8.1.2022 | 15:40
Fisksalinn frækni
frá Floridu hefur lengi skemmt lesendum Morgunblaðsins með léttum pistlum sinum. Fyrir utan að vera öndvegismaður ásamt konu sinni heitinni henni Erlu flugfreyju sem marga svaðilför átti að baki á fyrstu árum Vesturflugsins.
En Þórir akrifar í dag:
"Engin veit sína æfina fyrr en öll er
Leturbreytingar eru bloggarans)
Fyrirsögn þessarar greinar er eitt af þessum flottu íslensku orðatiltækjum sem við erum svo rík að eiga. Það er auðskilið og þýðir bara að við vitum ekki hve lengi við eigum eftir að lifa. Margir kvarta yfir ellinni, sem er skiljanlegt. Elliárunum fylgja oft ýmsir pirrandi og auðvitað oft alvarlegir kvillar, sem geta gert lífið leitt og líka bundið enda á það. Læknavísindin hafa fundið upp alls konar lyf til að lengja ævina, en sum þeirra hafa ýmsar hliðarverkanir. Einhver á að hafa sagt að þær séu stundum verri en sjálfur sjúkdómurinn. Þrátt fyrir allt þetta virðist flest fólk sæmilega ánægt með lífshlaupið, en samt eru alltaf nokkrir sem orðið hafa fyrir vonbrigðum með sitt líf. Þegar kemur að lífslokum hjá þeim má kannski heyra þeirra síðustu orð: Var þetta allt og sumt?
Á Íslandi lifir fólk lengur en í mörgum öðrum löndum. Þegar ég var á miðjum aldri hérna í henni Ameríku veitti ég því athygli að lífslíkur karla voru einum fjórum árum betri þar en hér vestra. Hugsaði ég að klókt gæti verið að flytja heim í ellinni og krækja í þessi fjögur viðbótarár, en einhvern veginn varð ekkert af þeim áformum og tíminn hélt bara áfram að fljúga. Og nú er ég búinn að slá met og lifa lengur en meðalaldurinn er í Ameríku og meira að segja líka á Íslandi og er þá mikið sagt.
Það tíðkast að spyrja gamlingja sem náð hafa háum aldri hverju þeir þakki langlífið. Einn auli hér svaraði því til að hann vissi ekki hvað hefði hjálpað sér að verða svona gamall. Aftur á móti sagðist hann myndu hafa farið betur með sig ef hann hefði vitað að hann myndi lifa svona lengi. Í hverfinu þar sem ég bý var aldursforsetinn okkar, hún Lucille, að deyja um daginn. Hún var orðin 104 ára og bjó enn þá í sínu eigin húsi. Síðustu þrjú árin hefir hún notast við hjólastól, og réð þá konu frá Nígeríu til að búa hjá sér og annast um sig. Í fyrra spurði ég hana hverju hún þakkaði að hún skyldi hafa orðið svona gömul. Hún sagðist ekki vera í neinum vafa um það að ástæðan væri sú að hún hefði aldrei gift sig og þurft að hugsa um börn og svoleiðis stúss. Svo mörg voru þau orð.
Lengi hefi ég haldið því fram að það væri hvergi betra að verða gamall og deyja en á Íslandi. Og sannarlega vona ég að það sé rétt. En það veldur mér áhyggjum að ég sé svo oft í fréttum frá Fróni að talsmenn aldraðra eru sífellt að kvarta undan öllu mögulegu. Þeir halda því fram að stjórnvöld komi ekki nógu vel fram við gömlu kynslóðina, sem stýrði landinu farsællega í marga áratugi. Þeir vilja fleiri elliheimili og svo eigi gamlingjarnir að fá frítt í sund og strætó. Á Íslandi er ellilífeyrir skertur ef viðkomandi leyfir sér að stunda vinnu og meðtaka laun. Líka ef hann fær greiðslur frá einkalífeyrissjóðum. Hér í hinni vondu Ameríku fær hver gamlingi sín ellilaun að fullu, hvaða aðrar tekjur sem hann nær sér í, hvort sem það er frá atvinnu eða einhverju öðru. Jafnvel hinn ljóti Trump fær ábyggilega óskert ellilaun. Í hverfinu hjá mér býr mest gamalt fólk. Mikill meirihluti er konur, mest ekkjur en líka fráskildar. Svo eru hér örfá hús sem í eru svo konur sem enn eiga lifandi eiginmenn. Ég er forvitinn að eðlisfari og hefi tekið margar af konunum tali og spurt þær um líf þeirra og framtíðarhorfur. Flestar hafa mikla ánægju af að segja frá ævi sinni, sem oft er gaman að hlusta á, en svo verður maður líka að heyra um krankleika þeirra og baráttu við ellina. Flestar eiga það sameiginlegt að vilja ekki enda lífið á elliheimilum. Allar reyna þær að halda í bifreiðar sínar eins lengi og hægt er, því hér er næstum ómögulegt að komast leiðar sinnar án bílsins. Margar segjast samt ekki geta keyrt eftir að rökkva tekur. Einhleypir gamlir karlar sem geta ekið bíl í myrkri eru hér mjög eftirsóttir. Ég var að grufla í gömlu dóti um daginn og rakst þá á árbókina úr Versló 1951. Á hverri blaðsíðu var mynd af bekkjarsystkini, og svo skrifaði hver og einn eitthvað persónulegt fyrir þig í þína bók. Minningarnar flæddu yfir mig við að fletta síðunum og líta á öll þessi ungu og fallegu andlit. Eftir því sem ég best veit hefir nú meira en helmingur af nemendum í okkar 60 manna bekk safnast til feðra sinna. Þeir sem eftir eru slást við elli kerlingu og eru sumir enn í bærilegu standi miðað við aldur og ævi.
Það tíðkaðist hér áður fyrr að skrifa tækifærisferskeytlur í svona bækur. Þessi var mjög vinsæl:
Tíminn líður trúðu mér
taktu maður vara á þér.
Heimurinn er sem hála gler
hugsaðu hvað á eftir fer.
Einn skólabróðirinn skrifaði þetta:
Oftast svellin örlaga
illum skellum valda.
Fyrir brellum forlaga
fáir velli halda.
Svo var öllum óskað gæfu og gengis og samveran þökkuð.
Fyrir allmörgum árum, þegar ég var í heimsókn í Reykjavík, hitti ég á bekkjarkaffi hjá skólasystkinunum.
Ég og Gunni Pet. félagi minn stungum þá upp á því að keyptur yrði langlífisbikar, sem veittur yrði þeim úr bekknum sem lengst lifði. Hann myndi svo verða afhentur við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Þið verðið endilega að reyna að fylgjast með því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég er líka farinn að leiða hjá mér ef ég get að keyra í myrkri. Ekki lagaðist það við að allskyns skringiljós eru komin á bíla að framan, augnabrúnir osfrv. Það er meira áreiti að átta sig sig æa ölllum þessum ljósum. Eða hvað finnst fólki?
Halldór Jónsson, 8.1.2022 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.