meðallífslíkur meira en tvöfaldast og rauntekjur aukist meira en nífalt. Árið 2005 aflaði meðalmanneskjan þrefalt meiri rauntekna en árið 1995 og nærðist á þriðjungi fleiri hitaeiningum. Barnadauði hafði minnkað um tvo þriðju og lífslíkur aukist um þriðjung: Ólíklegra var að hún [mannskepnan, innsk. óbk] dæi af völdum stríð, morðs, barnsfæðingar, slyss, skýstróks, flóðs, hungursneyðar, kíghósta, berkla, mýrarköldu (malaríu), barnaveiki, útbrotataugaveiki, taugaveiki, mislinga, kúabólu, skyrbjúgs eða lömunarveiki. Ólíklegra var að hún veiktist á hvaða aldri sem var af krabbameini, hjartasjúkdómi eða heilablóðfalli. Líklegra var að hún væri læs og hefði lokið grunnnámi. Líklegra var að hún ætti síma, vatnssalerni, ísskáp og reiðhjól. Allt þetta átti sér stað á hálfri öld, á sama tíma og fólksfjöldinn í heiminum tvöfaldaðist rösklega. Í stað þess að aukinn mannfjöldi leiddi þannig til stöðnunar, fjölgaði vörum og þjónustuþáttum sem fólki stóð til boða. Hvernig sem á það er litið var þetta undraverður árangur.
Ridley viðurkennir að hinir ríku hafi orðið ríkari en hinum fátækari hafi hins vegar vegnað enn betur: Fátæklingar í þróunarríkjunum juku neyslu sína tvöfalt hraðar en heimurinn í heild sinni árin 1980 til 2000. Og þrátt fyrir að íbúafjöldi heimsins hafi tvöfaldast hefur þeim sem lifa í sárri örbirgð fækkað frá sjötta áratug síðustu aldar. Að mati Sameinuðu þjóðanna dró meira úr fátækt síðustu 50 ár en þau 500 ár sem á undan fóru.
Dásamleg öld
Á 21. öldinni verður hraði breytinga næstum óendanlegur og Ridley spáir því að skiptaskipulagið breiðist út. Skiptaskipulagið er orð Friedrichs Hayeks yfir sjálfsprottið skipulag sem skapast af sérhæfingu og viðskiptum. Hugvitið verður sífellt sameiginlegra, nýsköpun og skipulag spretta æ meira upp úr grasrótinni, vinnan verður sífellt sérhæfðari og tómstundaiðja sífellt fjölbreyttari. Stórfyrirtæki, stjórnmálaflokkar og stjórnvaldsskriffinnska mun hrynja og sundrast eins og miðstýringarstofnanir gerðu áður.
Ridley tekur fram að skiptaskipulagið verði hvorki án þyrna né andspyrnu. Náttúrulegar og ónáttúrulegar hamfarir munu áfram dynja yfir. Ríkisstjórnir munu bjarga stórfyrirtækjum og stórum stofnunum með sérstökum greiðum, svo sem niðurgreiðslum eða kolefniskvótum, vaka yfir þeim með reglugerðum sem hindra komu nýrra fyrirtækja á markaðinn og hægja á skapandi tortímingu. En það verði erfitt að slökkva loga nýsköpunar vegna þess að hann er grasrót sem þróast í nettengdum heimi.
Heimur batnandi fer er holl lesning fyrir alla, ekki síst þá sem sjá glasið alltaf hálftómt en ekki hálffullt. Vonandi munu hinir svartsýnu skilja af hverju Ridley er bjartsýnn á framtíð mannkyns sem haldi áfram að breikka og auðga menningu sína þrátt fyrir bakslög og þrátt fyrir að einstaklingar hafi sama óumbreytanlega eðlisfarið.
Kannski taka þeir undir með Ridley að það verði dásamlegt að lifa á 21. öldinni. Og að þess vegna eigum við að þora að vera bjartsýn."
Það er ómetanlegt þegar stjórnmálamenn ganga fram fyrir skjöldu og nenna a'vekja +athygli á því sem vel er til að takast:
Til dæmis: Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa hækkað yfir 60% þrátt fyrir töluverða lækkun á fyrstu árunum eftir fall bankakerfisins. Frá ársbyrjun 2013 hefur kaupmátturinn hækkað um 44%.
Hlustum svo á Pírataspjallið eða Flokk Fólksins sem aðeins sjá böl og þraut og vilja skyndilausnir á hverju sem er.
Er bara ekki ástæða til að vera bjartsýn í byrjun ársins 2022 eða ekki þó margt gangi í mót?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.